Með lím í hönskunum og stolt í hjarta

Auglýsing

Þessi pist­ill er skrif­aður á eina sport­barnum á Man­hattan sem er að sýna Ísland-Aust­ur­ríki. Ég er í hóp­ferð, ekki þekkt fyrir að hafa gaman að íþrótt­um, þó ég ætti að hafa gaman að þeim ver­andi aðdá­andi fal­legra leggja, hópeflis, fjölda­söngs,  bún­ingap­artýa, dag­drykkju og veð­mála. Í kringum mig situr starfs­fólk sendi­ráðs­ins og improv­hóp­ur­inn minn. Ég dáist að þess­ari sam­kennd og mér líður eins og ég sé föð­ur­lands­svik­ari að vera ekki að pepp­ast eins mikið og hin­ir, svo ég hóf svona Hann­es­Hann­es­Hann­es-chant því að hann er einn af fáum sem ég veit hvað heita því ég tók við­tal við hann þegar hann leik­stýrði júró­visjón­mynd­bandi fyrir Gretu Salóme.

Ég fékk vissu­lega hlýtt í þjóð­arstoltið yfir mem­e-unum sem báru saman hversu margir búa á Íslandi vs. twitt­er­foll­owerar Ron­aldos. Og ég hef rosa­lega gaman að því þegar leik­menn klóra sér í pipp­anum í mynd eða hag­ræða pung­bind­inu. Innan um öll pepp­dýrin hér sé ég eftir því að hafa ekki skellt mér á einn svona Íslands­trefil í frí­höfn­inni, eða fengið lán­aða Íslands­-lopa­húf­una hennar Dani­elle sem ég gisti hjá.

Nei góðan dag­inn! Inn á Bloom’s Tavern gengur gam­all skóla­bróð­ir, sem ég heilsa. Hann tekur ekki undir kveðj­una því mér skilst að hann haldi að ég hafi stungið undan honum fyrir fjórum árum. Bless­aður dreng­ur­inn. Hann gengur út, og ég velti fyrir mér hvar hann ætlar að horfa á leik­inn ann­ars í þess­ari ófót­bolt­uðu borg. This town er greini­lega ekki big enough for the both of us. Og ég sem hélt að ef eitt­hvað gæti sam­einað okkur eftir þennan hiksta væri það að hitt­ast á fót­bolta­bar í útlönd­um.

Auglýsing

Ég keypti mér einu sinni svona fót­bolta­sokka, ætl­aði að vera smart á 17. júní í Íslands­hné­sokkum við fal­legan kjól og hæla­skó. EN NEI - LÖPPIN Á ÞEIM VAR HVÍT og það var mjög ljótt. OK - er míkró­fónn innan í bolt­anum eða er ein­hver foley-­gæji að passa upp á að THÖBB-­spark­hljóðið heyr­ist? Ég hef virki­legar áhyggjur af því að á föstu­dag­inn þegar við erum að spinna söng­leik á Del Clos­e-mara­þon­inu að við fáum sug­gestion sem teng­ist gengi lands­liðs­ins í fót­bolta.

Oh, amer­ísku þul­irnir setja alltaf áhersl­una á annað atkvæðið í föð­ur­nöfnum leik­manna Íslands. SkúlAH­son. SigT­HORs­son. 10 mín­útur eftir af leikn­um. Loft­ræst­ingin á þessum amer­ísk/írska pöbb er komin í hámark, mér er nokkuð kalt, en sendi­ráðs­starfs­fólk­inu er heitt. Sett­leg kona segir að Hannes sé nú bara með lím í hönsk­un­um.

Ég man eftir spurn­ingu í SPK þar sem spurt var um reglur hjá KSÍ - um að fót­bolta­maður mætti ekki vera: Reyk­inga­mað­ur, síð­hærður eða eitt­hvað eitt í við­bót. Svarið var „mætti ekki vera síð­hærð­ur.“ Þetta hefur breyst.

2 mín eft­ir, ég missi tökin og ligg í fang­inu á vin­konu minni sem talar fyrir Diego í Dóru land­könn­uði og Eydísi í Finn­boga og Fel­ix. Ang­ist. Unnur Egg­erts grípur um ennið eins og Rita Hayworth.

HVÍ­LÍKT LOKA­BRJÁL­ÆÐI. ÓKUNN­UGT FÓLK FELLST Í FAÐMA. ÉG RÚSTAÐI RÖDD­INNI Á MÉR OG MUN LÍK­LEGA EKKI GETA SUNGIÐ Á FÖSTU­DAG.

Til ham­ingju Ísland. Þetta gátum við. Á laug­ar­dag­inn skulum við líka sýna hvað við getum og erum stór­huga. Og plís, eruð þið til í að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að stöðva 83 ára gamla konu sem heitir sama nafni og ég, lítur út eins og ég nema 83 ára og er með fal­leg­ustu legg­ina í 101? Hún amma mín er nefni­lega að hóta því að kjósa Dav­íð. 

Ég ætla að ýta á send og klappa Íslend­ingnum í mér með því að fara og kveikja í kredit­kort­inu mínu í H og M.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None