Auglýsing

Ég hef alltaf valið mér lítið og ólík­legt land á stór­mótum í fót­bolta og haldið með því. Mun­iði eftir Kamerún krakk­ar? Eftir stór­kost­lega inn­komu þeirra á HM 1990 lærði ég þjóð­söng lands­ins og nöfn allra leik­manna liðs­ins utan­bókar og saum­aði á mig þjóð­bún­ing lands­ins og mætti í honum á ætt­ar­mót. Þegar Grikk­land vann EM árið 2004 bjó ég til feta­ost í baðkar­inu og bætti Onassis við Björns­dóttir með band­striki. Og englarnir frá Leicester City? Ég laug að fólki í allan vetur að langa-langafi minn hefði fæðst þar og að stytta af honum stæði á torgi bæj­ar­ins. Þið getið því rétt svo ímyndað ykkur mína tvö­földu gleði þegar Ísland er skyndi­lega komið í þetta mjög svo hressa hlut­verk óvænta og óút­reikn­an­lega spút­ník liðs­ins.

Og ég er ekki ein í þessu. Við Íslend­ingar erum ekki ein­ir. Allur heim­ur­inn er að tjúll­ast með okk­ur. En hvers vegna í ósköp­unum höfðar þetta til svona margra? Að halda með Íslandi, the und­er­dog? Það er ekki vegna norð­ur­ljósanna eða björtu sum­arnótt­anna og hreina vatns­ins, svo mikið er víst. Ástæðan er ein­föld: Sú hreina og tæra gleði í and­liti þeirra sem ekki búast endi­lega við neinu snertir við okk­ur.

Sál­fræðin í þessu er svo dásam­leg. Að fylgj­ast með ein­hverjum ólík­legum ná árangri eftir mikla og erf­iða vinnu lætur okkur trúa því að allt sé hægt. Við sem verðum vitni að þessum sigrum fáum inn­blást­ur, þetta vekur hjá okkur bjart­sýni og von.

Auglýsing

Annað gott og hresst á svona per­sónu­legu leveli fyrir týpur eins og mig er eft­ir­far­andi: Ekk­ert pirrar mig þessa dag­ana. Ég er rosa hress. Meira að segja mál­farsk­lisja eins og „veisla“ lætur mig ekki lengur lipp­ast niður af bjána­hrolli. Ég læka hverja ein­ustu mynd af and­lits­mál­uðu krakkasmetti á sam­fé­lags­miðl­unum og horfi í gegnum korters löng MyStory á Snaptjöttum þar sem ekk­ert sést nema plast­bjór­glös og kámug borð í bland við und­ir­leik hrópa og öskra. Ég sé eftir því að hafa ekki látið tattú­era íslenska bún­ing­inn á ennið á mér og látið mála and­lits­mynd af Birki utan á húsið mitt. Mig langar að horfa á EM stof­una allan sól­ar­hring­inn (ég skil reyndar ekki hví hún er ekki í gangi alltaf) og er búin að teipa bláan þvotta­poka við prik sem ég nota þegar ég þyk­ist taka við­töl við vini og fjöl­skyldu. Með sól­gler­augu á nef­inu auð­vit­að. Ég sendi hjörtu á tuð­ar­ana sem eru bara „hvernig nennir fólk að horfa á þennan fót­bolta“ og lykla „Áfram Ísland“ á bíla sem leggja í stæði fyrir fatl­aða. Heróp­ið: „Áfram Ísla-aaaaa-nd” með þessu furðu­lega lækk­aða tón­bili í lokin er það sem ég syng barnið mitt í svefn með þessa dag­ana í stað­inn fyrir „Sofðu unga ástin mín“.

Spá­iði svo í því að vera dæmd til að halda með ein­hverju landi sem hefur unnið þetta milljón sinn­um. Wú-­fokk­ing-hú. Klappa fyrir ein­hverjum sem kann ekki lengur að meta hálfan hlut. Leik­manni sem labbar hægt inn á völl­inn eins og honum leið­ist, með hálf­op­inn aug­un, gelskúlp­túr í stað hárs og glott. Og talandi um Ron­aldo (þetta gæti reyndar átt við margar aðrar sveittar týp­ur) þá eigum við honum miklar þakkir skildar því kæri vinur Crist­i­ano hefði allt eins getað rétt okkur spútnik hásætið á gullslegnu dem­ants­eyrna­lokka silf­ur­fati með skap­vonsku­legu rausi sínu út í okk­ur. Við erum eft­ir­læti allrar heims­byggð­ar­innar eftir að hann end­an­lega skrif­aði sögu þessa leiks í Biblíu fót­bolta­sög­unn­ar. Við erum elegant og kúl og hann sárt og svekkt dek­ur­barn.

Við getum alveg orðið Leicester þessa EM krakkar mín­ir. Við þurfum bara að trúa því að við getum þetta. Og vinna nokkra leiki. Og vera elegant. Við erum þokka­lega komin heim krakk­ar. Áfram Ísland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None