Auglýsing

Já. Ég er búinn að eyða meiri­hluta vik­unnar inni á Dohop að reyna að finna flug til Frakk­lands sem verður ekki til þess að ég þurfi að bóka sér­stakan neyð­ar­fund með þjón­ustu­full­trú­anum mín­um, Skúla Mog­en­sen og mömmu. Ég er búinn að stress­borða sæl­gæti og pitsur dag­lega í meira en viku og ég er búinn að lesa yfir texta lags­ins Ég er kom­inn heim fjórum sinnum á dag til að þurfa ekki að hreyfa bara var­irnar og þykj­ast syngja með ef röðin í Krón­unni brestur skyndi­lega í söng. 

Evr­ópu­mótið í fót­bolta kjamsar bók­staf­lega á mér þessa dag­ana og mér líður mjög vel þar sem ég velt­ist renn­andi blatur um í tranti þessa ótrú­lega íþrótta­við­burð­ar. Nema reyndar þegar Ísland spil­ar. Þá líður mér mjög illa í slétta tvo klukku­tíma. Alveg „Gúgla ein­kenn­i“-illa. Alveg „er lækna­vaktin opin?“-illa. Alveg „þekki ég ein­hvern sem á banda­rísk verkja­lyf­??“-illa.

Þetta mót er að breyta mér. Dag­inn sem Ísland og Eng­land mætt­ust keyrði ég fyrir aftan bíl sem var með tvo íslenska fána blakt­andi úr rúðum aft­ur­hurð­anna. Ég vissi ekki að nokkrum klukku­stundum síðar yrði opna tekin frá undir eitt mesta afrek íslenskrar íþrótta­sögu í Öld­inni okkar en samt sá ég ekk­ert athuga­vert við þetta. Ein­hvern tíma hefði mér fund­ist fán­arnir tveir hall­æris­legir en ekki þennan dag. Allt var eins og það átti að vera.

Auglýsing

Ég hef stundum velt fyrir mér við hvaða til­efni Íslend­ingar gætu hóp­ast út á götu og fagnað sam­an. Hefur það gerst oft? Það gerð­ist þegar hand­boltalands­liðið kom með silfrið frá Pek­ing. Ann­ars sér maður þetta yfir­leitt í sjón­varp­inu þegar stór­lið í útlöndum fagna meist­aratitl­um. En þetta gerð­ist líka þegar Ísland vann Eng­land. Það var mánu­dags­kvöld og fólk datt í það, söng og fór í sleik. Rétti­lega.

Það sem ég er að reyna að segja, en á erfitt með vegna þess að leik­ur­inn næsta sunnu­dag hefur lamað tíma­bundið í mér mið­tauga­kerf­ið, er að mér finnst þetta allt frá­bært. Og ég vil ekki að þetta taki enda. Þjóð­remba er skelfi­legt hug­tak en það má ekki rugla því saman við hið krútt­lega þjóð­arstolt. Og þjóð­arstolt getur verið mjög mik­ið. Sér­stak­lega þegar lands­lið ná góðum árangri og fólk um allan heim klórar sér í höfð­inu og spyr hvernig í and­skot­anum þau fara að þessu. 

Áður en mótið hófst fannst mér treyjan glötuð, ég fékk slæm útbrot þegar ég heyrði Ég er kom­inn heim og ég var til­bú­inn að stofna Face­book-­síðu til að berj­ast fyrir því að þjóð­söngnum yrði breytt. Fannst vanta allt fútt í hann. Vildi stríðs­söng. Fjör. Eitt­hvað sem kallar á steittan hnefa — eins og þjóð­söngur Spán­verja. Eða Breta. Jafn­vel Portú­gala.

Í dag þrái ég hins vegar ekk­ert meira en treyj­una. Ég stend sjálfan mig að því að raula Ég er kom­inn heim þegar ég kem heim á dag­inn og þegar ég heyri þjóð­söng­inn áður en leikir lands­liðs­ins hefj­ast fæ ég svo mikla gæsa­húð að mig langar til að hita pönnu, henda á hana smjör­klípu, snögg­steikja mig og bera fram með aspas og soðnum kart­öfl­um. Smá dill. Rjóma­löguð sósa. Trés bien!

Stemn­ingin er stór­kost­leg og ég ætla ekki að krefj­ast þess að við höldum í hana þegar mót­inu er lok­ið. Fer ekki fram á að við nýtum sam­taka­mátt­inn, þó það væri fínt. Ég ætla bara að vera raun­sær og njóta á meðan þetta er í gangi. Sjúga þessa stemn­ingu ofan í lungun í hverjum ein­asta and­ar­drætti og mar­inera í mér þind­ina með þessu unaðs­lega and­rúms­lofti.

Ég er nefni­lega annar maður á meðan EM er í gangi. Betri mað­ur. Í vik­unni sendi utan­rík­is­ráðu­neytið strák­unum okkar lamba­læri, grænar baunir í dós, rauð­kál og skyr í þakk­læt­is­skyni fyrir frammi­stöð­una á EM. Ein­hvern tíma hefði ég hlegið og meit­lað kald­hæðið tíst á Twitter um hvernig sveitalúð­arnir í ráðu­neyt­inu senda nið­ur­soðnar baunir til hóps manna sem dvelja í mat­ar­kistu Evr­ópu — en ekki í þetta skipti.

Ég las þessa frétt og hugs­aði í full­kominni ein­lægni: „En skemmti­leg­t.“ 

Og ég stend við það. Því þetta er ógeðs­lega skemmti­legt. Allt við þetta. Ekki vekja mig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None