Já. Ég er búinn að eyða meiri­hluta vik­unnar inni á Dohop að reyna að finna flug til Frakk­lands sem verður ekki til þess að ég þurfi að bóka sér­stakan neyð­ar­fund með þjón­ustu­full­trú­anum mín­um, Skúla Mog­en­sen og mömmu. Ég er búinn að stress­borða sæl­gæti og pitsur dag­lega í meira en viku og ég er búinn að lesa yfir texta lags­ins Ég er kom­inn heim fjórum sinnum á dag til að þurfa ekki að hreyfa bara var­irnar og þykj­ast syngja með ef röðin í Krón­unni brestur skyndi­lega í söng. 

Evr­ópu­mótið í fót­bolta kjamsar bók­staf­lega á mér þessa dag­ana og mér líður mjög vel þar sem ég velt­ist renn­andi blatur um í tranti þessa ótrú­lega íþrótta­við­burð­ar. Nema reyndar þegar Ísland spil­ar. Þá líður mér mjög illa í slétta tvo klukku­tíma. Alveg „Gúgla ein­kenn­i“-illa. Alveg „er lækna­vaktin opin?“-illa. Alveg „þekki ég ein­hvern sem á banda­rísk verkja­lyf­??“-illa.

Þetta mót er að breyta mér. Dag­inn sem Ísland og Eng­land mætt­ust keyrði ég fyrir aftan bíl sem var með tvo íslenska fána blakt­andi úr rúðum aft­ur­hurð­anna. Ég vissi ekki að nokkrum klukku­stundum síðar yrði opna tekin frá undir eitt mesta afrek íslenskrar íþrótta­sögu í Öld­inni okkar en samt sá ég ekk­ert athuga­vert við þetta. Ein­hvern tíma hefði mér fund­ist fán­arnir tveir hall­æris­legir en ekki þennan dag. Allt var eins og það átti að vera.

Auglýsing

Ég hef stundum velt fyrir mér við hvaða til­efni Íslend­ingar gætu hóp­ast út á götu og fagnað sam­an. Hefur það gerst oft? Það gerð­ist þegar hand­boltalands­liðið kom með silfrið frá Pek­ing. Ann­ars sér maður þetta yfir­leitt í sjón­varp­inu þegar stór­lið í útlöndum fagna meist­aratitl­um. En þetta gerð­ist líka þegar Ísland vann Eng­land. Það var mánu­dags­kvöld og fólk datt í það, söng og fór í sleik. Rétti­lega.

Það sem ég er að reyna að segja, en á erfitt með vegna þess að leik­ur­inn næsta sunnu­dag hefur lamað tíma­bundið í mér mið­tauga­kerf­ið, er að mér finnst þetta allt frá­bært. Og ég vil ekki að þetta taki enda. Þjóð­remba er skelfi­legt hug­tak en það má ekki rugla því saman við hið krútt­lega þjóð­arstolt. Og þjóð­arstolt getur verið mjög mik­ið. Sér­stak­lega þegar lands­lið ná góðum árangri og fólk um allan heim klórar sér í höfð­inu og spyr hvernig í and­skot­anum þau fara að þessu. 

Áður en mótið hófst fannst mér treyjan glötuð, ég fékk slæm útbrot þegar ég heyrði Ég er kom­inn heim og ég var til­bú­inn að stofna Face­book-­síðu til að berj­ast fyrir því að þjóð­söngnum yrði breytt. Fannst vanta allt fútt í hann. Vildi stríðs­söng. Fjör. Eitt­hvað sem kallar á steittan hnefa — eins og þjóð­söngur Spán­verja. Eða Breta. Jafn­vel Portú­gala.

Í dag þrái ég hins vegar ekk­ert meira en treyj­una. Ég stend sjálfan mig að því að raula Ég er kom­inn heim þegar ég kem heim á dag­inn og þegar ég heyri þjóð­söng­inn áður en leikir lands­liðs­ins hefj­ast fæ ég svo mikla gæsa­húð að mig langar til að hita pönnu, henda á hana smjör­klípu, snögg­steikja mig og bera fram með aspas og soðnum kart­öfl­um. Smá dill. Rjóma­löguð sósa. Trés bien!

Stemn­ingin er stór­kost­leg og ég ætla ekki að krefj­ast þess að við höldum í hana þegar mót­inu er lok­ið. Fer ekki fram á að við nýtum sam­taka­mátt­inn, þó það væri fínt. Ég ætla bara að vera raun­sær og njóta á meðan þetta er í gangi. Sjúga þessa stemn­ingu ofan í lungun í hverjum ein­asta and­ar­drætti og mar­inera í mér þind­ina með þessu unaðs­lega and­rúms­lofti.

Ég er nefni­lega annar maður á meðan EM er í gangi. Betri mað­ur. Í vik­unni sendi utan­rík­is­ráðu­neytið strák­unum okkar lamba­læri, grænar baunir í dós, rauð­kál og skyr í þakk­læt­is­skyni fyrir frammi­stöð­una á EM. Ein­hvern tíma hefði ég hlegið og meit­lað kald­hæðið tíst á Twitter um hvernig sveitalúð­arnir í ráðu­neyt­inu senda nið­ur­soðnar baunir til hóps manna sem dvelja í mat­ar­kistu Evr­ópu — en ekki í þetta skipti.

Ég las þessa frétt og hugs­aði í full­kominni ein­lægni: „En skemmti­leg­t.“ 

Og ég stend við það. Því þetta er ógeðs­lega skemmti­legt. Allt við þetta. Ekki vekja mig.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiKjaftæði