Auglýsing

Sum­arið ´16 hlýtur að verða yrk­is­efni ófárra kassagít­arstrúbba um ókomna tíð. Það er eitt­hvað svo yfir­máta íslenskt og ævin­týra­legt við það, á pari við einn stóran brekku­sleik undir stjörnu­björtum himni með Ferða­lok í ótal mis­flúruðum útgáfum í bak­grunni. Allir vilja heim­sækja okk­ur, allir halda með okk­ur, sig­ur­brautin er bein og björt. Við erum sætasta stelpan á skóla­ball­inu, þessi sem er nýlaus við spang­irnar og allir eru skyndi­lega skotnir í. Það er yfir okkur ein­hver óút­skýr­an­leg orka, við erum ösku­buska umvafin töfr­um. Að loknum for­seta­kosn­ingum sem allir fram­bjóð­endur unnu á einn eða annan hátt eigum við nú splunku­nýjan for­seta, bara tölu­vert krútt­legan sem almenn sátt virð­ist ríkja um og smellpassar inn í ösku­busku­fíl­ing­inn okkar á sinn nör­da­lega hátt. Eftir kosn­ing­arnar sem allir unnu tókum við svo EM og svo gott sem sigruð­um, hlutum í það minnsta tit­il­inn Vin­sæl­asti kepp­and­inn og megum víst eiga von á heilum her­skara af pepp­uðum auka­túristum þökk sé Gumma Ben og Húh-inu, vin­sælasta hópeflis­gjörn­ingi síðan Gangnam Style var og hét. Svo er eig­in­lega alltaf sól, stöku sinnum blíð og heit útlanda­rign­ing. 

Við áttum þetta jú inni, eftir rað­nið­ur­læg­ingu und­an­far­inna ára. Þegar óupp­gert hrunið (sem við hljótum nú að greiða úr, lausn­a­miðuð með bros á vör) var aðeins farið að dofna í minn­ing­unni vorum við rekin út úr skápnum sem heims­met­hafar í skatta­skjólum með þrjá ráð­herra fremsta í flokki, við sitjum uppi með stórlaskað heil­brigð­is-og mennta­kerfi, ein­hvers konar Evr­ópu­met í vinnuman­sali og gjólan leikur við kló­sett­pappír í stað lauf­blaða á hverri grein. Elsku við. Sann­ar­lega var tími kom­inn á örlitla upp­reisn æru, lukku og ljúfari tíð. 

Kosn­ing­arnar í haust hljóta með þessu áfram­haldi að verða einn stór söng­leik­ur, þar sem bjarteygðar og svip­hreinar sálir kepp­ast drengi­lega hver við aðra um að koma mann­úð­legum og mik­il­vægum mál­efnum á fram­færi, með almanna­heill og alls ekk­ert annað fyrir aug­um. Óska­stjarnan fann okkur enn á ný, aftur erum við best í heimi. En sá létt­ir. Þetta var erfitt and­ar­tak þarna, tím­inn sem við vorum ekki alveg sann­færð um að vera best. Óþægi­legur þessi uggur sem að sótti, óvissan um eigið ítrekað ágæti. Sá efi er nú bless­un­ar­lega minn­ingin ein. Við erum víst best. Erlendir fjöl­miðlar segja það.

Auglýsing

Síð­ast þegar við vorum best hóp­uð­umst við líka saman á Arn­ar­hól og fögn­uðum fræknum karl­mönn­um, ólympískum þjóð­hetjum og vík­ing­um. Hetju­dýrkun er úrvals afþrey­ing og einkar íslensk. Gleðin var þó skamm­vinn í það skipt­ið, við rúll­uðum fljót­lega í kjöl­farið niður Arn­ar­hól­inn og feis­plönt­uðum í mal­biki ofmetn­aðar og óskapa. Auð­vitað var það ekki íþrótta­hetj­unum að kenna, né heldur Arn­ar­hóli sem slík­um. Og glætan að það ger­ist aft­ur. Ekki erum við Íslend­ingar þekktir fyrir að feis­planta oftar en einu sinni á Lækj­ar­göt­unni að góðu glensi loknu.

Það má gleðj­ast og fagna yfir glimr­andi gengi og vænum drengj­um, yfir því að geta loks­ins sam­ein­ast í gleði, verið stolt, hnar­reist og kát. Það má. Förum bara var­lega niður Arn­ar­hól­inn, hann á það til að vera háll. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None