Auglýsing

Nú ætla ég að segja eitt sem ég veit að við sem eitt­hvað vitum og munum erum að hugsa en þorum ekki endi­lega að segja og það er: Lífið var rugl í gamla daga og ég lofa dag­inn sem Guð á himnum fann upp snjall­sím­ann og hengdi framan á barn nútím­ans eins og medal­íu. 

Við könn­umst öll við hneyksl­un­ar­pósta á sam­fé­lags­miðlum með myndum af glat­aðri æsku okkar daga, a.k.a. nið­ur­sokknum börnum með nefið ofan í snjall­síma við hlið­ina á myndum af rjóðum barna­hópi úti að leika í „gömlu góðu dag­ana“. 

Í alvör­unni? Var allt svona full­komið í gamla daga? Voru allir svo fróðir að lesa bækur í stað þess að glápa á youtu­be? Var alltaf gott veður og allir úti allan dag­inn? Svo mikið frjáls­ræði og allt svo miklu betra þá, annað en í dag? Einmitt það. Þessa nostal­g­íu­á­róð­ur­svit­leysu verður að stöðva. Stans. Skoðum þetta aðeins. 

Auglýsing

Hvernig væri að kíkja inn í vit­leys­is­gang­inn og mis­skiln­ing­ana sem grass­er­uðu þegar ekk­ert var alnet­ið. Ég, sem dæmi, hélt að Laug­ar­dals­höllin héti Laug­ar­dags­höllin þangað til ég var átján ára. Í þrjú ár reifst ég við vin­konur sem héldu því fram að Mich­ael Jackson væri að syngja um bað en ekki bad (þetta plötu­umslag!). Mér var sagt að ef ég velti mér niður gras­hól fengi ég garna­flækju og mundi missa alla útlimi á innan við hálf­tíma. Þessu trúði ég þangað til ég var tólf ára. Hákarlar ráð­ast frekar á örv­hentar stelpur með sítt hár. Trúði þessu þangað til ég var tíu ára. 

Við sem erum full­orðin í dag ólumst upp innan um mis­vit­laust fólk allan dag­inn, út og inn. Eina vonin fyrir mörg okkar var að hitta gáf­aða frænku eða frænda í ferm­ing­ar­veislu en síðan kannski aftur í stúd­ents­veislu. Svo fékk maður bara ein­hverjar random upp­lýs­ingar ein­hvers staðar frá á nokk­urra ára fresti. Glefsur hér og þar um hitt og þetta. Og þangað til næsti fróð­leiksmoli barst ráf­aði maður bara um í óupp­lýstri þoku af mis­skiln­ingi og fáfræði.

Og örygg­ið? Frjáls­ræðið og sak­leysið í gömlu góðu dag­ana? Skemmti­legu leik­irnir úti í götu fram á kvöld? Eigum við ekki að taka smá real talk hérna og kalla þetta það sem þetta var: „Mið­ald­ir“. Allir í bekknum mínum áttu heima­smíðuð vopn og maður minn, þau voru not­uð. Krakkar gengu um með grjót í vös­um, snjó­boltar voru bleyttir og fryst­ir, naglar negldir í spýt­ur, táragasi var sprautað inn í kennslu­stofur og bauna­byssur voru hlaðnar fyrir venju­legan handa­vinnu­tíma á mið­viku­dags­morgni. Á meðan býsnast er yfir bar­daga­tölvu­leikj­unum í dag gleym­ist að á mið­öldum tókum við þátt í einum slíkum í raun­heimum frá því við vorum fjög­urra ára og upp í fimmtán ára. Leik­svæði okkar voru steyptir húsa­grunnar og hopp ofan af annarri hæð ofan í snjó­skafla og steypu­styrkt­ar­járn. Ég lá bein­brotin í heilan dag eftir frí­mín­útur í sjö ára bekk vegna þess að ekki náð­ist í for­eld­rana. Og var látin ganga heim af spít­al­anum með volgt gifsið í rign­ingu. Og myrkri. 

Ann­að: Ef heimur fer svona mikið versn­andi hví mælist þá miklu minni drykkja og reyk­ingar hjá ung­lingum í dag? Þeir sem halda því fram að í gamla daga hafi börn bara hlaupið beint út í skóg að leika allan dag­inn eiga að come clean hérna: Það var farið út í skóg að fokk­ing reykja og drekka spíra á sunnu­dags­eft­ir­mið­degi. Búmm. 

Og hér kemur játn­ing sem verður erfið fyrir for­eldra mína að lesa en ég tek einn fyrir teymið og læt vaða því ég er hvort sem er búin að afhjúpa heimsku mína með tal­inu um hákarl­ana og Laug­ar­dags­höll­ina, sor­rí, Laug­ar­dals­höll­ina, svo hér kemur það: Eft­ir­lits­laus partý ein­hver? Í dag, þökk sé net­inu og for­eldrum á sam­fé­lags­miðl­um, geta ung­lingar varla pantað pizzu saman án þess að hald­inn sé teym­is­fundur með félags­fræð­ingi og full­trúa úr hverf­is­ráði. Ef tekin er mynd og það sést glitta í burkna þeirra Gógóar og Jóa, sem eru víst á Kanarí, er búið að ræsa út nágranna­vakt­ina, lög­regl­una og for­eldra­ráðið áður en ung­ling­arnir geta svo mikið sem kveikt á bubbles tölvu­leiknum og beðið um auka hvít­lauksol­íu. 

En í gömlu góðu dag­ana? Látum okkur sjá. Við hertókum heilu ein­býl­is­húsin yfir helgi ef ein­hver var einn heima, teppa­lögðum stofu­gólfið með pepp­eróní og hengdum kött­inn upp í næsta gervi­hnatta­disk áður en for­eldrar okkar sil­uð­ust til að hringja og athuga hvort við værum á lífi. Og já, alveg rétt, þau gátu auð­vitað ekki hringt. Því við vorum öll „á skáta­móti á Úlf­ljóts­vatn­i”. Þar var auð­vitað eng­inn sími, ekk­ert raf­magn (skáta­ferð) og engin leið að stað­festa neitt. Sjá­umst á sunnu­dag­inn kæru for­eldr­ar.  

Við lugum og lugum og lug­um. Það er í raun ekki skrýtið að margt full­orðið fólk í dag gangi um bogið og með vöðva­bólgu því við burð­umst með heilu bunk­ana af lyg­um, svikum og prettum í fartesk­inu. Líf mitt fram að tví­tugu er í raun ein stór lyga­saga. 

Þegar ég var í 8. bekk var til dæmis kveikt í Árbæj­ar­skóla á miðjum skóla­degi. Slökkvi­liðið mætti og heilum bekk var bjargað út um glugg­ann. Þrír fengu reyk­eitr­un. Og ekki svo mikið sem hálft sím­tal á nokk­urt for­eldri. Ég missti af öllu saman því ég hafði hringt mig inn veika þann dag­inn, án þess að nokkur úr fjöl­skyldu minni vissi auð­vit­að, og var heima hjá annarri „veikri“ vin­konu að horfa á víd­eó. Þegar systir mín sem var í 10. bekk sá bekk­inn minn, sót­svartan í fram­an, koma hlaup­andi út úr dönsku­tíma, sá hún mig hvergi. Hún hljóp grát­andi um reyk­fyllta gang­ana að leita að mér þangað til aldr­aður dönsku­kenn­ari dró hana út á leik­völl­inn þar sem krakk­arnir höfðu hóp­ast saman á meðan skól­inn brann. Ein­hver þar úti sagði henni að ég hefði skrópað í skól­ann þann dag­inn. Síðar um kvöldið borð­uðum við fjöl­skyldan saman kóti­lettur í raspi. Eng­inn fatt­aði neitt og við systur þögðum og sögðum for­eldrum okkar ekk­ert. Þögn í boð­in­u. 

Þegar við vorum ell­efu ára tók vin­kona mín strætó niður á Grens­ás­veg á hverjum degi eftir skóla. Þar hékk hún í sjoppu og keppti við róna í ein­hverju spili í Rauða kross kassa. Þangað til hún var fimmtán ára hélt hún að Rauði kross­inn þýddi „spila­vít­i“. Þá held ég nú að MineCraft heima í sófa fyrir framan arin­inn í faðmi fjöl­skyld­unnar hefði verið skárra en skítugt spila­tæki innan um harðsvíraða dópista niður á Grensás (Hæ Davíð minn). 

Og að lokum kæri heim­ur: Börn sem eru nið­ur­sokkin í símum eru oft að gúggla hluti. Þau eru ekki endi­lega að leggja hvort annað í ein­elti og skrifa dólg á net­ið. Við full­orðna fólkið sjáum um meiri­hlut­ann af því með virkum í athuga­semdum og þegar pistlar á borð við þennan eru diss­að­ir. Börnin okkar aftur á móti eru að lesa alls­konar fróð­leik á net­inu. Ekki að horfa á katta­mynd­bönd eins og við vegna þess að heilar okkar eru skemmdir eftir of mikla landa­drykkju, límsniff og vos­búð í æsku. 

Hér kemur pæl­ing: Treystum því að börnin okkar séu mörgum sinnum klár­ari en við vorum nokkurn tím­ann. Ég get til dæmis ekki kveikt á sjón­varp­inu án þess að bæði börnin mín (4 og 15 ára) séu heima til að hjálpa mér. Og á meðan ég veit hvar þau eru á öllum stundum alltaf þá verður þetta í lagi. Og nei, ég kveikti ekki í skól­an­um. En ég veit hver gerði það. Og ég mun aldrei segja frá því. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None