Þegar Andrés Önd reyndi að drepa mig

Auglýsing

Það var ekki fyrr en rútan náði 130 kíló­metra hraða á fjöl­förnum mala­sískum þjóð­vegi að það rann upp fyrir mér hversu mikil rök­leysa mín eigin flug­hræðsla er. Þarna var ég, poll­ró­leg­ur, með örlögin í hönd­unum á síð­barta keðjureykj­andi manni sem virt­ist vera að keyra rútu í svona fjórða skiptið á meðan aðeins nokkrum dögum áður hefði ég fyrr viljað sleikja frunsu á hand­rukk­ara en að fara í þrjú flug á innan við sóla­hring.

Mín fyrsta minn­ing af því að dreyma er ég, kannski þriggja ára, fastur inn í glugga- og hurða­lausu barna­her­bergi þar sem mann­hæða­hár Andrés Önd var að reyna að kyrkja mig. Augu hans voru slímugir hvítir sekkir og hann froðu­felldi af hatri. Aftur og aftur dreymdi mig þessa sömu martröð. Ég veit ekki hvaðan þetta kom - lík­lega var það gengd­ar­lausa heim­il­is­of­beldið sem Andrés beitti hálf mun­að­ar­lausu frændur sína. Í það minnsta var ég alltaf myrk­fæl­inn eftir þetta. Þetta varð svo slæmt á tíma­bili að ég gat ekki farið inn á stiga­gang­inn í blokk­inni minni að kvöldi til án þess að telja fyrst nið­ur, draga djúpt inn and­ann, stökkva svo á ljós­rof­ann til að kveikja og spretta upp á þriðju hæð því ég var sann­færður um að ein­hver hræði­leg óværa kæmi á eftir mér upp úr kjall­ar­anum og aðeins kraftur 60W ljósa­peru gæti stöðvað hana. 

Á næt­urnar gat ég ekki sofnað nema vera reif­aður inn í sæng eins og nýburi, með öll ljós kveikt og útvarpið í gangi. Ein­hvern veg­inn æxl­að­ist það þannig að Eiríkur Jóns­son var með kvöld­þátt í útvarp­inu á þessum tíma þannig að ómfögur rödd hans svæfði mig á hverri nóttu í marga mán­uði. Takk Eirík­ur.

Auglýsing

Í öll þessi ár gerði myrkrið mér aldrei neitt.

Ótti er svo tær til­finn­ing. Hrá og mögn­uð. Þegar við upp­lifum raun­veru­legan ótta er það eins og raf­lost, adrena­línið flæðir út í blóð­ið, hjart­slátt­ur­inn hækk­ar, sjá­öld­urin víkka – og svo, þegar allt er liðið hjá og við erum enn lif­andi – fyllist heil­inn af sætu serótóníni. Þess vegna förum við í rús­sí­bana, segjum drauga­sög­ur, förum á hryll­ings­myndir í bíó og finnst innst inni gaman að láta bregða okk­ur.

En það er ekk­ert gaman að lifa í ótta.

Eftir ákveð­inn aldur hættum við að vera hrædd við töff hluti eins og drauga, múm­íur og Andrés Önd, og við tekur hvers­dags­legri ótti við fyr­ir­bæri eins og nánd, skuld­bind­ing­ar, mis­tök í starfi, krefj­andi félags­legar aðstæður og að fá ekki sam­þykki sem kyn­ver­ur. Per­sónu­lega var ég alltaf hræddastur við að deyja, hvort sem það væri úr krabba­meini eða óum­flýj­an­legu flug­slysi.

Hjá mér byrjar þetta alltaf eins. Ég gúgla flug­núm­erið á flug­inu mínu, kemst að því hvaða flug­véla­teg­und á að fljúga með mig, fer á Wikipedi­a-­síð­una fyrir þá flug­vél, skrolla beint niður í „incidents“ og les um allt sem hefur nokkurn tím­ann komið fyrir þá flug­vél. Næsta sem ég veit er ég að ranka við mér inni á YouTube að horfa á mann sýna mér hvað ger­ist þegar maður hellir fati af óeld­uðum kjúkling ofan í þotu­hreyfil. Svo sit ég stuttu síðar í flug­vél­inni sem ég var að lesa um og bíð eftir því að ger af risa­vöxn­um, fleygum hæns­fuglum fljúgi beint inn í báða hreyfl­ana og grandi okk­ur.

Þetta skiptið var öðru­vísi. Nokkrum dögum áður en ég átti að fara í flugin þrjú átti ég síma­tíma hjá lækni til að fá upp­á­skrifuð lyf gegn ærandi sótt­hita, öskr­andi nið­ur­gangi og öðrum hressum hita­belt­is­sjúk­dóm­um. Ein­hvern veg­inn barst talið að flug­unum og hún spurði mig hvernig mér líði í flug­vél. Ég reyndi að útskýra á yfir­veg­aðan hátt fyrir henni að í hvert skipti sem ég stígi inn í flug­vél líði mér eins og rúss­neska hund­inum Laiku, einu fyrsta spen­dýr­inu sem var skotið út í geim og skilin þar eftir til að deyja. Lækn­inum fannst þetta ekki nógu gott og skrifar upp á Tafil, sem er ein­hver kvíða­still­andi og ávana­bind­andi snilld.

Það er erfitt að útskýra hvernig það er finna ótta hverfa. Í þrjá­tíu þús­und feta hæð yfir Rúss­landi með tvær kvíða­still­andi flæð­andi í gegnum æðar mínar lendum við í þannig ókyrrð að flug­freyj­urnar krjúpa á gang­inum á meðan það versta gengur yfir. Ég brosi til einnar áður en ég loka aug­unum og ímynda mér í hverju höggi að ég sé á seglskútu að fljóta leti­lega yfir öldu í hálf­kyrrum sjó. Ég hugsa með sjálfum mér að svona líði flestum í flugi. Ekki fórn­ar­lömb eigin rökvillu­spírals.

Ótt­inn er nefni­lega eins og sníkju­dýr sem sífellt reynir að rétt­læta eigin til­vist með því að spinna raun­veru­leika úr kjaftæði. Hann segir þér að hunsa 100 milljón örugg flug og ein­blína á þetta eina sem hrap­aði. Ótti er oft­ast ekki rök­rétt við­bragð við stað­reyndum heldur brengluð afskræm­ing á frum­hvötum – eins og þval­ur, hold­ugur lík­ami þinn að reyna að sann­færa þig um að þú sért ennþá svangur þrátt fyrir að hafa klárað næstum alla 10L tunn­una af Cheespuffs sem þú keyptir í ein­hverju neyslu-­taugá­falli í síð­ustu Kosts­ferð.

Ég hef sam­kennd með fólki sem er hrætt við alls­konar kjaftæði, en það þýðir ekki að við sem sam­fé­lag eða opin­ber stefna okkar eigi að ráð­ast af röklausum ótta fólks. Maður á að vera hræddur við snáka, moskítófl­ug­ur, opnar raf­magns­leiðslur og brjál­aða rútu­bíl­stjóra en ekki drauga, múm­í­ur, bog­frym­la, flug­ferð­ir, Davíð Odds­son eða flótta­fólk. Heil­brigð­is­kerfið er ekki rekið á for­sendum fólks með heilsu­kvíða og flug­mála­yf­ir­völd taka ekki mið af sturluðum ótta hjá fólki eins og mér. Það er bara haldið góð­lát­lega í hend­urnar á okkur og sagt að það verði allt í lagi. Af hverju ættu aðrir þættir stjórn­sýsl­unnar að ráð­ast af jafn órök­réttum hvöt­u­m?


Ef ein­hverjir ótt­ast að koma fólks hingað sem misst hefur allt ógni vest­rænni sið­menn­ingu er ég ekki viss um að það fólk ætti að fara úr húsi án þess að vera með hjálm og í end­ur­skins­vesti og sofa í læstri hlið­ar­legu. Og ef ótt­inn verður svo óbæri­legur að þú sért alveg við það að kjósa Íslensku Þjóð­fylk­ing­una – eða jafn­vel ann­an, stærri popúlista­flokk sem hefur daðrar við þjóð­ern­is­hyggju – mæli ég frekar með því að panta tíma hjá heim­il­is­lækn­inum þínum og biðja hann um að skrifa út nokkur spjöld af Tafil fyrir þig svo að þú getir fundið hvernig það er að stíga út fyrir ótt­ann og við hin þurfum ekki að halda í hönd­ina á kjaftæð­inu í þér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None