Auglýsing

Hér er hug­mynd fyrir ykk­ur, for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar: farið saman inn í her­bergi, lokið hurð­inni (eða hafið hana opna – það er skárra loft þannig auk þess sem þið hafið ekk­ert að fela), ákveðið kjör­dag til Alþing­is, komið svo út og segið frá dag­setn­ing­unni.

Þetta hljómar ein­falt af því að þetta er ein­falt.

Þið getið farið inn í her­bergi á skrif­stofum Alþing­is, í Stjórn­ar­ráðs­hús­inu, heima hjá ykk­ur, farið í sum­ar­bú­stað, pantað ykkur hót­el­her­bergi, gert þetta í Þing­holts­stof­unni á Hótel Holti, á dýra­spít­ala, í Val­höll, á Lauga­vegi 4-6 eða jafn­vel ekki einu sinni í her­bergi – þið getið þess vegna verið úti í guðs­grænni nátt­úr­unni, keyrt upp í Öskju­hlíð, farið í göngutúr á Esj­una, þið hefðuð gott af því. En það skiptir engu máli.

Auglýsing

Þið getið verið tveir eða með aðstoð­ar­menn­ina með ykkur eða alla rík­is­stjórn­ina, þið getið jafn­vel boðið kon­unum ykk­ar. Þið getið sýnt beint frá þessu á net­inu. Það skiptir engu máli. Bara ekki taka Sig­mund Davíð með.

Eðli­legt vinnu­lag 101

Það sem þið vitið er eft­ir­far­andi:

a) Það verður kosið í haust. Þið hafið báðir sagt það ítrekað og splunku­nýr og ferskur for­seti Íslands árétt­aði það með mjög afger­andi áherslu í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni á mánu­dag. Sá eini sem er enn með veru­legt vesen út af þessu er Sig­mundur Dav­íð, en það skiptir engu máli af því að hann er ekki í rík­is­stjórn og það er afskap­lega hæpið að Guðni Th. Jóhann­es­son neiti að skrifa undir þing­rof­s­til­lögu bara af því að einn hálf­út­skúf­aður flokks­for­maður er með derr­ing. Munið bara: ekki bjóða Sig­mundi með á fund­inn af því að hann mun skemma hann.

b) Haust er til­tölu­lega teygj­an­legt hug­tak. Það mætti jafn­vel með sæmi­lega góðu móti halda því fram að það verði enn haust sirka í end­aðan nóv­em­ber.

c) Flokkar þurfa minnst mánuð til að búa sig undir kosn­ing­ar. Af því, ásamt lið b, leiðir að þið hafið tíma­bilið 4. sept­em­ber til 30. nóv­em­ber að vinna með.

d) Kjör­dagur verður á laug­ar­degi, af því að kjör­dagar eru á laug­ar­dögum og þannig er það bara.

Þetta þýðir að þið hafið úr tólf laug­ar­dögum að velja. Ykkar verk­efni er að horfa á þessa tólf laug­ar­daga og velja einn. Bara ein­hvern. Þið getið dregið dag úr hatti, búið til litla miða og kastað pílu í þá, valið þann sem er næstur afmæl­is­degi ein­hvers af börn­unum ykkar (eða hest­unum ykkar eða skrán­ing­ar­degi bíl­anna ykkar eða deg­inum þegar þið mis­stuð svein­dóminn) eða þið getið gert snögg­grein­ingu á kostum og göllum hvers dags og valið svo út frá henni. Það skiptir engu máli.

Þetta er ekki flók­ið. Eig­in­lega er þetta svo lítið flókið að það er hálf­kjána­legt að skrifa þetta hérna nið­ur. Þetta er svo­lítið eins og að skrifa leið­bein­ingar fyrir hálf­tí­ræða ömmu sína um það hvernig maður skiptir um stöð á sjón­varp­inu henn­ar, nema að á nútíma­sjón­vörpum er það reyndar tals­vert flókn­ara verk­efni en það sem þið standið frammi fyr­ir.

Þegar þið eruð svo búnir að velja og til­kynna dag­setn­ingu getið þið haf­ist handa við að skipu­leggja ykkur í kringum hana, af því að mér skilst að þið þurfið að klára svo mörg mik­il­væg mál fyrir kosn­ing­ar. Það er engin ástæða til að draga það í efa, þótt allir virð­ist hafa ólíkar hug­myndir um það hver þessi mik­il­vægu mál eru og hvernig þau eigi að líta út. En ein leið til að afgreiða þetta er að raða mál­unum á graf, þar sem x-ás­inn sýnir mik­il­væg­ið, að ykkar mati, fyrir þjóð­ina og y-ás­inn sýnir lík­urn­ar, að ykkar mati, á að þið náið að koma mál­inu í gegnum þingið fyrir kjör­dag – svo takið þið þau sem eru í efri fjórð­ungnum hægra meg­in, keyrið þau áfram en geymið hin. Eðli­legt vinnu­lag 101. Þið getið þakkað mér síð­ar.

Dóna­skapur

Ég er ekki að stinga þessu að ykkur af því að ég hlakka svo til kosn­inga. Þvert á móti kvíði ég þeim óskap­lega. Ég kvíði áfram­hald­andi fréttum af ras­ista­hreyf­ingum sem þykj­ast vera að daðra við fram­boð þangað til ein­hver flokkur bítur á agnið og lætur draga sig í popúl­ískar ein­angr­unar­átt­ir, ég kvíði því að vera með Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Diet-­Sjálf­stæð­is­flokk­inn í fram­boði sam­an, ég kvíði því þegar Píratar opin­bera fram­boðs­listana sína, ég kvíði kjána­hroll­inum sem ég mun fá þegar Sam­fylk­ingin heldur enn að hún sé stóri stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, ég kvíði sam­fé­lags­miðl­un­um. Mest af öllu kvíði ég því þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn kynnir stóra kosn­inga­lof­orðið sitt.

En þið lof­uðuð þessum kosn­ing­um. Og það er dóna­skapur að gefa ekki út þessa dag­setn­ingu. Það er dóna­skapur gagn­vart öðrum flokkum á þingi og sam­flokks­mönnum ykk­ar, það er mik­ill dóna­skapur gagn­vart nýjum fram­boð­um, það er gríð­ar­legur dóna­skapur gagn­vart almenn­ingi og það er meira að segja smá dóna­skapur gagn­vart sjálfum ykk­ur. Það lætur ykkur líta út eins og aula.

Kannski eruð þið löngu búnir að ákveða þessa dag­setn­ingu en viljið bara ekki opin­bera hana strax til að glata ekki ein­hverri ímynd­aðri víg­stöðu hvor gagn­vart ann­ars flokki – eða þá gagn­vart hinum flokk­un­um. Treystið mér, jafn­vel þótt svo væri léti það ykkur ekki líta út eins og minni aula.

Fyrir alla muni, hespið þessu bara af, einn tveir og þrír. Þið getið til dæmis gert þetta eftir hádegi í dag. Þetta ætti ekki að þurfa að taka nema svona klukku­tíma eða tvo með öllu, í alvöru. En plís, ykkar vegna, ekki segja Sig­mundi Dav­íð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None