#kynferðisafbrot

Viðbrögð við viðbrögðum við viðbrögðum við...

Í síð­ustu viku varð mér á í mess­unni. Ég missti út úr mér ógeðs­legan brand­ara sem betur hefði átt heima í pistli sem þessum, í við­tali eða á uppi­stands­kvöldi en alls ekki í beinni útsend­ingu rétt fyrir frétta­lestur á Rás 2. Brand­ar­inn var útúr­snún­ingur á orðum Pál­eyjar Borg­þórs­dótt­ur, lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­u­m. 

Fyrst hugs­aði ég með mér „skilduð þið ekki djó­kið hehe?“ eins og versti typpa­strákur sem sakar aðra um að skilja ekki ömur­legu brand­ar­ana hans. Svipað hefur eflaust farið í gegnum huga Pál­eyjar (beygt svo sam­kvæmt Árna­stofn­un) þegar við „land­krab­b­arn­ir“ skildum ekki grafal­var­leg ummæli hennar sem hún sagði að hefðu verið tekin úr sam­hengi. Við eigum það því sam­eig­in­legt að hafa gert okkur of seint grein fyrir því að „ef allir virð­ast mis­skilja, þá ertu að segja röngu hlut­ina á vit­lausum stað og á vit­lausum tíma.“ 

Nauðg­un­ar­brand­arar eru ekki fyndn­ir. Nema hjá Amy Schumer. 

Auglýsing

Ég var skömmuð og skrif­aði afsök­un­ar­beiðni, sem mér skilst á ein­hverjum að hafi verið prump. Jæja. Hún kom nú samt frá hjart­anu. En nú ætla ég að kryfja við­brögð­in. Ekki til að bjarga eigin skinni, það er alltof sein­t. 

Við­brögðin sem ég fékk voru lang­flest mun yfir­veg­aðri en mis­tökin sem ég gerði. Það er alltaf erfitt, rétt eins og það er erf­ið­ara að heyra for­eldra segja: „Við erum von­svikin og sár“ í stað­inn fyr­ir: „Við erum reið og það er hægt að spæla egg á höfð­inu á okk­ur.“ Þó urðu við­brögð sumra til þess að ég sætt­ist við að hafa orðið á þessi mis­tök því nú er hægt að læra af þeim, og kryfja nokkur þeirra:

Í fyrsta lagi ber að nefna hin klass­ísku Reykja­vík gegn lands­byggð­inn­i-við­brögð sem eru á afar lágu plani: „Í júní voru 23 nauðg­anir til­kynntar í Reykja­vík. Eigum við ekki að loka djamm­inu þar?“ Varð­andi töl­fræð­ina um 23 nauðg­anir í Reykja­vík er fínt að hafa í huga að upp­lýs­ing­arnar liggja fyrir af því að þær hafa verið birtar opin­ber­lega – þvert á það sem Páley ætl­aði sér. Með öðrum orðum þá er þessi fjöldi til umræðu af því að fjallað hefur verið um hann í frétt­um. Það eru víst 300.000 manns á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í júní. Um það bil einum af hverjum 13.000 er því nauðgað á mán­uði í höf­uð­borg­inni en í fyrra var um það bil einum af hverjum 3.200 nauðgað í Eyjum á einni helgi. Hvergi á Íslandi, eða nokk­urs staðar ann­ars stað­ar, er til full­komin við­bragðs­á­ætlun vegna kyn­ferð­is­brota, hvað þá for­varnir sem virka 100%. Land­spít­al­inn er með ákveðna við­bragðs­á­ætlun og Stígamót eru til­búin að taka við þolend­um. Hvernig farið er með kyn­ferð­is­af­brot í kerf­inu er síðan einn stór brand­ari því að ... (hef ég tíma til að útskýra það?). Rekstur KR, Vals og KF Mjaðm­ar­innar stendur ekki og fellur með djamm­inu í Reykja­vík. 

Nið­ur­staða: Öll kyn­ferð­is­brot eru ógeðs­leg. Ég er ekki #teamnauðg­aniríR­VK; Ég hef tjáð mig og mun tjá mig meira um kyn­ferð­is­brot og áreitni í Reykja­vík og ann­ars stað­ar. Hér eru til dæmis tvö dæmi um slíkt: 

Stelpu­stjarf­inn. Pist­ill Mar­grétar Erlu 4. nóv­em­ber 2015

Íslenskar Almanna­gjár. Pist­ill Mar­grétar Erlu 12. júní 2014

auk þess sem ég hef tjáð mig um að hafa verið byrlað nauðg­un­ar­lyf á Airwa­ves - og þarna er haft eftir mér: „Mér fannst mjög óþægi­legt að ein­hver gæti haft svona mikil áhrif á skynjun mína og með­vit­und og að það sé bara eitt­hvað „beisikk“ að „þetta ger­ist bara á svona hátíð­u­m“.“

Önnur við­brögð við mis­tök­unum sem mér varð á í útvarp­inu um dag­inn voru að spyrja mig hvernig mér dytti í hug að láta þessi orð út úr mér á RÚV. Í sann­leika sagt gerð­ist þetta í stund­ar­brjál­æði en það er auð­vitað engin afsök­un. Ég vildi samt óska þess að þau hefðu frekar fallið í pistli sem þessum eða í við­tali. Þau áttu ekki heima þarna. Kyn­ferð­is­brot eru ekki pólítískt mál, og að tjá sig um þau er ekki það sama og að dag­skrár­gerð­ar­mann­eskja á RÚV segi „hehehe Sig­mundur Davíð er nú meiri ha.“

Þriðju við­brögð sner­ust um for­eldra og ömmur og afa send­anda sem væru hneyksluð á mér. Við því á ég eitt svar: Stór­kost­legt að kyn­slóð­irnar séu að ræða kyn­ferð­is­brot. Þið megið og eigið að vera reið vegna smekklausra ummæla. Ég er til­búin að fleygja mér undir Herj­ólf fyrir þennan mál­stað. 

Samt ekki.

Fjórðu við­brögð sner­ust um hvað Stíga­mót væru „ómerki­legt batt­er­í.“ Strax á mið­viku­dags­kvöld­inu hitti ég þrjá Vest­manna­ey­inga sem héldu því fram að Stíga­mót hefðu heimtað ferða­kostn­að, svítu og algjört „prinsessutrít­ment“ fyrir að koma til Eyja. Sor­rí, ég skil það bara mjög vel ef satt er. Til að geta sinnt þolendum ofbeldis þarf að hvíl­ast vel á milli vakta. EN: Á sama sól­ar­hring bár­ust mér bæði tölvu­póstar og face­bookskila­boð um að Stíga­mót hefðu ALDREI sýnt því áhuga að koma. Ég veit ekki hvoru ég á að trúa, en kids, sam­ræmið þetta hjá ykk­ur. 

Fimmtu við­brögð sner­ust um það að þetta væri nú fyrst og fremst fjöl­skyldu­há­tíð. Hún er það alveg pott­þétt að ein­hverju leyti en ég efast um að meiri­hluti 15.-20.000 gest­ana séu sam­mála. Ég skal trúa því um leið og ég frétti af fjöl­skyldu sem gistir inni í Dal allar þrjár næt­urnar með minnst tvö börn undir tíu ára. Auð­vitað er allt fjöl­skyldunæs ef hægt er að segja bæbæ á skyn­sam­legum tíma og sofa í alvöru rúmi fjarri skarkala skemmt­ana­lífs­ins, baða sig og fara í þurra sokka. Ég hef sest niður með 9 ára frænku minni á Kaffi­barnum um eft­ir­mið­dag. Það þýðir ekki að Kaffi­bar­inn sé fjöl­skyldu­skemmti­staður og merktur „good for kids“ á Tripa­dvis­or.

Sjöttu við­brögð snú­ast um hvernig ég geti sagt þetta um Vest­manna­ey­inga. Ég þekki þetta fólk af góðu einu - elska bæj­ar­stjór­ann sem hatar lista­manna­laun en í sömu viku og hann tjáði sig um þau sam­þykkti bær­inn að splæsa vel í far­ar­kostnað fyrir lista­menn til að koma fram á Gos­loka­há­tíð og styrkja vel að öðru leyti. Takk fyrir mig og okk­ur! En svona í alvöru: Nauð­garar eru alls konar fólk. Þeir eru Vest­manna­ey­ing­ar, Reyk­vík­ingar og meira að segja Akur­eyr­ing­ar. Þetta er fólk sem á fjöl­skyld­ur, mætir í jóla­boð og fer með föt í hreins­un, ekki ein­hver ein­tómur skríll sem steypir botn­lausum TAL-­tjöldum yfir varn­ar­lausar kon­ur.  

Sjö­undu við­brögð voru þau að ég skildi ekki hvernig það væri að vera þol­andi kyn­ferð­is­of­beldis og hversu hræði­leg skömm fælist í því að þurfa að fara upp í bíl og bíða þar eftir fari heim með hinum þolend­un­um. Jú, ég skil það vel, sjá næstu klausu. Hins vegar benti mamma mín á (því að oft fær fólk ekki samúð með þolendum fyrr en sagt er ÞETTA ER DÓTTIR EÐA SONUR EIN­HVERS) að ef hún hefði leyft ung­anum sínum að fara á ein­hverja hátíð, vildi hún fá fréttir um ofbeld­is­verkin og fíkni­efna­brotin sem þar væru fram­in. Það er eng­inn að tala um að flytja fréttir af því að Mar­gréti Erlu, 32 ára hafi verið nauðgað kl. 1:05 á föstu­dags­kvöld, heldur bara eðli­lega upp­lýs­inga­gjöf. Og plís: Nið­ur­fell­ing kæru þýðir ekki að þol­andi hafi verið að ljúga.

Átt­undu við­brögð voru hin klass­ísku ÞAÐ ÞYRFTI NÚ BARA AÐ NAUÐGA ÞÉR. Ég fékk sam­tals fern svo­leiðis skila­boð tvö á feis­ar­anum og tvo tölvu­pósta, en þessi voru upp­á­halds því að þau kjarna þetta allt svo fal­lega, auk þess sem þau eru þau einu sem voru rétt skrif­uð:

Skilaboð - Margrét Maack

Kæri vin­ur, það er bara búið að því, fyrir 15 árum síð­an, og ekki hjálpar það mér til að halda kjafti í dag. Þess ber að geta að ég og nauð­gar­inn minn höfum farið yfir þetta mál og talað út um það. Hann hefur beðist afsök­unar og axlað ábyrgð. Þið sem senduð þetta eruð sjálfum ykkur til skammar og eyði­leggið fyrir öllum þeim Vest­manna­ey­ingum sem ég á eftir að matcha við á tinder í fram­tíð­inni og í guð­anna bænum ef þú ætlar að senda konum úti í bæ nauðg­un­ar­hót­an­ir, hættu að nota bleika fíl­inn sem prófíl­mynd.

Djamm- og djús­há­tíðir snú­ast um þrennt: Drekka, dópa og ríða. Mér finnst allt þetta bara mjög spenn­andi. Hins vegar er hræði­legt fyrir PR-ið ef neð­an­belt­is­gamanið kárn­ar. Þess vegna skynja ég svo afar heitt að ákvörðun um að geyma upp­lýs­ingar um kyn­ferð­is­brot sner­ist ekki um að vernda fórn­ar­lömb, heldur að bíða eftir að fallið yrði frá kærum – og því hægt að segja frá færri brotum en voru fyrst til­kynnt. Það væri nefni­lega svo baga­legt að sjá nafn hátíð­ar­innar og orðið „nauðg­un“ í sömu setn­ingu. Ég efast ekki um að Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum eigi allt sitt hæp skilið í ákveðnum kreðsum en það er orðið of seint. Í hug­unum í 101-píku­kúl­unni minni eru þessi hug­renn­ing­ar­tengsl til stað­ar:

Saga - Margrét Maack

Málið snýst þó ekki ein­göngu um Vest­manna­eyjar og við­brögðin þar. Versl­un­ar­manna­helgin og nauðg­anir eru fyrir löngu komin í sama hugs­ana­klasa í höfð­inu á mér. Þetta snýst um að það sé orðið sjálf­sagt að kyn­ferð­is­brot eigi sér stað þegar fólk komi saman til að skemmta sér og að enn finn­ist okkur of vand­ræða­legt að ræða þetta mál til að geta komið í veg fyrir brot­in, hvað þá hugað almenni­lega að þolend­um.  

Ég vona inni­lega að ég hafi rangt fyrir mér og eng­inn nauðgi um helg­ina, hvorki í Vest­manna­eyjum né ann­ars stað­ar. Og ef þér, kæri les­andi, verður nauðgað þá skemmir þú ekki partýið með því að til­kynna glæp­inn.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Frá blaðamannafundinum í gær. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er þriðji frá vinstri.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
25. júlí 2017
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None