Auglýsing

Dag­arnir lengd­ust og svo kom júní. Kulda­leið­rétt­ing síð­asta sum­ars er sann­ar­lega hafin með til­heyr­andi freknum og sól­ar­hangsi. Óli frændi minn hefur flutt skrif­stofu sína á bakka Vest­ur­bæj­ar­laug­ar­innar (mínus rottu­daga) og ferða­menn­irnir í flís­inu eru mætt­ir. Sama í hversu stórum borgum þeir búa hika þeir ekki við að stoppa ófor­var­endis úti á götu til að taka myndir af lit­ríkum húsum eða Hall­gríms­kirkju. Þeir fylla alla veit­inga­staði og kaffi­hús svo Þór Saari-inn sem blundar í okkur vaknar og fussar um að aldrei sé hægt að fá sæti. Samt vitum við innst inni að við Íslend­ingar trítum okkur svo sjaldan að það eru þessir ferða­menn sem halda stöð­unum upp­i.

Var­úð. Hér á eftir verður nokkrum sinnum sagt „ríða“

Það eru ekki þessir túristar sem ergja mig. Það eru nefni­lega ennþá að koma Dirty Week­end-t­úrist­ar. Aug­lýs­ingin var keyrð fyrir meira en ára­tug. Þegar ég opn­aði umræðu um þetta um dag­inn sagði vinur minn mér að aug­lýs­ingin „hefði ekki átt að vera um þetta“ heldur „hefði átt að vera fyrir pör til að sletta úr klauf­un­um“. Eitt­hvað hefur sú mark­aðs­­setn­ing mis­tek­ist.

„Öðk, ég hef nokkrum sinnum lent í útlend­ingum sem spyrja mig til veg­ar, telja sig ekki vita hvar hót­elið sitt sé. Þegar ég hef útskýrt fyrir þeim hvar hót­elið er þykj­ast þeir ekki skilja og bjóða mér að sýna sér hvar hót­elið sé, jafn­vel gegn því að ég fái mér drykk með þeim á hót­el­her­berg­inu. Drykkirnir á Íslandi eru jú, svo dýrir að maður getur ekki afþakkað svo gott boð? eða hvað... dæs

Auglýsing

Setta María

Inter­netið er fullt af het­erón­orma­tívum greinum um How to Score in Iceland og How to Land an Icelandic Beauty. Ég hef aldrei séð grein um hvernig á að næla sér í íslenskan strák. Ég fæ stundum gríð­ar­legt sam­visku­bit að vera ekki að leggja lóð mitt á vog­ar­skál­arn­ar. Kannski væri íslenska krónan mun sterk­ari ef ég hefði bara farið heim með öllum þessum dóna­köllum og lokað aug­unum og hugsað um Ísland.

„Mér líður stundum eins og þeir haldi að þeir hafi fengið aðgang að lík­ama mínum í kaup­bæti með flug­mið­an­um.“

Klara Arn­alds

Ég hef tvisvar látið færa mig til í flug­vél því að menn­irnir við hlið­ina á mér byrj­uðu strax í flug­inu. Einn frá New York, annar frá London. Ég hafði „þekkt“ þann fyrri í fjórar mín­útur þegar hann eig­in­lega heimt­aði að ég kæmi með honum inn á flug­vélakló­sett­ið. Hinn var örlítið opn­ari, þegar hann sá að umræða um að ríða mér féll ekki í góðan jarð­veg var hann til í „other beauti­ful girls like you“.

„Ég lendi mest í þeim þegar ég er að DJ-a þá byrja þeir að spyrja spurn­inga sem hver og einn djammari gæti svarað þeim og eftir það standa þeir og stara og byrja svo að segja óvið­eig­andi hlut­i.“

Sig­rún Skafta­dóttir

Það er mælt með því í bók­inni Bang Iceland að „króa stelpur af“ – úti­loka þær frá vinum sín­um. Stelpur sem starfa sem plötu­snúð­ar, eins og Sig­rún, eru þá þegar einar og kom­ast ekki í burtu. Starfs­stúlkur á bar hafa svip­aða sögu að segja. Að ganga í gegnum skemmti­staði á þessum tíma árs þýðir að hrasa um túristastand­pín­urnar sem ýtast í lærið á manni. Far­fugl­arnir bjóða öllum stelp­unum upp á skot. Fal­lega gert – en, ein greinin gefur einmitt þetta ráð: Hella þær full­ar. Það hlýtur ein­hver að bíta á. Ef ekki núna, þá ein­hver helluð gella í eft­irpar­tíi. Reyndar segir greinin líka að það sé ágæt­is­regla að fara ekki heim með stelpu sem er svo full að hún geti ekki haldið uppi sam­ræð­um. Takk. Takk fyrir til­lits­sem­ina. Og einn penni birtir statistík: Ef þú reynir við 46 stelpur mun ein þeirra fara með þér heim.

„Einn Banda­ríkja­maður sagði mér að hann hefði verið hérna í þrjá daga yfir helgi án þess að „fá að ríða“ og spurði mig hvað hann væri að gera rangt. Ég benti honum á að hér væri sam­koma fólks en ekki kyn­færa og sú vit­neskja gæti jafn­vel fleytt honum langt í þessu verk­efni sín­u.“

Gunnar Hrafn Jóns­son

Ráðið sem sár­vantar í þessar greinar er að þeir sem eiga í erf­ið­leikum með þetta á heima­velli eiga líka í basli ann­ars staðar í heim­in­um. Í partíi síð­ustu helgi ræddum við vin­irnir um að fara í bæinn. Við stelp­urnar nenntum því ekki. „Ég nenni ekki dirty week­end-­stemm­ing­unn­i.“ Strák­arnir furð­uðu sig á því að þetta væri í alvöru vanda­mál. Eftir útskýr­ingar og sög­ur, sem nota bene hver ein­asta stelpa átti, var ákveðið að sleppa bæj­ar­ferð­inni. Enda er það líka orðið þannig á sumum stöðum að ef Íslend­ingur álp­ast inn finnst túrist­unum eins og þeir hafi séð fágætt dýr í safa­ríferð. Þeir fylgj­ast með hverri hreyf­ingu og hugsa „Lets see how the Icelandic per­son parties“. Oft­ast snýst það um að snú­ast á hæl og fara beina leið út aft­ur.

„Tveir menn kynntu sig fyrir mér. Eftir að hafa sagt þeim hvað ég héti spurðu þeir hvort ég vildi koma með þeim í threesome. Þegar ég hafn­aði því kurt­eis­is­lega urðu þeir móðg­aðir og sögðu: „But wait – aren‘t you supp­osed to be, like, a slut?“

Unnur Egg­erts­dóttir

Ég held að þetta kvót sé mitt upp­á­halds, því að þetta er akkúrat stemm­ing­in. Þeir eru nefni­lega ekk­ert að eyða tíma í að heilla konu upp úr skón­um. Ég hef ekki enn fundið grein­ina sem gefur ráð­ið: KYNNTU ÞIG, OG SPURÐU SVO: VILTU RRRRR­RÍÐA? en flestir far­and­höstler­arnir sem ég hef átt sam­skipti við virð­ast hafa lesið þá grein. Sá skemmti­­staður sem setur upp skiltið „No Dirty Week­end Tourists Ple­a­se“ fær öll mín djamm­skipti í sum­ar. Ann­ars sjá­umst við bara á tjútt­inu í haust.

Kjaftæðið birt­ist í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None