Auglýsing

Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa eytt alla­vega 20 millj­ónum í aug­lýs­ingar í kosn­inga­bar­átt­unni. Það er mjög var­lega áætl­að, lík­lega er það miklu meira, bæði í fram­leiðslu og birt­ing­um. Það er ekk­ert til spar­að. Fótó­sjoppæf­ingin sem eitt sinn var þekkt sem smettið á Hall­dóri Hall­dórs­syni er á öllum stræt­is­vagna­skýlum í Reykja­vík. Líka á Sel­tjarn­ar­nesi og í Kópa­vogi. Svona bara ef ein­hver óákveð­inn villtur Reyk­vík­ingur skyldi sjá ljósið á meðan hann bíður eftir strætó.

Krullur úti um allt



Krull­urnar hans Dags B. Egg­erts­sonar eru all­stað­ar. Hverju götu­horni, hverri vef­síðu, útvarps­stöð, sjón­varps­stöð, flettiskilti og þar fram eftir göt­un­um. Ég held að stór hluti kjós­enda sé að kjósa krull­urnar en ekki hann. Þær eru meira að segja í sjón­varp­inu að þykj­ast kunna að keyra gröfu. Aug­lýs­ingin gefur til kynna að Dagur ætli per­sónu­lega að reisa þessar 3.000 íbúðir sem Sam­fylk­ingin hefur lof­að, með litlu gröf­unni sinni og þykku lokk­unum sín­um. Gott og bless­að.

En getur ein­hver sagt mér, hvaðan koma þessir pen­ing­ar? Hvar fá þessi fram­boð pen­ing­ana til þess að aug­lýsa svona? Varla er John Frieda eða Shockwave Wella að dæla þessu í Dag.

Konan mín er á fram­boðs­lista Bjartar fram­tíð­ar. Til sam­an­­­burðar get ég sagt frá því að kosn­inga­bar­átta BF kostar eitt­hvað aðeins undir 3,5 millj­ón­um. Allur pen­ing­ur­inn var tek­inn á yfir­drætti í banka og er Sig­urður Björn Blön­dal, odd­viti flokks­ins, í per­sónu­legri ábyrgð. Pen­ing­ana stendur svo til að end­ur­greiða með aur­unum sem Reykja­vík­ur­­­borg fær þeim flokkum sem kom­ast í borg­ar­stjórn (30 kleinur sem allir deila).

Á sama tíma held ég að Dögun sé að keyra sína kosn­inga­bar­áttu á góðum dósa­sjóði og að Alþýð­u­­fylk­ingin hafi verið með einn brak­andi fimm þús­und­kall til að klára dæm­ið. Miðað við sýni­leika þeirra í kosn­inga­bar­átt­unni má ætla að þessi seð­ill hafi ann­að­hvort týnst eða endað í spila­kassa. Píratar aftur á móti nota gjald­miðil sem við hin lík­leg­ast þekkjum ekki og eru hluti af hag­kerfi sem eng­inn skil­ur. Guð blessi þetta gengi og hálsa­kots-­skeggin þeirra.

Auglýsing

Það er eng­inn að segja mér að sömu heim­ili og sóttu um skulda­leið­rétt­ingu séu að ausa pen­ingum í þessa flokka. Bæði Hall­dór Hall­dórs­son og Dagur B. Egg­erts­son vita að hádeg­is­matur er aldrei ókeypis, og kosn­inga­fram­lög eru það enn síð­ur. Kjós­endur eiga rétt á því að vita hvaða fyr­ir­tæki, hags­muna­að­ilar og einka­fé­lög hafa verið að dæla í þá pen­ing­um. Kjós­endur eiga rétt á því að vita hverja er búið að blikka, hverjir hafa setið með í hádeg­is­mat og hverjir telja sig eiga til­kall til ákveð­inni hlunn­inda þegar kosn­ingum lýk­ur.

Júl­íus Víf­ill með 2,5 millj­ónir



í Reykja­vík Viku­blaði kemur fram að bara Júl­íus Víf­ill hafi fengið 2,5 millj­ónir frá ýmsum fyr­ir­tækjum fyrir próf­kjör sitt. Aðal­lega verk­tök­um. Hald­iði að Júl­íus fái þessa pen­inga því hann syngur svo fal­lega? Eða teng­ist það frekar setu hans í skipu­lags­ráði?

Þetta er quid pro quo. Það gerir eng­inn neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

Í raun er það ágætis regla að fylgj­ast með því hverjir augýsa mest og sneiða svo fram­hjá þeim fram­boð­um. Því sem kjós­andi hefur maður ekki hug­mynd um hvers konar far­angur þau taka með sér inn í Ráð­hús­ið. Að minnsta kosti ekki fyrr en eftir kosn­ing­ar.

Hægt að kaupa atkvæði á ýmsa vegu



Það eru margar leiðir til að kaupa atkvæði aðrar en að lofa fólki nið­ur­fell­ingu á skuldum sín­um. Vinstri græn eru eig­in­lega á sömu Fram­sókn­ar­línu um ein­hvern popúl­ískan sós­í­al­isma þegar þau lofa gjald­frjálsum leik­skóla. Það þarf að efla inn­viði leik­skóla í Reykja­vík, mögu­lega þarf einka­fram­takið að eiga þar skrens. Og hvaða rökvilla er að líkja þessu við grunn­skól­ann? Eru ekki allir nokkuð sam­mála að grunn­skóla­stigið mætti alveg við meiri­háttar upp­færslu? Þetta er þessi und­ar­lega lenska vinstri manna, að heimta að allir hafi það jafn skítt, í stað þess að allir hafi það jafn gott.

En versta leiðin á atkvæða­mark­aðnum er sú að höfða til lægsta sam­nefn­ar­ans. Að daðra við inn­flytj­enda­hatur og heim­ótt­ar­skap og láta eins og frjáls­lynt sam­fé­lag á norð­ur­­slóðum rúmi ekki hvaða trú­ar­brögð sem er. Kannski er ágætt að odd­viti Fram­sóknar hafi viðrað þessar hug­mynd­ir, til þess að und­ir­strika hversu lítið erindi hún á í borg­ar­stjórn og til að draga allar þessar rottur fram úr fylgsnum sín­um. Núna vitum við að minnsa kosti hvar við eigum að leggja gildr­urnar og því miður gæti for­sæt­is­ráðu­neytið verið á list­an­um.

Skemmti­legra og betra sam­fé­lag



Það má vel vera að það sé gam­al­dags og asna­legt að gefa trú­fé­lögum lóð­ir. Þeim lögum má þá bara breyta á Alþingi. En ég held að moska múslima, hof ása­trú­ar­manna, kirkja rúss­neska rétt­trún­að­ar­ins og búdda­höllin verði til þess að draga úr for­dóm­um, svala for­vitni og gera sam­fé­lagið fjöl­breytt­ara, lit­rík­ara og skemmti­legra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None