Auglýsing

Sið­rofið nálg­ast við takt­fastan slátt­inn sem heyr­ist þegar höfðum er slegið sam­an; menn skalla eldri borg­ara, konur skalla börn, fólk í IKEA skallar hvert ann­að.

Ein­hverjir segja að 2007 sé að koma aft­ur. Ég vona það. Ég á í alvör­unni sjö flíkur og enga pen­inga. Ég segi fólki að ég sé á milli stærða en í raun er ég bara að bíða eftir annarri lána­bólu svo að bank­inn gefi mér aftur yfir­drátt svo ég geti krítað út gjald­eyr­is­heftar galla­bux­ur. Sturlunin er samt önnur – ferskari. Í stað­inn fyrir að glæpa­menn kaupi banka og þræla­vinnu­tísku­versl­anir á Oxford Street mokar ríkið ókeypis pen­ingum ofan í kjaft­inn á yfir­skuld­settum Garð­bæ­ingum á meðan við hin liggjum undir mat­ar­borð­inu og rekum út tung­una eins og prólaps­aðan anus (plís ekki gúgla það) í von um að fá smá bita af oblát­unni. Það var ein­hvern veg­inn meiri reisn í bólunni en þessu hring­rúnki.

Ég er búinn að sækja um leið­rétt­ingu. Ég á reyndar hvorki íbúð né bíl, hef held ég aldrei tekið lán í öðrum gjald­miðli og er ennþá ekki alveg viss um hvað verð­trygg­ing er; ég er í raun full­kom­lega eigna­laus ef frá er talið skúffu­­fyr­ir­tæki í engum rekstri sem þrátt fyrir það skilar gríð­ar­legu tapi árlega sökum van­gold­inna greiðslna í Fram­kvæmda­sjóð aldr­aðra. Ég er því ekki að sækja um leið­rétt­ingu af því að mér finn­ist ég eiga skilið að fá hana. Alls ekki. Ég ein­fald­lega skil ekki almenni­lega út á hvað hún gengur og beiti því sömu leikja­fræði og graða kyn­slóðin á Tind­er: hendi út öllum önglum og vona að eitt­hvað bíti á. Og af hverju ekki? Allir hinir trúð­arnir eru að fara að gera það. Það vilja allir vinna í 80 millj­arða króna vit­firr­inga­lottó­inu.

Auglýsing

Við erum svo spennt yfir ávís­un­inni að við nennum ekki einu sinni að vinna leng­ur. Kenn­arar nenna ekki að kenna, sjúkra­liðar nenna ekki að hjúkra, ljós­mæður nenna ekki að klippa, flug­menn nenna ekki að fljúga. Reyndar virð­ist Alþingi geta sett lög á aum­ingja­dóm ákveð­inna stétta ef leti þeirra stefnir öryggi almenn­ings í hættu. Í til­felli flug­manna var það metið þannig að stöðugt flæði breskra vísi­tölu­­fjöl­skyldna í yfir­þyngd inn í landið væri stærra örygg­is­­­at­riði en verk­falls­réttur starfs­manna einka­­fyr­ir­tækis sem hagn­að­ist um átta millj­arða á síð­asta ári. Guð forði okkur frá því að þessir sál­ar­lausu skjala­­skápar sem þeir kalla mið­bæj­ar­hótel standi auð einni gistinótt leng­ur.

Sumir vilja meina að flug­menn séu oflaun­aðir rútu­bíl­stjórar sem nú þegar fái stærri tékka en flest okkar munu nokkurn tím­ann sjá og skiln­ings­leysi almenn­ings á aðgerðum þeirra er reyndar svo mikið að starfs­menn á þjón­ust­u­­borði Icelandair voru bók­staf­lega grýttir af far­þegum – eins og lang­ar, illa loft­ræstar fret­fýlu­biðraðir heyri undir ein­hvers konar sjar­í­a­lög. Mér finnst per­sónu­lega ákveðið örygg­is­sjón­ar­mið í því að það sé ekki gríð­ar­lega gramur og yfir­vinnu­bug­aður ein­stak­lingur að stýra 800 tonnum af stáli, áli, elds­neyti og kjöti á 900 km hraða í 30.000 feta hæð á meðan hann þrætir við þjón­ustu­full­trúa hjá Hrað­pen­ing­um. En það má ekki stöðva hjól atvinn­u­lífs­ins, heldur á fólk bara að þegja og draga þau áfram með múl­inn milli tann­ana. Það er þjóð­ar­sátt­in.

Í allri græðg­is- og kjaftæð­is­móð­unni má vart greina að það séu að koma kosn­ing­ar. Það er eins og allir hafi gef­ist upp eftir að Guðni hætti við. Ætli það beri ekki ágætt vitni um góðan rekstur borg­ar­innar að það virð­ist eng­inn neitt hafa að segja nema fram­sókn­ar­menn sem geta ekki keypt sér atkvæði þrátt fyrir að hafa bók­staf­lega mal­bikað flug­braut á B-ið sitt og viðrað rök­studdan ótta sinn við arab­íska drauga­byggð í Vatns­mýr­inni. Eina eft­ir­tekt­ar­verða út­­spilið hingað til kemur frá Ungum sjálf­stæð­is­­mönn­um, sem hafa ákveðið að taka málin í sínar eigin hendur og slá skjald­borg um djam­mið og segja unga fólk­inu að allt dóm­greind­ar­­laus­asta og besta fyll­er­í­skyn­lífið eigi sér stað handan við hálf fimm, enda voru flestir þeir sem eru að kom­ast á kosn­inga­aldur getnir í bak­her­bergi á Skugga­barn­um.

Ég syrgi það að Björn Jón Braga­son hafi ekki náð að klífa ofar á lista og fengið umboð til þess að standa á miðjum Lauga­veg­inum í brúna Indi­ana Jones-­leð­ur­jakk­anum sínum með tímareim úr Skoda Oct­a­via í hönd, písk­andi niður froðu­fellandi hjól­reiða­menn sem gera aðsúg að einka­bíln­um. 50 stig ef hann nær Auði Har­alds.

Ég er miklu spennt­ari fyrir næstu alþing­is­kosn­ingum nú þegar stjórn­mála­flokkum fjölgar næstum því jafn­hratt og línu­legum sjón­varps­stöðv­um. Hægri væng­ur­inn er loks­ins að fylgja for­dæmi félags­hyggju­fólks­ins og splundr­ast í sífellt verr skil­greindar stjórn­mála­sell­ur. Á öðrum vængnum eru menn eins og Þor­steinn Páls­son og Sveinn Andri, sem hafa ákveðið að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé of sturl­aður fyrir þá, og á hinum end­anum eru önd­veg­is­menn á borð við Jón Val Jens­son og Snorra í Bet­el, sem finnst flokk­ur­inn ekki vera nándar nærri nógu sturl­að­ur. Þeir hafa ákveðið að leiða saman sína illa upp­lýstu og hat­urs­fullu aft­ur­halds­hesta og stofnað alvöru kristi­legan þjóð­ern­is­flokk þar sem þeir hafa loks­ins vett­vang til þess að viðra skoð­anir sínar á útlend­ing­um, fóst­ur­eyð­ing­um, les­b­íum, hommum og þá sér­stak­lega enda­þarms­­mök­um. Ég vona því að þeir taki því tvö­falt per­sónu­lega þegar ég bið þá um að fara í rass­gat. Prólaps­að.

Það er nefni­lega það skásta við þetta drasl-lýð­ræði; mátt­ur­inn til þess að segja fávitum að fara í rass­gat. Ég hangi á því þangað til mennt­aða ein­veldið kemur og bjargar okkur öllum frá okkur sjálf­um.

Og hvar er svo hel­vítis flug­vél­in?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None