Ballaðan um Brynjar Níelsson

Auglýsing

Ég kann vel við Brynjar Níels­son. Ég hef samt bara spjallað við hann einu sinni. Minnir mig. Þegar ég starf­aði á Alþingi sett­ist Brynjar einu sinni hjá mér í mötu­neyt­inu. Ég sat einn við borð og var svo­lítið eins og nýi lúð­inn í skól­an­um. Þetta var samt á Alþingi þannig að ég var umkringdur lúðum og var sjálfur frekar töff.

Áður en hann sett­ist hjá mér þennan dag höfðu sam­skipti okkar farið þannig fram að hann gekk reglu­lega upp að borð­inu mínu í mötu­neyt­inu og sagði: „Ég elska unnar kjöt­vör­ur.“ Mögu­lega fyr­ir­sjá­an­leg­ustu orð sem hann gat raðað sam­an. Samt fynd­in. Við spjöll­uðum smá saman þennan dag, ég og Brynj­ar. Við töl­uðum um hitt og þetta tengt póli­tík, ég man ekki alveg hvað. Ég man bara að við vorum frekar sam­mála um flest — sem þýðir að ég er frekar með á hreinu hvað við töl­uðum ekki um.

Ég hugsa stundum um þennan dag þegar Brynjar hæð­ist að Pírötum fyrir að vilja laga tenn­urnar í fátæku fólki. Eða þegar hann segir að jákvæðni fari í taug­arnar á sér. Mig langar nefni­lega að skilja Brynjar Níels­son. Hann er alls ekki vit­laus en ég held að hann sé samt mjög ein­faldur per­sónu­leiki. Svona náungi sem má ekki missa af tíu­frétt­unum, á í mesta lagi tvær peysur (í tveimur svip­uðum lit­um) sem hann notar utan­ vinn­unn­ar og drekk­ur Becks —ekki vegna þess að hann er bragð­góð­ur, heldur vegna þess að hann hefur alltaf gert það.

Auglýsing

Á Face­book-­síðu sinni í vik­unni sagð­ist hann þjást af kvíða og dep­urð. Í sömu færslu gerði hann grín að stefnu­málum Pírata ásamt því að brenna í huga fólks mynd af sveittum fóta­að­gerða­fræð­ingum skafa lík­þorn af iljum hans og bróður síns. Færslan er stutt, mein­fýsin og svo­lítið fyndin en ég held hún sé merk­ing­ar­þrungn­ari en hún virð­ist í fyrstu.

Ég er ekki sál­fræð­ingur en getur verið að innra með Brynj­ari búi lít­ill, dapur drengur sem notar háð og hroka í sam­skiptum við póli­tíska and­stæð­inga þegar kvíð­inn sækir á? Getur verið að ásjóna Brynjars, sem birt­ist okkur í fjöl­miðl­um, sé lirfa sem hefur búið til púpu utan um sig og bíður þess að springa út sem auð­mjúkt og und­ur­fag­urt fiðr­ildi — laust við for­dóma og hroka í garð þeirra sem berj­ast fyrir kven­frelsi og nið­ur­greiddum tann­lækn­ing­um?

Það sem skortir í íslenska póli­tík er nefni­lega auð­mýkt og Brynjar Níels­son er einn af hold­gerv­ingum póli­tíkur sem snýst um átök frekar en sam­ræðu. Stjórnun frekar en þjón­ustu. Hann er alveg pott­þétt að vinna vinn­una sína en getur ekki fyrir sitt litla líf svarað póli­tískum and­stæð­ingum opin­ber­lega án hroka og háðs. Við lesum til­svör Brynjars á vef­miðlum en hroki stjórn­mál­anna birt­ist meðal ann­ars þannig að sumum finnst skrýtið að fólk vilji vita dag­setn­ingu kosn­inga, sem eiga að fara fram í haust og voru boð­aðar ein­hvern tíma í sum­ar. 

Ég er ekki viss um að við fáum nokkurn tíma að sjá fiðr­ildið Brynjar Níels­son. Vissu­lega glitti í það þegar hann fékk stjórn­laust hlát­ur­skast á RÚV eftir að hann var inn­t­ur eft­ir svör­um um hvernig hann tæki því að hafa ekki verið val­inn inn­­an­­rík­­is­ráð­herra. Og innslagið stór­kost­lega um hversu auð­velt það er að bregða honum afhjúpaði í skamma stund Brynjar við­kvæm­ari og ein­læg­ari en við eigum að venj­ast. En ég hugsa að við munum ekki kom­ast lengra inn í púp­una. For­herð­ingin er of mikil þó hár­beittur húmor­inn sé eflaust þykkasta lag­ið. 

Brynjar er nefni­lega drullu­fynd­inn en í hvert skipti sem það glittir í fiðr­ildið þá stoppar hann í gatið með því að full­yrða að maður eins og Davíð Odds­son yrði góður for­seti. Eða segir að prestar Þjóð­kirkj­unnar valdi honum von­brigðum vegna þess að þeir reyndu að hjálpa fólki sem gat ekki hjálpað sér sjálft.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None