Ballaðan um Brynjar Níelsson

Auglýsing

Ég kann vel við Brynjar Níels­son. Ég hef samt bara spjallað við hann einu sinni. Minnir mig. Þegar ég starf­aði á Alþingi sett­ist Brynjar einu sinni hjá mér í mötu­neyt­inu. Ég sat einn við borð og var svo­lítið eins og nýi lúð­inn í skól­an­um. Þetta var samt á Alþingi þannig að ég var umkringdur lúðum og var sjálfur frekar töff.

Áður en hann sett­ist hjá mér þennan dag höfðu sam­skipti okkar farið þannig fram að hann gekk reglu­lega upp að borð­inu mínu í mötu­neyt­inu og sagði: „Ég elska unnar kjöt­vör­ur.“ Mögu­lega fyr­ir­sjá­an­leg­ustu orð sem hann gat raðað sam­an. Samt fynd­in. Við spjöll­uðum smá saman þennan dag, ég og Brynj­ar. Við töl­uðum um hitt og þetta tengt póli­tík, ég man ekki alveg hvað. Ég man bara að við vorum frekar sam­mála um flest — sem þýðir að ég er frekar með á hreinu hvað við töl­uðum ekki um.

Ég hugsa stundum um þennan dag þegar Brynjar hæð­ist að Pírötum fyrir að vilja laga tenn­urnar í fátæku fólki. Eða þegar hann segir að jákvæðni fari í taug­arnar á sér. Mig langar nefni­lega að skilja Brynjar Níels­son. Hann er alls ekki vit­laus en ég held að hann sé samt mjög ein­faldur per­sónu­leiki. Svona náungi sem má ekki missa af tíu­frétt­unum, á í mesta lagi tvær peysur (í tveimur svip­uðum lit­um) sem hann notar utan­ vinn­unn­ar og drekk­ur Becks —ekki vegna þess að hann er bragð­góð­ur, heldur vegna þess að hann hefur alltaf gert það.

Auglýsing

Á Face­book-­síðu sinni í vik­unni sagð­ist hann þjást af kvíða og dep­urð. Í sömu færslu gerði hann grín að stefnu­málum Pírata ásamt því að brenna í huga fólks mynd af sveittum fóta­að­gerða­fræð­ingum skafa lík­þorn af iljum hans og bróður síns. Færslan er stutt, mein­fýsin og svo­lítið fyndin en ég held hún sé merk­ing­ar­þrungn­ari en hún virð­ist í fyrstu.

Ég er ekki sál­fræð­ingur en getur verið að innra með Brynj­ari búi lít­ill, dapur drengur sem notar háð og hroka í sam­skiptum við póli­tíska and­stæð­inga þegar kvíð­inn sækir á? Getur verið að ásjóna Brynjars, sem birt­ist okkur í fjöl­miðl­um, sé lirfa sem hefur búið til púpu utan um sig og bíður þess að springa út sem auð­mjúkt og und­ur­fag­urt fiðr­ildi — laust við for­dóma og hroka í garð þeirra sem berj­ast fyrir kven­frelsi og nið­ur­greiddum tann­lækn­ing­um?

Það sem skortir í íslenska póli­tík er nefni­lega auð­mýkt og Brynjar Níels­son er einn af hold­gerv­ingum póli­tíkur sem snýst um átök frekar en sam­ræðu. Stjórnun frekar en þjón­ustu. Hann er alveg pott­þétt að vinna vinn­una sína en getur ekki fyrir sitt litla líf svarað póli­tískum and­stæð­ingum opin­ber­lega án hroka og háðs. Við lesum til­svör Brynjars á vef­miðlum en hroki stjórn­mál­anna birt­ist meðal ann­ars þannig að sumum finnst skrýtið að fólk vilji vita dag­setn­ingu kosn­inga, sem eiga að fara fram í haust og voru boð­aðar ein­hvern tíma í sum­ar. 

Ég er ekki viss um að við fáum nokkurn tíma að sjá fiðr­ildið Brynjar Níels­son. Vissu­lega glitti í það þegar hann fékk stjórn­laust hlát­ur­skast á RÚV eftir að hann var inn­t­ur eft­ir svör­um um hvernig hann tæki því að hafa ekki verið val­inn inn­­an­­rík­­is­ráð­herra. Og innslagið stór­kost­lega um hversu auð­velt það er að bregða honum afhjúpaði í skamma stund Brynjar við­kvæm­ari og ein­læg­ari en við eigum að venj­ast. En ég hugsa að við munum ekki kom­ast lengra inn í púp­una. For­herð­ingin er of mikil þó hár­beittur húmor­inn sé eflaust þykkasta lag­ið. 

Brynjar er nefni­lega drullu­fynd­inn en í hvert skipti sem það glittir í fiðr­ildið þá stoppar hann í gatið með því að full­yrða að maður eins og Davíð Odds­son yrði góður for­seti. Eða segir að prestar Þjóð­kirkj­unnar valdi honum von­brigðum vegna þess að þeir reyndu að hjálpa fólki sem gat ekki hjálpað sér sjálft.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None