Ég kann vel við Brynjar Níels­son. Ég hef samt bara spjallað við hann einu sinni. Minnir mig. Þegar ég starf­aði á Alþingi sett­ist Brynjar einu sinni hjá mér í mötu­neyt­inu. Ég sat einn við borð og var svo­lítið eins og nýi lúð­inn í skól­an­um. Þetta var samt á Alþingi þannig að ég var umkringdur lúðum og var sjálfur frekar töff.

Áður en hann sett­ist hjá mér þennan dag höfðu sam­skipti okkar farið þannig fram að hann gekk reglu­lega upp að borð­inu mínu í mötu­neyt­inu og sagði: „Ég elska unnar kjöt­vör­ur.“ Mögu­lega fyr­ir­sjá­an­leg­ustu orð sem hann gat raðað sam­an. Samt fynd­in. Við spjöll­uðum smá saman þennan dag, ég og Brynj­ar. Við töl­uðum um hitt og þetta tengt póli­tík, ég man ekki alveg hvað. Ég man bara að við vorum frekar sam­mála um flest — sem þýðir að ég er frekar með á hreinu hvað við töl­uðum ekki um.

Ég hugsa stundum um þennan dag þegar Brynjar hæð­ist að Pírötum fyrir að vilja laga tenn­urnar í fátæku fólki. Eða þegar hann segir að jákvæðni fari í taug­arnar á sér. Mig langar nefni­lega að skilja Brynjar Níels­son. Hann er alls ekki vit­laus en ég held að hann sé samt mjög ein­faldur per­sónu­leiki. Svona náungi sem má ekki missa af tíu­frétt­unum, á í mesta lagi tvær peysur (í tveimur svip­uðum lit­um) sem hann notar utan­ vinn­unn­ar og drekk­ur Becks —ekki vegna þess að hann er bragð­góð­ur, heldur vegna þess að hann hefur alltaf gert það.

Auglýsing

Á Face­book-­síðu sinni í vik­unni sagð­ist hann þjást af kvíða og dep­urð. Í sömu færslu gerði hann grín að stefnu­málum Pírata ásamt því að brenna í huga fólks mynd af sveittum fóta­að­gerða­fræð­ingum skafa lík­þorn af iljum hans og bróður síns. Færslan er stutt, mein­fýsin og svo­lítið fyndin en ég held hún sé merk­ing­ar­þrungn­ari en hún virð­ist í fyrstu.

Ég er ekki sál­fræð­ingur en getur verið að innra með Brynj­ari búi lít­ill, dapur drengur sem notar háð og hroka í sam­skiptum við póli­tíska and­stæð­inga þegar kvíð­inn sækir á? Getur verið að ásjóna Brynjars, sem birt­ist okkur í fjöl­miðl­um, sé lirfa sem hefur búið til púpu utan um sig og bíður þess að springa út sem auð­mjúkt og und­ur­fag­urt fiðr­ildi — laust við for­dóma og hroka í garð þeirra sem berj­ast fyrir kven­frelsi og nið­ur­greiddum tann­lækn­ing­um?

Það sem skortir í íslenska póli­tík er nefni­lega auð­mýkt og Brynjar Níels­son er einn af hold­gerv­ingum póli­tíkur sem snýst um átök frekar en sam­ræðu. Stjórnun frekar en þjón­ustu. Hann er alveg pott­þétt að vinna vinn­una sína en getur ekki fyrir sitt litla líf svarað póli­tískum and­stæð­ingum opin­ber­lega án hroka og háðs. Við lesum til­svör Brynjars á vef­miðlum en hroki stjórn­mál­anna birt­ist meðal ann­ars þannig að sumum finnst skrýtið að fólk vilji vita dag­setn­ingu kosn­inga, sem eiga að fara fram í haust og voru boð­aðar ein­hvern tíma í sum­ar. 

Ég er ekki viss um að við fáum nokkurn tíma að sjá fiðr­ildið Brynjar Níels­son. Vissu­lega glitti í það þegar hann fékk stjórn­laust hlát­ur­skast á RÚV eftir að hann var inn­t­ur eft­ir svör­um um hvernig hann tæki því að hafa ekki verið val­inn inn­­an­­rík­­is­ráð­herra. Og innslagið stór­kost­lega um hversu auð­velt það er að bregða honum afhjúpaði í skamma stund Brynjar við­kvæm­ari og ein­læg­ari en við eigum að venj­ast. En ég hugsa að við munum ekki kom­ast lengra inn í púp­una. For­herð­ingin er of mikil þó hár­beittur húmor­inn sé eflaust þykkasta lag­ið. 

Brynjar er nefni­lega drullu­fynd­inn en í hvert skipti sem það glittir í fiðr­ildið þá stoppar hann í gatið með því að full­yrða að maður eins og Davíð Odds­son yrði góður for­seti. Eða segir að prestar Þjóð­kirkj­unnar valdi honum von­brigðum vegna þess að þeir reyndu að hjálpa fólki sem gat ekki hjálpað sér sjálft.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiKjaftæði