Ég gleymi því aldrei þegar ég sá hana fyrst. Það var aðfanga­dags­kvöld, mögu­lega fyrsta aðfanga­dags­kvöld tíunda ára­tug­ar­ins, ég er ekki alveg með það á hreinu, en hún var það fal­leg­asta sem ég hafði augum litið — og hún var mín. Þegar ég stakk honum inn … æi, þetta er lélegt djók og eig­in­lega fyrir neðan mína virð­ingu. Byrjum upp á nýtt. Ég er sem­sagt að tala um NES-­tölv­una sem ég fékk í jóla­gjöf frá for­eldrum mínum 1990-og-eitt­hvað.

Jap­anski tölvu­leikj­aris­inn Nin­tendo hefur alltaf haft vald yfir mér. Ég man eftir mér rauð­hærðum og lúða­leg­um, að öllum lík­indum með skott, hand­fjatlandi sam­loku­tölvu­spil fyr­ir­tæk­is­ins með mys­ings­meng­uðum barns­fingr­um. Ég rað­aði kössum með gler­flöskum á færi­band, frels­aði prinsessur úr haldi óðra apa og lagði stund á staf­ræna garð­rækt. Var aldrei sér­stak­lega flinkur en þetta var skárra en að leika sér úti.

Eftir nokk­urra ára spik­söfnun í boði Nin­tendo gekk svo fyrr­nefndur ára­tugur í garð. Þó ég sé upp­al­inn í Garða­bænum var ég aldrei hið dæmi­gerða dek­ur­barn. Þess vegna átti ég ekki nema þrjá eða fjóra leiki í Nes­ið. Náði ótrú­legum árangri í Super Mario 1 og 3, var fínn í Ski or Die og skít­sæmi­legur í Micro Machines. Fljót­lega fór ég þó að sýna öðrum og full­orð­ins­legri hlutum áhuga*.

Auglýsing

Í dag, rúm­lega tveimur ára­tug­um, 20 leigu­í­búðum og 200 hræði­legum lág­launa­störfum síð­ar, er ég loks­ins orð­inn full­orð­inn. Á eigin íbúð, finnst gaman í vinn­unni, nýt þess að vera í faðmi konu og barna á kvöld­in, fer í IKEA um helgar (sjálf­vilj­ug­ur) og sauð meira að segja mitt fyrsta ýsuflak í gær. Já, líf mitt er sann­ar­lega ljóm­andi, fyrir utan það að ég hef enn ekki náð Nin­tendo–kíló­unum af mér.

Ég hljóma kannski bit­ur, en ég kenni Nin­tendo um hvern ein­asta snakk­poka, hvern ein­asta snúð og hverja ein­ustu tertu­sneið sem ég hef lúðrað í mig und­an­farin 30 ár. Ljós­myndir af mér segja allt sem segja þarf. Þær sem voru teknar áður en ég villt­ist inn í undra­ver­öld Nin­tendo sýna heil­brigt og spengi­legt barn. Myndir teknar síðar sýna eitt­hvað sem minnir minna á barn og meira á nýupp­blásna 17. jún­í-blöðru. Sök Nin­tendo er óum­deil­an­leg og því er það nokkuð írónískt að nýtil­komið þyngd­ar­tap mitt sé fyr­ir­tæk­inu að stórum hluta að þakka.

Eftir að snjall­síma­leik­ur­inn Poké­mon Go tók sér ból­festu í sím­anum mínum hefur lýsið runnið af mér í stríðum straum­um. Leik­ur­inn virkar þannig, fyrir þá sem þekkja ekki fyr­ir­bærið, að því meira sem þú labb­ar, því betri árangri nærðu í leikn­um. Ef þú situr bara heima í sóf­anum þá ger­ist ekki neitt. Á rétt tæpum tveimur mán­uðum hef ég gengið tæpa 200 kíló­metra í leit að japönskum furðu­skepnum með nöfn á borð við Snor­lax, Jynx og Jigglypuff. Barist um yfir­ráð** yfir svoköll­uðum „lík­ams­rækt­ar­stöðv­um“ sem bera enn und­ar­legri nöfn. „Helgi Hóse­as­son“ er stöð sem ég stunda grimmt, „Ei­ríkur Hjart­ar­son hóf hér skóg­rækt“ er önn­ur.

Mark­hópur leiks­ins er sagður vera fólk á öllum aldri, en stað­reyndin er sú að flestir Poké­mon-­spil­arar eru á grunn- og fram­halds­skóla­aldri. Mér hefur því oft liðið eins og dóna­karli þegar ég rekst á ung­menni af holdi og blóði í þessum leið­öngrum mín­um. Ég sé yfir­leitt strax hvað þau eru að gera, von­andi gera þau slíkt hið sama.

En núna er skól­inn byrj­að­ur. Börnin hafa ein­fald­lega ekki lengur tíma til að veiða Poké­mona allan dag­inn, og mögu­lega er áhug­inn eitt­hvað búinn að minnka (hvað segið þið um nýyrðið „veiði­leið­i“?). Hagur minn í leiknum hefur alla­vega vænkast tölu­vert und­an­farnar vik­ur. Mér sýn­ist reyndar að not­enda­hóp­ur­inn sé núna aðal­lega sam­settur af hálf­mið­aldra fólki eins og mér. Konum sem vilja í kjól­inn fyrir jólin og körlum sem þykj­ast vera að þessu fyrir börnin sín — og trúa því meira að segja sjálf­ir.

Ég er að þessu fyrir sjálfan mig. Hlæðu bara! Ég er kom­inn á level 24, legg klukku­tíma fyrr af stað í vinn­una og fer lengri leiðir á alla áfanga­staði. Hættur að fara út í sjoppu. Lýg því núna að ég sé að fara út í sjoppu og fer í labbitúr í stað­inn. Blóð­þrýst­ing­ur­inn eins og hjá Annie Mist (heim­il­is­lækn­ir­inn minn sagði þetta í alvöru) og næsta sumar mun ég spóka mig dag­lega í Naut­hóls­vík, kannski ekki skor­inn eins og grískur guð, en að minnsta kosti með vel ásætt­an­legan dad bod — og mína eigin lík­ams­rækt­ar­stöð í vas­an­um.

* Ég teikn­aði einu sinni mynd af alls­berri konu vegna þess að ég þorði ekki að eiga klám­blöð eins og vinir mín­ir. Og nei, ég teikna ekki vel. Ég vildi bara að deila þessu með ykkur vegna þess að ég asnað­ist til að segja ein­hverjum þessa sögu um dag­inn og ég vil ekki að þið heyrið þetta ann­ars stað­ar.

** Áfram gul­ir!

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiKjaftæði