Auglýsing

Þetta er ekk­ert sér­stak­lega skemmti­legt kjaftæði. Eig­in­lega meira eins og aðsent bréf í Heim­ili og skóla. Hvað um það, þetta er mitt kjaftæði og ég ræð. Frjálst land. Sorrí að ég sé til.

Nauðg­un.

Ég man ekki hvenær eða hvernig nauðgun var útskýrð fyrir mér í fyrsta sinn. Ég man hins vegar að ég mál­aði mynd í hausnum á mér af ófrýni­legum körlum sem drógu ókunn­ugar konur inn í dimm húsa­sund. Ég vissi fyrir að Stein­grímur Njáls­son væri vondur maður sem gerði ógeðs­lega hluti við börn sem hlupu ekki nógu hratt undan hon­um, bollur eins og mig. Myndin sem ég sá af honum í DV er brennd í heil­ann á mér að eilífu, rétt eins og DVD–skjá­hvílan á gamla sjón­varp­inu mínu. Af og til dreymdi mig Stein­grím meira að segja. Hann var að horfa á mig þvo mér með stóru sápu­stykki og tal­aði eins og Bessi Bjarna­son í hlut­verki Mikka refs. Já, þessar upp­lýs­ingar hjálp­uðu mér nákvæm­lega ekki neitt. Án þess að ég viti nokkuð um lík­am­legt hreysti Stein­gríms Njáls­sonar á 9. ára­tugnum þá gef ég mér það að hann hafi getað hlaupið hraðar en flest börn.

Auglýsing

Í síð­ustu viku las ég fjöld­ann allan af frá­sögnum kvenna á Twitt­er–­reikn­ingi Hildar Lilli­endahl. Þær sögðu frá fyrsta kyn­ferð­is­brot­inu sem þær urðu fyr­ir. Takið eftir … fyrsta. Af mörg­um. Það er auð­vitað algjör geggjun en núna finnst mér ég þurfa að slá nokkra varnagla. Það er eng­inn að segja að allar konur hafi orðið fyrir þess­ari reynslu, eða að aðeins konur hafi orðið fyrir þess­ari reynslu. Já, karl­mönnum er líka nauðgað (hæ, kommenta­kerf­i!) og stundum meira að segja af kon­um. Já, konur eru færar um að ljúga. Karlar líka. Og stundum falla arma­dill­óar af himnum ofan í Texas. En burt séð frá öllu þessu þá eru flestir kyn­ferð­is­af­brota­menn karlar og flestir þolendur kon­ur.

Lang­fæstir kyn­ferð­is­af­brota­menn eru hins vegar ógeðs­legir karlar sem fela sig í dimmum húsa­sundum og lang­fæstir þolendur eru ókunn­ugar kon­ur. Sög­urnar sem við höfum öll heyrt, um nauð­gara­gengi með botn­laus tjöld á úti­há­tíð­um, eru und­an­tekn­ing­ar. Algeng­ustu brotin eru framin af venju­legum karl­mönnum og oft­ast gegn konum sem þeir þekkja.

Ég á son og stjúp­son. „Mikið er ég nú feg­inn að eiga stráka,“ er hugsun sem hefur hvarflað að mér, ég við­ur­kenni það. Minni líkur á að þeir lendi í klónum á ein­hverju ógeðsliði. En eftir að ég las sög­urnar hjá Hildi fór ég smám saman að átta mig á því að ábyrgð mín sem upp­alandi er tölu­vert meiri þegar kemur að þessum mála­flokki en ef ég ætti bara stelp­ur. Ég þarf að sjá til þess að drengirnir alist upp, vit­andi það að sumt gerir maður ekki. Vit­andi það að þó þeir fái fiðr­ing í typp­ið, þá hafi þeir engan rétt á að ota því að ein­hverjum sem hefur ekki áhuga. Að þeir læri að lesa í aðstæður og virða „nei“–ið, hvort sem það er í formi orða eða lát­bragðs. Að þögn sé ekki sama og sam­þykki. Að þeim finn­ist þeir ekki eiga heimt­ingu á öllu þó þeir fái smá. Að suð sé ekki sexí. Að það sé ekki í lagi að klípa ókunn­ugt fólk. Að þeir geri sér grein fyrir því að gjörðir þeirra geti haft langvar­andi áhrif á aðra. Að klámið sem þeir munu óhjá­kvæmi­lega horfa á sé ekki raun­veru­legt. Að ef þeir horfi á það séu þeir ekki að horfa á hressar brjóstabínur sem eru til í allt, heldur mann­eskjur sem búið er að brjóta niður and­lega og lík­am­lega. Með öðrum orð­um, ég þarf að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir verði ekki fávit­ar.

Hins vegar veit ég ekki hvernig í hel­vít­inu ég á að geta minnkað lík­urnar á að þeir verði fyrir kyn­ferð­is­of­beldi. Mögu­lega með því að banna þeim að fara út úr húsi án þess að ég fylgi þeim upp að dyr­um, hvert sem þeir fara. En meira að segja þá er ég ekki búinn að gull­tryggja neitt. Þeir þurfa jú að stunda skóla, íþróttir og aðrar tóm­stund­ir, þar sem kyn­ferð­is­af­brota­menn geta auð­vitað látið til skarar skríða. 

Ein hug­mynd hérna. Hvað með að ég sleppi því að valda martröðum með því fræða börnin mín um allt það hræði­lega sem þau gætu mögu­lega orðið fyrir og kenni þeim frekar eðli­lega fram­komu við aðra? Virð­ingu fyrir sjálfum sér og öðr­um. Þetta sem ég taldi upp hér ofar. Ef þú gerir síðan það sama með þínum börnum erum við búin að minnka lík­urnar tölu­vert á því að börnin okkar mis­noti hvert annað í fram­tíð­inni. Það er nefni­lega um það bil milljón sinnum lík­legra að þér tak­ist að koma í veg fyrir að barnið þitt verði ger­andi en þol­andi.

Auð­vitað hlakka ég ekki til þess að taka þessa umræðu. Að heyra „Jæja strák­ar, nú ætla ég að ræða við ykkur um kyn­líf,“ frá mið­aldra manni með cof­fee bre­ath er eitt­hvað sem öllum þykir eflaust óþægi­legt. Alla­vega til að byrja með. En það er bókað auð­veld­ara en að heim­sækja son sinn á Litla Hraun. Skárra en að þurfa að fela sig í mjólk­ur­kæl­inum í Bónus eftir að hafa rek­ist á for­eldra brota­þola. Að þurfa að ljúga því að sjálfum sér að stelpan sé nú svona og svona og það séu tvær hliðar á öllum mál­um.

Ég get ekki komið vit­inu fyrir ófreskjur í húsa­sund­um. En mér ber skylda til að gera mitt allra besta til að stuðla að því að venju­legu karl­menn­irnir sem ég er að ala upp fremji ekki sama glæp og þeir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None