Auglýsing

Ég trúi varla að ég sé að skrifa þetta, en mér verður reglu­lega hugsað til dálít­ils sem Björn Ingi Hrafns­son sagði einu sinni við mig.

Nánar til­tekið hvarflar hug­ur­inn gjarnan til þess þegar ég velti fyrir mér sam­spili fjöl­miðla og stjórn­mála, sem ger­ist oftar en ég mundi vilja. Það er áhuga­vert sam­lífi og ekki óal­gengt að sama fólk hafi reynslu af störfum við hvort tveggja. Það er líka ekk­ert skrýt­ið, það er æski­legt að þeir sem starfa við frétta­mennsku hafi víð­feðman og almennan áhuga og þekk­ingu á sam­fé­lags­mál­um, og eðli máls­ins sam­kvæmt gildir það sama um þá sem starfa í póli­tík – að svip­aðar mann­gerðir og jafn­vel sömu ein­stak­lingar skuli leita á báða starfs­vett­vanga er við­búið og eðli­legt.

Það sem er hins vegar skrýtið er hvað það virð­ist stundum vera lítil fylgni á milli þess að póli­tíkusar hafi starfað á fjöl­miðlum og að þeir hafi skiln­ing á eðli þeirra og samúð með starfs­um­hverfi þeirra og vinnu­að­ferð­um. Stundum virð­ist manni að þeir stjórn­mála­menn sem hafa bak­grunn úr fjöl­miðlum séu jafn­vel enn gjarn­ari á að kvarta undan umfjöllun um sig og sinn flokk en aðr­ir, væla undan ósann­girni og dylgja um ann­ar­legar hvatir og sam­an­tekin ráð miðl­anna og póli­tískra and­stæð­inga þeirra um að klekkja á þeim.

Auglýsing

Nokkrar til­gátur

Hvernig ætli geti staðið á þessu?Er þetta af því að þeir þekkja heim fjöl­miðl­anna og vita sem er að þar eru í alvör­unni allir alltaf í her­ferðum gegn hinum og þessum og að brugga póli­tísk sam­særi sem þeir reyna svo að mat­reiða sem óhlut­drægan frétta­flutn­ing? Eru þeir ofvaxna barnið í jakka­föt­unum sem er ein­fald­lega að benda á að keis­ar­inn er nak­inn í sjón­varp­inu að segja okkur frétt­ir? Eru þeir bara að segja satt?

Eða er þetta af því að þeir voru þannig fjöl­miðla­menn sjálfir – alltaf með póli­tískt agenda í umfjöllun sinni – og gera þess vegna ráð fyrir að aðrir hljóti að vera það líka? Ef það væri málið væru þeir vilj­andi eða óvilj­andi að líta fram hjá því grund­vall­ar­at­riði sem aðgreinir þá frá öðrum fjöl­miðla­mönnum og er for­senda allrar þess­arar umræðu: þeir hættu í fjöl­miðlum til að fara í póli­tík, hinir ekki.

Eða telja þeir sig bara þekkja nógu vel inn á fjöl­miðl­ana til að vita að það sé hægt að sveigja þá og beygja að sínum vilja með nógu miklum kveinstöfum og ágangi, og gildi þá einu hvort gagn­rýnin sé rétt­mæt og sær­indin raun­veru­leg? Eru þeir að gera sér upp hneykslun og reiði í von um að frétta­mað­ur­inn hugsi sig tvisvar um næst?

Ég veit það ekki, en gæti trúað að eitt­hvað af þessu sé rétt – kannski dass af þessu tvenna síð­ar­nefnda sem leggst svo ofan á aðal­á­stæð­una sem er óháð öllum fjöl­miðla­bak­grunni.

Binga saga

Veg­ur­inn á milli þess­ara tveggja starfs­vett­vanga er fjöl­farn­ari í aðra átt­ina en hina – fleiri spreyta sig í fjöl­miðlum á leið sinni í stjórn­málin en öfugt. Þegar ég skoð­aði þetta fyrir ein­hverjum árum hafði vel rúmur meiri­hluti þáver­andi þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins verið blaða­maður á Mogg­anum um lengri eða skemmri tíma. Færri fara hina leið­ina – það eru þá aðal­lega gamlir þing­menn og ráð­herrar sem er plantað í rit­stjóra­stóla hér og þar. Vissu­lega hafa margir fjöl­miðla­menn ein­hvern bak­grunn úr ung­liða- eða stúd­entapóli­tík, en það er öðru­vísi – hún er sjaldn­ast við­fangs­efni fjöl­miðl­anna sjálfra og þess vegna fær fólk ekki jafn­mikil tæki­færi í slíku starfi til að næra í sér tor­tryggn­ina og aðsókn­ar­kennd­ina.

Komum við þá aftur að því sem Björn Ingi Hrafns­son, nú fjöl­miðla­mó­gúll en þá fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, sagði við mig. Eða hann sagði þetta kannski ekki beint við mig, heldur meira í minni við­ur­vist, og kannski ekki einu sinni við neinn sér­stakan – þetta var meira í ætt við óform­lega yfir­lýs­ingu – og þótt það væri lík­lega ofmælt að ég hafi litið á Björn Inga sem ein­hvers konar læri­föður minn þá hefur þetta sem hann sagði engu að síður setið í mér í öll þessi ár.

Björn Ingi er einn af þeim sem hafa farið báðar leiðir á milli póli­tíkur og fjöl­miðla. Hann byrj­aði í blaða­mennsku sem smá­strákur á Flat­eyri, skrif­aði þaðan í Mogg­ann, vann sig upp í stöðu þing­frétta­rit­ara áður en hann fór í stjórn­málin sem frægt varð.

Það var svo í apr­íl­byrjun 2008 sem leiðir okkar lágu saman á Frétta­blað­inu. Mán­uð­irnir á undan höfðu verið far­sa­kennd­ir, Björn Ingi hafði verið í brennid­epli fjöl­miðla í REI-­mál­inu svo­kall­aða og á end­anum hrak­ist úr borg­ar­stjórn undan ásök­unum um óhóf­leg fata­kaup í kosn­inga­bar­áttu tveimur árum fyrr. Guð­jón Ólafur Jóns­son, gam­all vinur hans og sam­herji, sagð­ist vera með heilt hnífa­sett í bak­inu eftir Björn Inga. Allt var þetta bæði fyndið og tragískt eins og svo margt.

Hann var við­fangs­efni frétta svo til viku­lega en tveimur mán­uðum eftir afsögn­ina birt­ist hann allt í einu á rit­stjórn Frétta­blaðs­ins. Björn Ingi hafði verið ráð­inn rit­stjóri Mark­að­ar­ins, fylgi­rits blaðs­ins um við­skipti og efna­hags­mál, meira og minna án vit­undar eða vilja ann­arra stjórn­enda blaðs­ins. 

And­rúms­loftið var ein­kenni­legt, og í einum af göngut­úrum sínum yfir rit­stjórn­ar­gólfið sagði hann okkur frá því í óspurðum fréttum að hann væri lækn­aður – það hefði bara tekið hann nokkra daga frá afsögn­inni úr borg­ar­stjórn að losna við þá til­finn­ingu að annar hver maður í sam­fé­lag­inu væri bein­línis and­stæð­ingur hans, að stjórn­málin væru slík­ur bön­ker að það að segja skilið við þau hefði verið eins og að losna úr álög­um, vakna úr transi, að skyndi­lega hefði hann séð skýrt að úti um allt væri bara fólk að vinna vinn­una sína án þess að það hefði endi­lega að mark­miði að annað hvort eyði­leggja fyrir honum eða hjálpa hon­um. Í minn­ing­unni tal­aði hann eins og frels­aður fík­ill.

Krónísk væn­i­sýki

Kannski var hann bara að reyna að koma sér í mjúk­inn hjá blaða­mönnum sem hann hélt, eflaust rétti­lega, að litu á hann sem einn af kvart­sáru póli­tíkus­unum – hann hefði jú verið einn af mörgum sem hefðu gert athuga­semdir við eitt og annað sem skrifað hafði verið um þá í rit­stjórn­ar­dálkum og víð­ar. Kannski var hann aldrei svona djúpt í bön­k­ernum – kannski var hann og er enn í hon­um. Kannski voru aðrir stjórn­mála­menn það ekki þótt hann hefði verið það. Hann var auð­vitað heldur ekk­ert bara að tala um fjöl­miðla.

Og kannski man hann þetta ekki eins og ég, hann leið­réttir mig þá.

Ég held hins vegar að þarna sé komin hin ofurein­falda skýr­ing á því að Oddný Harð­ar­dóttir skuli túlka létt spjall í Vik­unni með Gísla Mart­eini sem atlögu að Sam­fylk­ing­unni, að Bjarni Bene­dikts­son rjúki upp til handa og fóta þegar Kast­ljós fjallar um neyð­ar­lán Seðla­bank­ans til Kaup­þings fyrir átta árum, tekur hana til sín per­sónu­lega og fyrir hönd flokks­ins og talar um að frétt­inni hafi verið „plantað vegna kosn­ing­anna“, að Vig­dís Hauks­dóttir sé eins og hún er, að Sig­mundur Davíð sé verstur allra þrátt fyrir alla sína fjöl­miðla­reynslu – dæmin eru ótelj­andi: ástæðan er sú að stjórn­mál gera fólk ofsókn­ar­brjálað.

Það er ekki flókið en það er auð­vitað ekki heldur nógu gott og ein­hver gerði vel í að reyna að breyta tendensnum sem veldur þessu. Ekki síst af því að þetta magn­ast upp í kringum kosn­ing­ar, og einmitt þá erum við ein­hvern veg­inn öll komin með eina tána í póli­tík og fáum þar með snert af þess­ari væn­i­sýki. Og við megum eig­in­lega ekki við því að vera svona tens.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None