Opið bréf til forseta Íslands

Auglýsing

Sæll, Guðni. Má ég kalla þig Guðna? Þú þekkir mig ekki. Ég heiti Atli Fannar en ég ætla ekki að gefa upp hvort ég hafi kosið þig í vor. Ég kýs hins vegar að æfa á sama stað og bróðir þinn…

Alla­vega. Ég skrifa þér þetta bréf vegna þess að ég er ánægður með þig. Engin kald­hæðni. Ég er ein­lægur hérna — full­kom­lega ber­skjald­aður og í snert­ingu við til­finn­ingar mín­ar.

Þú ert búinn að standa þig vel þessa fyrstu mán­uði í emb­ætti en þeir hafa eflaust ekki verið auð­veld­ir. Þú ferð ekki í Krón­una til að kaupa vítamín eða á Dom­in­o’s án þess að fjöl­miðlar birti um það frétt­ir. Ég veit allt um það, enda skrif­aði ég frétt­ina um Mega­viku­ferð­ina sjálfur og birti á frétta­vefnum mín­um. Þessar ferðir rata í fréttir vegna þess að við erum ekki vön því að for­set­inn hagi sér eins og venju­legur mað­ur. 

Auglýsing

Ég get líka trúað að starfið hafi ekki alltaf verið skemmti­legt. Ég skoð­aði reglu­lega dag­skrá for­set­ans þegar Ólafur Ragnar var í emb­ætti og furð­aði mig á því að nokkur maður nennti þessu. Dag­skráin hefur lítið breyst eftir að þú tókst við en sam­kvæmt henni ertu til dæmis búinn að taka á móti hópi full­orð­inna skáta, sendi­herrum Lit­há­hens og Kúveits, stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins og sendi­nefnd frá kín­verska fyr­ir­tæk­inu Sin­opec Group þar sem Wang Yupu var í broddi fylk­ing­ar.

Þú ert líka búinn að leggja horn­stein stöðv­ar­húss Þeista­reykja­virkj­un­ar, eiga fund með for­seta Evr­ópu­ráðs­þings­ins og opna útvegs­sýn­ing­una Sjáv­ar­út­vegur 2016 ásamt henni Elizu okk­ar. Svo ertu búinn að hleypa af stokk­unum söfn­unar­átaki Kiwan­is­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi, eiga fund með bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar og heim­sækja Pat­reks­skóla, sem er grunn­skól­inn á Pat­reks­firði. Pabbi minn er einmitt það­an.

Vissu­lega færðu að hitta alls­konar fólk en ég á bágt með að trúa að hver dagur í starfi for­seta sé rússi­ban­areið. Fólk er mis­jafnt og það eru ekki góðar líkur á því að þú fáir að hitta skemmti­legt fólk á hverjum degi, þó mér finn­ist lík­legt að sendi­herra Kúveit sé mjög hress náungi. En þú ert for­seti Íslands og starfið er að sjálf­sögðu ekki allra. Ég gæti til dæmis ekki sinnt þessu starfi, ein­fald­lega vegna þess að ég myndi ekki þola það að svona margt fólk ætlist til þess að fá að hitta mig, taka í hönd­ina á mér og tala við mig um vinn­una sína.

Mér líður hins vegar mjög vel að vita af þér í starf­inu og ég held að þú hafir gaman að þessu. Eða ég vona það. Ann­ars eru hræði­leg ár framundan á Bessa­stöð­um. Það sem ég er hins vegar að reyna að koma orðum að, er að ég er ánægður með þig. Svo ánægður að ég ákvað að skrifa þetta bréf. 

Ég ákvað sem­sagt að skrifa þér bréf eftir blaða­manna­fund­inn á Bessa­stöðum í vik­unni. Var þetta ekki ann­ars stærsta verk­efnið eftir að þú tókst við? Að veita stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð (mér sem fannst merki­legt að elda ommi­lettu á mið­viku­dag­inn). Þetta var alla­vega aðeins mik­il­væg­ara en fund­ur­inn þinn með stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins um dag­inn. 

Það var samt ekki efni fund­ar­ins sem heill­aði mig heldur fram­koma þín, sem krist­all­að­ist þegar þú varst spurður hver myndi fá hluta launa þinna, sem þú ætlar að gefa frá þér í kjöl­far ríf­legrar launa­hækk­un­ar.

„Þarf ég að segja það? Á ég að vera ein­hver móðir Ter­esa hérna sem gortir sig af því?“

Minn mað­ur. 

Ég veit ekki hvort þú áttir þig á hversu hressandi það er að sjá emb­ætt­is­mann svara eins og mað­ur, án þess að fjöl­miðlar þurfi að túlka svörin næstu vik­urn­ar. Það sem þú sagðir var alveg skýrt en þú tókst meira að segja sjálfur að þér að fyr­ir­byggja allan mis­skiln­ing í færslu á Face­book síðar um dag­inn. Það er örugg­lega skrýtið að vera allt í einu kom­inn með einka­bíl­stjóra og þrjár millj­ónir á mán­uði en þú virð­ist samt ekki ætla að umbreyt­ast í hefð­bund­inn emb­ætt­is­mann. 

Og ég ber mjög mikla virð­ingu fyrir því.

Guðni, ég starf­aði einu sinni á fjöl­miðli þar sem það var opin­ber stefna rit­stjór­ans að hrósa aldrei. Ég fylgi ekki þess­ari stefnu og vil því nota þennan vett­vang til að hrósa þér fyrir góða frammi­stöðu á fyrstu mán­uðum þínum í emb­ætti. Þetta lofar bara mjög góðu og ég sé ekki eftir að hafa kosið … að lyfta lóðum á sama stað og bróðir þinn.

Þinn vin­ur,

Atli Fannar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None