Opið bréf til forseta Íslands

Auglýsing

Sæll, Guðni. Má ég kalla þig Guðna? Þú þekkir mig ekki. Ég heiti Atli Fannar en ég ætla ekki að gefa upp hvort ég hafi kosið þig í vor. Ég kýs hins vegar að æfa á sama stað og bróðir þinn…

Alla­vega. Ég skrifa þér þetta bréf vegna þess að ég er ánægður með þig. Engin kald­hæðni. Ég er ein­lægur hérna — full­kom­lega ber­skjald­aður og í snert­ingu við til­finn­ingar mín­ar.

Þú ert búinn að standa þig vel þessa fyrstu mán­uði í emb­ætti en þeir hafa eflaust ekki verið auð­veld­ir. Þú ferð ekki í Krón­una til að kaupa vítamín eða á Dom­in­o’s án þess að fjöl­miðlar birti um það frétt­ir. Ég veit allt um það, enda skrif­aði ég frétt­ina um Mega­viku­ferð­ina sjálfur og birti á frétta­vefnum mín­um. Þessar ferðir rata í fréttir vegna þess að við erum ekki vön því að for­set­inn hagi sér eins og venju­legur mað­ur. 

Auglýsing

Ég get líka trúað að starfið hafi ekki alltaf verið skemmti­legt. Ég skoð­aði reglu­lega dag­skrá for­set­ans þegar Ólafur Ragnar var í emb­ætti og furð­aði mig á því að nokkur maður nennti þessu. Dag­skráin hefur lítið breyst eftir að þú tókst við en sam­kvæmt henni ertu til dæmis búinn að taka á móti hópi full­orð­inna skáta, sendi­herrum Lit­há­hens og Kúveits, stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins og sendi­nefnd frá kín­verska fyr­ir­tæk­inu Sin­opec Group þar sem Wang Yupu var í broddi fylk­ing­ar.

Þú ert líka búinn að leggja horn­stein stöðv­ar­húss Þeista­reykja­virkj­un­ar, eiga fund með for­seta Evr­ópu­ráðs­þings­ins og opna útvegs­sýn­ing­una Sjáv­ar­út­vegur 2016 ásamt henni Elizu okk­ar. Svo ertu búinn að hleypa af stokk­unum söfn­unar­átaki Kiwan­is­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi, eiga fund með bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar og heim­sækja Pat­reks­skóla, sem er grunn­skól­inn á Pat­reks­firði. Pabbi minn er einmitt það­an.

Vissu­lega færðu að hitta alls­konar fólk en ég á bágt með að trúa að hver dagur í starfi for­seta sé rússi­ban­areið. Fólk er mis­jafnt og það eru ekki góðar líkur á því að þú fáir að hitta skemmti­legt fólk á hverjum degi, þó mér finn­ist lík­legt að sendi­herra Kúveit sé mjög hress náungi. En þú ert for­seti Íslands og starfið er að sjálf­sögðu ekki allra. Ég gæti til dæmis ekki sinnt þessu starfi, ein­fald­lega vegna þess að ég myndi ekki þola það að svona margt fólk ætlist til þess að fá að hitta mig, taka í hönd­ina á mér og tala við mig um vinn­una sína.

Mér líður hins vegar mjög vel að vita af þér í starf­inu og ég held að þú hafir gaman að þessu. Eða ég vona það. Ann­ars eru hræði­leg ár framundan á Bessa­stöð­um. Það sem ég er hins vegar að reyna að koma orðum að, er að ég er ánægður með þig. Svo ánægður að ég ákvað að skrifa þetta bréf. 

Ég ákvað sem­sagt að skrifa þér bréf eftir blaða­manna­fund­inn á Bessa­stöðum í vik­unni. Var þetta ekki ann­ars stærsta verk­efnið eftir að þú tókst við? Að veita stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð (mér sem fannst merki­legt að elda ommi­lettu á mið­viku­dag­inn). Þetta var alla­vega aðeins mik­il­væg­ara en fund­ur­inn þinn með stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins um dag­inn. 

Það var samt ekki efni fund­ar­ins sem heill­aði mig heldur fram­koma þín, sem krist­all­að­ist þegar þú varst spurður hver myndi fá hluta launa þinna, sem þú ætlar að gefa frá þér í kjöl­far ríf­legrar launa­hækk­un­ar.

„Þarf ég að segja það? Á ég að vera ein­hver móðir Ter­esa hérna sem gortir sig af því?“

Minn mað­ur. 

Ég veit ekki hvort þú áttir þig á hversu hressandi það er að sjá emb­ætt­is­mann svara eins og mað­ur, án þess að fjöl­miðlar þurfi að túlka svörin næstu vik­urn­ar. Það sem þú sagðir var alveg skýrt en þú tókst meira að segja sjálfur að þér að fyr­ir­byggja allan mis­skiln­ing í færslu á Face­book síðar um dag­inn. Það er örugg­lega skrýtið að vera allt í einu kom­inn með einka­bíl­stjóra og þrjár millj­ónir á mán­uði en þú virð­ist samt ekki ætla að umbreyt­ast í hefð­bund­inn emb­ætt­is­mann. 

Og ég ber mjög mikla virð­ingu fyrir því.

Guðni, ég starf­aði einu sinni á fjöl­miðli þar sem það var opin­ber stefna rit­stjór­ans að hrósa aldrei. Ég fylgi ekki þess­ari stefnu og vil því nota þennan vett­vang til að hrósa þér fyrir góða frammi­stöðu á fyrstu mán­uðum þínum í emb­ætti. Þetta lofar bara mjög góðu og ég sé ekki eftir að hafa kosið … að lyfta lóðum á sama stað og bróðir þinn.

Þinn vin­ur,

Atli Fannar

Arnar Þór aðstoðar Ásmund Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn.
18. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna lýsa þöggunarmenningu og að ferlar til að taka á slíkum málum séu gallaðir og komi niður á þolendum.
18. janúar 2018
Lengja frest í samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið
Áður prýddi stærðarinnar mynd af sjómanni austurvegg hússins, við Skúlagötu 4, en málað var yfir vegginn sem er nú skjannahvítur síðsumars 2017. Ráðuneytið vill fá fleiri umsækjendur í keppnina.
18. janúar 2018
Jón Gunnar Borgþórsson
Eru þjóðarframleiðsla og framleiðni ekki lengur góðir mælikvarðar á þróun hagkerfa?
18. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Hismið
Hismið
Hismið – Joe and the Juice væðing grasreykinga
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None