Opið bréf til forseta Íslands

Auglýsing

Sæll, Guðni. Má ég kalla þig Guðna? Þú þekkir mig ekki. Ég heiti Atli Fannar en ég ætla ekki að gefa upp hvort ég hafi kosið þig í vor. Ég kýs hins vegar að æfa á sama stað og bróðir þinn…

Alla­vega. Ég skrifa þér þetta bréf vegna þess að ég er ánægður með þig. Engin kald­hæðni. Ég er ein­lægur hérna — full­kom­lega ber­skjald­aður og í snert­ingu við til­finn­ingar mín­ar.

Þú ert búinn að standa þig vel þessa fyrstu mán­uði í emb­ætti en þeir hafa eflaust ekki verið auð­veld­ir. Þú ferð ekki í Krón­una til að kaupa vítamín eða á Dom­in­o’s án þess að fjöl­miðlar birti um það frétt­ir. Ég veit allt um það, enda skrif­aði ég frétt­ina um Mega­viku­ferð­ina sjálfur og birti á frétta­vefnum mín­um. Þessar ferðir rata í fréttir vegna þess að við erum ekki vön því að for­set­inn hagi sér eins og venju­legur mað­ur. 

Auglýsing

Ég get líka trúað að starfið hafi ekki alltaf verið skemmti­legt. Ég skoð­aði reglu­lega dag­skrá for­set­ans þegar Ólafur Ragnar var í emb­ætti og furð­aði mig á því að nokkur maður nennti þessu. Dag­skráin hefur lítið breyst eftir að þú tókst við en sam­kvæmt henni ertu til dæmis búinn að taka á móti hópi full­orð­inna skáta, sendi­herrum Lit­há­hens og Kúveits, stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins og sendi­nefnd frá kín­verska fyr­ir­tæk­inu Sin­opec Group þar sem Wang Yupu var í broddi fylk­ing­ar.

Þú ert líka búinn að leggja horn­stein stöðv­ar­húss Þeista­reykja­virkj­un­ar, eiga fund með for­seta Evr­ópu­ráðs­þings­ins og opna útvegs­sýn­ing­una Sjáv­ar­út­vegur 2016 ásamt henni Elizu okk­ar. Svo ertu búinn að hleypa af stokk­unum söfn­unar­átaki Kiwan­is­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi, eiga fund með bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar og heim­sækja Pat­reks­skóla, sem er grunn­skól­inn á Pat­reks­firði. Pabbi minn er einmitt það­an.

Vissu­lega færðu að hitta alls­konar fólk en ég á bágt með að trúa að hver dagur í starfi for­seta sé rússi­ban­areið. Fólk er mis­jafnt og það eru ekki góðar líkur á því að þú fáir að hitta skemmti­legt fólk á hverjum degi, þó mér finn­ist lík­legt að sendi­herra Kúveit sé mjög hress náungi. En þú ert for­seti Íslands og starfið er að sjálf­sögðu ekki allra. Ég gæti til dæmis ekki sinnt þessu starfi, ein­fald­lega vegna þess að ég myndi ekki þola það að svona margt fólk ætlist til þess að fá að hitta mig, taka í hönd­ina á mér og tala við mig um vinn­una sína.

Mér líður hins vegar mjög vel að vita af þér í starf­inu og ég held að þú hafir gaman að þessu. Eða ég vona það. Ann­ars eru hræði­leg ár framundan á Bessa­stöð­um. Það sem ég er hins vegar að reyna að koma orðum að, er að ég er ánægður með þig. Svo ánægður að ég ákvað að skrifa þetta bréf. 

Ég ákvað sem­sagt að skrifa þér bréf eftir blaða­manna­fund­inn á Bessa­stöðum í vik­unni. Var þetta ekki ann­ars stærsta verk­efnið eftir að þú tókst við? Að veita stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð (mér sem fannst merki­legt að elda ommi­lettu á mið­viku­dag­inn). Þetta var alla­vega aðeins mik­il­væg­ara en fund­ur­inn þinn með stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins um dag­inn. 

Það var samt ekki efni fund­ar­ins sem heill­aði mig heldur fram­koma þín, sem krist­all­að­ist þegar þú varst spurður hver myndi fá hluta launa þinna, sem þú ætlar að gefa frá þér í kjöl­far ríf­legrar launa­hækk­un­ar.

„Þarf ég að segja það? Á ég að vera ein­hver móðir Ter­esa hérna sem gortir sig af því?“

Minn mað­ur. 

Ég veit ekki hvort þú áttir þig á hversu hressandi það er að sjá emb­ætt­is­mann svara eins og mað­ur, án þess að fjöl­miðlar þurfi að túlka svörin næstu vik­urn­ar. Það sem þú sagðir var alveg skýrt en þú tókst meira að segja sjálfur að þér að fyr­ir­byggja allan mis­skiln­ing í færslu á Face­book síðar um dag­inn. Það er örugg­lega skrýtið að vera allt í einu kom­inn með einka­bíl­stjóra og þrjár millj­ónir á mán­uði en þú virð­ist samt ekki ætla að umbreyt­ast í hefð­bund­inn emb­ætt­is­mann. 

Og ég ber mjög mikla virð­ingu fyrir því.

Guðni, ég starf­aði einu sinni á fjöl­miðli þar sem það var opin­ber stefna rit­stjór­ans að hrósa aldrei. Ég fylgi ekki þess­ari stefnu og vil því nota þennan vett­vang til að hrósa þér fyrir góða frammi­stöðu á fyrstu mán­uðum þínum í emb­ætti. Þetta lofar bara mjög góðu og ég sé ekki eftir að hafa kosið … að lyfta lóðum á sama stað og bróðir þinn.

Þinn vin­ur,

Atli Fannar

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None