Opið bréf til forseta Íslands

Sæll, Guðni. Má ég kalla þig Guðna? Þú þekkir mig ekki. Ég heiti Atli Fannar en ég ætla ekki að gefa upp hvort ég hafi kosið þig í vor. Ég kýs hins vegar að æfa á sama stað og bróðir þinn…

Alla­vega. Ég skrifa þér þetta bréf vegna þess að ég er ánægður með þig. Engin kald­hæðni. Ég er ein­lægur hérna — full­kom­lega ber­skjald­aður og í snert­ingu við til­finn­ingar mín­ar.

Þú ert búinn að standa þig vel þessa fyrstu mán­uði í emb­ætti en þeir hafa eflaust ekki verið auð­veld­ir. Þú ferð ekki í Krón­una til að kaupa vítamín eða á Dom­in­o’s án þess að fjöl­miðlar birti um það frétt­ir. Ég veit allt um það, enda skrif­aði ég frétt­ina um Mega­viku­ferð­ina sjálfur og birti á frétta­vefnum mín­um. Þessar ferðir rata í fréttir vegna þess að við erum ekki vön því að for­set­inn hagi sér eins og venju­legur mað­ur. 

Auglýsing

Ég get líka trúað að starfið hafi ekki alltaf verið skemmti­legt. Ég skoð­aði reglu­lega dag­skrá for­set­ans þegar Ólafur Ragnar var í emb­ætti og furð­aði mig á því að nokkur maður nennti þessu. Dag­skráin hefur lítið breyst eftir að þú tókst við en sam­kvæmt henni ertu til dæmis búinn að taka á móti hópi full­orð­inna skáta, sendi­herrum Lit­há­hens og Kúveits, stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins og sendi­nefnd frá kín­verska fyr­ir­tæk­inu Sin­opec Group þar sem Wang Yupu var í broddi fylk­ing­ar.

Þú ert líka búinn að leggja horn­stein stöðv­ar­húss Þeista­reykja­virkj­un­ar, eiga fund með for­seta Evr­ópu­ráðs­þings­ins og opna útvegs­sýn­ing­una Sjáv­ar­út­vegur 2016 ásamt henni Elizu okk­ar. Svo ertu búinn að hleypa af stokk­unum söfn­unar­átaki Kiwan­is­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi, eiga fund með bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar og heim­sækja Pat­reks­skóla, sem er grunn­skól­inn á Pat­reks­firði. Pabbi minn er einmitt það­an.

Vissu­lega færðu að hitta alls­konar fólk en ég á bágt með að trúa að hver dagur í starfi for­seta sé rússi­ban­areið. Fólk er mis­jafnt og það eru ekki góðar líkur á því að þú fáir að hitta skemmti­legt fólk á hverjum degi, þó mér finn­ist lík­legt að sendi­herra Kúveit sé mjög hress náungi. En þú ert for­seti Íslands og starfið er að sjálf­sögðu ekki allra. Ég gæti til dæmis ekki sinnt þessu starfi, ein­fald­lega vegna þess að ég myndi ekki þola það að svona margt fólk ætlist til þess að fá að hitta mig, taka í hönd­ina á mér og tala við mig um vinn­una sína.

Mér líður hins vegar mjög vel að vita af þér í starf­inu og ég held að þú hafir gaman að þessu. Eða ég vona það. Ann­ars eru hræði­leg ár framundan á Bessa­stöð­um. Það sem ég er hins vegar að reyna að koma orðum að, er að ég er ánægður með þig. Svo ánægður að ég ákvað að skrifa þetta bréf. 

Ég ákvað sem­sagt að skrifa þér bréf eftir blaða­manna­fund­inn á Bessa­stöðum í vik­unni. Var þetta ekki ann­ars stærsta verk­efnið eftir að þú tókst við? Að veita stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð (mér sem fannst merki­legt að elda ommi­lettu á mið­viku­dag­inn). Þetta var alla­vega aðeins mik­il­væg­ara en fund­ur­inn þinn með stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins um dag­inn. 

Það var samt ekki efni fund­ar­ins sem heill­aði mig heldur fram­koma þín, sem krist­all­að­ist þegar þú varst spurður hver myndi fá hluta launa þinna, sem þú ætlar að gefa frá þér í kjöl­far ríf­legrar launa­hækk­un­ar.

„Þarf ég að segja það? Á ég að vera ein­hver móðir Ter­esa hérna sem gortir sig af því?“

Minn mað­ur. 

Ég veit ekki hvort þú áttir þig á hversu hressandi það er að sjá emb­ætt­is­mann svara eins og mað­ur, án þess að fjöl­miðlar þurfi að túlka svörin næstu vik­urn­ar. Það sem þú sagðir var alveg skýrt en þú tókst meira að segja sjálfur að þér að fyr­ir­byggja allan mis­skiln­ing í færslu á Face­book síðar um dag­inn. Það er örugg­lega skrýtið að vera allt í einu kom­inn með einka­bíl­stjóra og þrjár millj­ónir á mán­uði en þú virð­ist samt ekki ætla að umbreyt­ast í hefð­bund­inn emb­ætt­is­mann. 

Og ég ber mjög mikla virð­ingu fyrir því.

Guðni, ég starf­aði einu sinni á fjöl­miðli þar sem það var opin­ber stefna rit­stjór­ans að hrósa aldrei. Ég fylgi ekki þess­ari stefnu og vil því nota þennan vett­vang til að hrósa þér fyrir góða frammi­stöðu á fyrstu mán­uðum þínum í emb­ætti. Þetta lofar bara mjög góðu og ég sé ekki eftir að hafa kosið … að lyfta lóðum á sama stað og bróðir þinn.

Þinn vin­ur,

Atli Fannar

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Frá blaðamannafundinum í gær. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er þriðji frá vinstri.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
25. júlí 2017
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None