Þessi pist­ill fjallar ekki um Don­ald Trump … djók. Auð­vitað fjallar hann um Don­ald Trump.

Ég fór að sofa um klukkan hálf­tvö eftir mið­nætti, eftir að hafa rýnt í fyrstu tölur og nán­ast full­vissað mig um að það væri ekk­ert að ótt­ast. Að ég myndi vakna að morgni, kíkja á frétta­síð­urnar og fá þær ánægju­legu fréttir að kona gegndi nú loks­ins einu valda­mesta emb­ætti heims, von­andi eftir sögu­legt rúst á mót­fram­bjóð­and­an­um. Hún var að minnsta kosti aldrei að fara að tapa fyrir þessum snar­bil­aða bjálfa, ekki séns.

Nóttin fór meira og minna í það að reyna að svæfa annan og mun yngri bjálfa, níu mán­aða son minn, sem ákveður stundum að vaka þegar allir aðrir sofa. Þegar hann sofn­aði loks­ins um sex­leytið ákvað ég að taka stöðu­tékk á kosn­ing­unum áður en ég legði mig fram að gargi vekjara­klukk­unn­ar. Sá blundur fór fyrir lít­ið, enda varð mér lík­am­lega illt þegar ég sá í hvað stefndi.

Auglýsing

Það gerð­ist margt fárán­legt á þessu ári. Það að Don­ald Trump hafi verið kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna er samt það fárán­leg­asta af öllu. Nýja Toblerón­ið, vin­átta Pútíns og Steven Seagal, Axl Rose að syngja með AC/DC, meint geim­ferða­plön konu Sig­mundar Dav­íðs — allt þetta til sam­ans er minna fárán­legt en að Don­ald Trump sé að verða for­seti.

Þegar úrslitin voru hér­umbil ljós ávarp­aði hann lýð­inn og þar tal­aði mun geðs­legri og yfir­veg­aðri Trump en við sáum í kosn­inga­bar­átt­unni. Fyrir nokkrum vikum ætl­aði hann að sjá til þess að Hill­ary færi í fang­elsi. Núna segir hann hana eiga þakkir skilið fyrir störf í þágu þjóð­ar­inn­ar. Áður vildi hann reisa múr á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Núna ætlar hann að byggja brýr, skóla og spít­ala. Um dag­inn lof­aði hann því að senda alla múslima úr landi. Núna seg­ist hann ætla að verða for­seti allra Banda­ríkja­manna, óháð trú þeirra og upp­runa.

Já, það er nokkuð ljóst að Trump slær flestum við þegar kemur að lýð­skrumi. Lengi vel þótti mér alveg eins lík­legt að fram­boð hans væri ein­ungis sam­fé­lags­leg til­raun ein­mana skrillj­arða­mær­ings til að kom­ast að því hvað hægt sé að hrópa mikla þvælu áður en maður er brems­aður af. Svona eitt­hvað í lík­ingu við athygl­is­sjúkt inter­nettröll, sem Trump reyndar er. En aldrei fengum við „nei djó­k“–ið sem við von­uð­umst eft­ir. Og núna er hann á leið­inni í Hvíta hús­ið.

Hvernig gat þetta ger­st? Hvernig getur ein­hver krossað við svona slappa týpu á atkvæða­seðli, hvað þá 60 milljón manns?

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að svara þessu. Svörin eru líka svo mörg. Sumir trúa því eflaust í ein­lægni að Don­ald Trump muni takast að „gera Banda­ríkin stór­feng­leg á ný“. Aðrir kjósa alltaf eftir flokkslín­um, sama hvaða hland­haus er í fram­boði. Einn hópur getur ekki ímyndað sér að kona geti orðið jafn góður for­seti og karl. Aðrir bara ein­fald­lega hata Hill­ary. Ein­hverjir eru ennþá spældir yfir tapi Bernie Sand­ers og tóku gamla, góða „fokkit!“–ið á þetta. Svo er það fólkið sem veit fátt fyndn­ara og skemmti­legra en gamlir klikk­hausar sem rífa kjaft. Sami hópur og finnst Charlie Sheen ógeðs­lega kúl og fyndin týpa, burt séð frá þeirri stað­reynd að hann er ofbeld­is­maður og fík­ill. Sami hópur og finnst Chuck Norris nettur gaur, þrátt fyrir að vera ras­isti og homma­hat­ari. Allt hefur þetta eitt­hvað vægi, mis­mikið eflaust, svo ekki sé minnst á allar hinar ástæð­urnar fyrir kjöri Trump sem klár­ara fólk en ég hefur nefnt.

En núna sitjum við uppi með hann. Hel­vítis Trump! Von­andi skárri en Pútín en að öllum lík­indum tölu­vert verri en Hill­ary, þrátt fyrir að hún sé með ýmis­legt á sam­visk­unni.

Reynum samt að líta á björtu hlið­arn­ar. Þó að við séum mögu­lega öll að fara að bráðna öskr­andi undir sveppa­skýi ein­hvern tím­ann á næstu 4–8 árum er gott að fá stað­fest­ingu á því að það eru ekki bara Íslend­ingar sem breyt­ast í greind­ar­skerta ein­frum­unga þegar þeir stíga inn í kjör­klefa.

Mér líður samt alls ekki vel. Trump er hættu­legur maður og bráðum verður hann einn valda­mesti maður ver­ald­ar. Ég finn sömu ógeðs­til­finn­ing­una og ég upp­lifði þegar Snorri Steinn klúðr­aði vít­inu í Ung­verja­leiknum á ÓL 2012. Þá sömu og þegar hið frá­bæra „Það sem eng­inn sér“ fékk ekki eitt ein­asta stig í Eurovision 1989. Þá sömu og þegar óum­deil­an­lega versta mann­eskja heims, Boston Rob, varð í öðru sæti í Sur­vi­vor: All-St­ars — og kærastan hans vann milljón doll­ara.

Nei, ókei. Það var reyndar aðeins verra.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiKjaftæði