Auglýsing

Þessi pist­ill fjallar ekki um Don­ald Trump … djók. Auð­vitað fjallar hann um Don­ald Trump.

Ég fór að sofa um klukkan hálf­tvö eftir mið­nætti, eftir að hafa rýnt í fyrstu tölur og nán­ast full­vissað mig um að það væri ekk­ert að ótt­ast. Að ég myndi vakna að morgni, kíkja á frétta­síð­urnar og fá þær ánægju­legu fréttir að kona gegndi nú loks­ins einu valda­mesta emb­ætti heims, von­andi eftir sögu­legt rúst á mót­fram­bjóð­and­an­um. Hún var að minnsta kosti aldrei að fara að tapa fyrir þessum snar­bil­aða bjálfa, ekki séns.

Nóttin fór meira og minna í það að reyna að svæfa annan og mun yngri bjálfa, níu mán­aða son minn, sem ákveður stundum að vaka þegar allir aðrir sofa. Þegar hann sofn­aði loks­ins um sex­leytið ákvað ég að taka stöðu­tékk á kosn­ing­unum áður en ég legði mig fram að gargi vekjara­klukk­unn­ar. Sá blundur fór fyrir lít­ið, enda varð mér lík­am­lega illt þegar ég sá í hvað stefndi.

Auglýsing

Það gerð­ist margt fárán­legt á þessu ári. Það að Don­ald Trump hafi verið kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna er samt það fárán­leg­asta af öllu. Nýja Toblerón­ið, vin­átta Pútíns og Steven Seagal, Axl Rose að syngja með AC/DC, meint geim­ferða­plön konu Sig­mundar Dav­íðs — allt þetta til sam­ans er minna fárán­legt en að Don­ald Trump sé að verða for­seti.

Þegar úrslitin voru hér­umbil ljós ávarp­aði hann lýð­inn og þar tal­aði mun geðs­legri og yfir­veg­aðri Trump en við sáum í kosn­inga­bar­átt­unni. Fyrir nokkrum vikum ætl­aði hann að sjá til þess að Hill­ary færi í fang­elsi. Núna segir hann hana eiga þakkir skilið fyrir störf í þágu þjóð­ar­inn­ar. Áður vildi hann reisa múr á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Núna ætlar hann að byggja brýr, skóla og spít­ala. Um dag­inn lof­aði hann því að senda alla múslima úr landi. Núna seg­ist hann ætla að verða for­seti allra Banda­ríkja­manna, óháð trú þeirra og upp­runa.

Já, það er nokkuð ljóst að Trump slær flestum við þegar kemur að lýð­skrumi. Lengi vel þótti mér alveg eins lík­legt að fram­boð hans væri ein­ungis sam­fé­lags­leg til­raun ein­mana skrillj­arða­mær­ings til að kom­ast að því hvað hægt sé að hrópa mikla þvælu áður en maður er brems­aður af. Svona eitt­hvað í lík­ingu við athygl­is­sjúkt inter­nettröll, sem Trump reyndar er. En aldrei fengum við „nei djó­k“–ið sem við von­uð­umst eft­ir. Og núna er hann á leið­inni í Hvíta hús­ið.

Hvernig gat þetta ger­st? Hvernig getur ein­hver krossað við svona slappa týpu á atkvæða­seðli, hvað þá 60 milljón manns?

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að svara þessu. Svörin eru líka svo mörg. Sumir trúa því eflaust í ein­lægni að Don­ald Trump muni takast að „gera Banda­ríkin stór­feng­leg á ný“. Aðrir kjósa alltaf eftir flokkslín­um, sama hvaða hland­haus er í fram­boði. Einn hópur getur ekki ímyndað sér að kona geti orðið jafn góður for­seti og karl. Aðrir bara ein­fald­lega hata Hill­ary. Ein­hverjir eru ennþá spældir yfir tapi Bernie Sand­ers og tóku gamla, góða „fokkit!“–ið á þetta. Svo er það fólkið sem veit fátt fyndn­ara og skemmti­legra en gamlir klikk­hausar sem rífa kjaft. Sami hópur og finnst Charlie Sheen ógeðs­lega kúl og fyndin týpa, burt séð frá þeirri stað­reynd að hann er ofbeld­is­maður og fík­ill. Sami hópur og finnst Chuck Norris nettur gaur, þrátt fyrir að vera ras­isti og homma­hat­ari. Allt hefur þetta eitt­hvað vægi, mis­mikið eflaust, svo ekki sé minnst á allar hinar ástæð­urnar fyrir kjöri Trump sem klár­ara fólk en ég hefur nefnt.

En núna sitjum við uppi með hann. Hel­vítis Trump! Von­andi skárri en Pútín en að öllum lík­indum tölu­vert verri en Hill­ary, þrátt fyrir að hún sé með ýmis­legt á sam­visk­unni.

Reynum samt að líta á björtu hlið­arn­ar. Þó að við séum mögu­lega öll að fara að bráðna öskr­andi undir sveppa­skýi ein­hvern tím­ann á næstu 4–8 árum er gott að fá stað­fest­ingu á því að það eru ekki bara Íslend­ingar sem breyt­ast í greind­ar­skerta ein­frum­unga þegar þeir stíga inn í kjör­klefa.

Mér líður samt alls ekki vel. Trump er hættu­legur maður og bráðum verður hann einn valda­mesti maður ver­ald­ar. Ég finn sömu ógeðs­til­finn­ing­una og ég upp­lifði þegar Snorri Steinn klúðr­aði vít­inu í Ung­verja­leiknum á ÓL 2012. Þá sömu og þegar hið frá­bæra „Það sem eng­inn sér“ fékk ekki eitt ein­asta stig í Eurovision 1989. Þá sömu og þegar óum­deil­an­lega versta mann­eskja heims, Boston Rob, varð í öðru sæti í Sur­vi­vor: All-St­ars — og kærastan hans vann milljón doll­ara.

Nei, ókei. Það var reyndar aðeins verra.

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None