Auglýsing

Jólin 2009 eru mér, fjöl­skyldu minni og nánum vinum afar eft­ir­minni­leg. Ég hafði verið í krukk­unni hjá manni sem ég ákvað að gefa jóla­gjöf. Að vera í krukk­unni hjá ein­hverjum þýðir að vera eins og ósjálf­bjarga skor­dýr sem barn veiðir í sultu­krukku, veitir því tíma­bundna gleði, er stundum hrist og vank­að, milli þess sem það fær kannski vatn og hun­ang. Ég vissi nákvæm­lega ekki neitt um hvort eða hvernig þessi maður vildi hafa mig í lífi sínu þrátt fyrir rúm­lega ár af vit­leysu, en ég ákvað nú bara samt að kaupa gjöf, hringja í systur hans og fá að fela gjöf­ina undir tré­nu. Á aðfanga­dags­kvöld fékk ég SMS sem í stóð: „Þú ert geð­veik. Þetta er besta gjöf sem ég hef feng­ið.“ 

Ég vissi ekki hvort ég ætti að lesa meira í, að ég væri geð­veik eða að þetta væri besta gjöf sem hann hefði feng­ið. Við jóla­tréð hjá mér dregur heldur betur til tíð­inda, haldið þið ekki að mað­ur­inn hafi ekki bara líka komið með jóla­gjöf, og sam­kvæmt lýs­ingum föður míns sem er ekki mjög mann­glögg­ur, hafði systir hans komið með hana fyrr um dag­inn, meðan ég var að keyra út aðra pakka. Í pakk­anum er hring­ur. Ekki ein­hver trú­lof­un­ar­hring­ur, bara svona sætur „dress jewel­ry“. Ég verð óstjórn­lega glöð og sendi öllum vinum SMS um að jóla­krafta­verk hafi átt sér stað. Seinna um kvöldið kemur allur móð­ur­ætt­bog­inn í mið­næt­ur­des­ert og að sjálf­sögðu er þetta rætt. Móð­ur­bróðir minn til­kynnir mér hátíð­legur í bragði að hann hafi tekið mann­inn á beinið á Ölstof­unni á aðvent­unni og sagt honum að hætta að rugla í litlu frænku. 

Þegar ég er orðin róleg, svona um kl. 2 á jóla­nótt, ákveð ég að senda þakk­ar-SMS til manns­ins. Stendur þá ekki móðir mín upp og seg­ir: „Ekki gera það. Hann gaf þér ekki neitt. Ég var að stríða þér. Fyr­ir­gefðu ... þetta átti ekki að ganga svona lang­t.“ Ég stend upp, hleyp niður í gamla her­bergið mitt og græt mig í svefn á jóla­nótt. 25 ára. Ég heyri í ömmu minni og fleirum húð­skamma stríðni­sjóla­púk­ann móður mína. Dag­inn eftir hringir amma í mig og seg­ir: „En Mar­grét mín, þú ert ekki í fýlu út í mömmu þína. Þú ert sár út í hann.“ Móðir mín er hins vegar enn mjög ánægð með þetta prakk­ara­strik hjá sér, og er þetta rifjað upp á hverju ein­asta aðfanga­dags­kvöldi síð­an.

Auglýsing

Ekki dæma móður mína samt. Hún er í alvöru fyndn­asta og besta kona í heimi. Við sóttum til dæmis systur mína út á flug­völl í gær og til að drepa tím­ann þá keyrði hún mig um í inn­kaupa­kerru, skríkj­andi úr gleði og sagði „Ef við værum ung­lingar væri búið að henda okkur út.“

Ég lærði svo margt þessi jól, meðal ann­ars að það að vera næs við ein­hvern þýðir ekki að við­kom­andi stökkvi í jóla­fang þitt, sama hvað jóla­gjöfin er útpæld. Ég sá líka að það að vera ein­hleypur gefur besta fólk­inu þínu skot­leyfi á þig, og það er búið að vera sjálft svo lengi utan mark­aðar að það annað hvort veit ekki hvað þetta getur verið sárt eða heldur að æðsta tak­mark allra sé að vera í pakk­an­um, sem það er alls ekki.

Síðan þá hafa jólin verið upp og ofan. Nán­asta fjöl­skylda hefur vit á að spyrja ekki, þau vita að upp­lýs­ing­arnar koma ef mér finnst ég þurfa að deila þeim. Aðr­ir, not so much. Ég fæ iðu­lega spurn­ing­una hvernig ást­ar­lífið gangi, og ef ég hef svar við því skiptir fólk sér af ólík­leg­ustu hlut­um. „Nenn­irðu að deita mann sem á börn?“ Eh, hver á ekki börn? Móð­ur­bróðir minn, þessi sami og tók mann­inn á beinið í sög­unni að ofan, var óvæntur banda­maður eitt árið þegar hann þrum­aði yfir boð­ið: „Látið hana Mar­gréti í friði, hún er eina mann­eskjan í þess­ari fjöl­skyldu með ein­hverja stand­arda.“

En þetta eru ekki bara fjöl­skyldu­boð­in. Vinnu­staða­partýin eru líka svona, og virð­ist jóla­há­tíðin kveikja á vork­un­ar­tóni fólks sem maður hittir á hverjum degi, en þekkir ekki neitt. 

Fyrir mér er sann­asta sena kvik­mynda­sög­unnar úr Brig­det Jones þar sem hún situr við enda lang­borðs, og er spurð "So, Brid­get, how is your love life?" og boðið stöðvast og allir horfa spyrj­andi augum á fríkið í partý­inu, mann­eskju sem kom ein, og allir vor­kenna. Það er frá­bært að vera ein á jól­un­um. Ég þarf ekki að raka á mér lapp­irn­ar, kaupi bara þykkar svartar sokka­buxur og kaupi mér geggj­aða jóla­gjöf, sem í ár er viku­ferð til New York. 

En skjótt skip­ast veður í lofti og reður í klofi og kannski hef ég svar við þessu í ár. En ég mun ekki gefa neitt upp ef fólk spyr að fyrra bragði.

Ef þig langar að spyrja ein­hleypan um hvernig ást­ar­lífið er, byrj­aðu á að gefa upp­lýs­ingar um þig og ást­ar­lífið þitt. Beyoncé hefur nefni­lega sýnt okkur að fjörið hættir ekk­ert eftir hjóna­vígslu, ónei. Ég vil vita hvort þú vitir af því að mað­ur­inn þinn er á Tinder á bak­við þig. Ég vil vita hvort þú náir honum ennþá upp. Hvernig breyt­inga­skeiðið er að fara með hjóna­líf­ið. Hvort þú sért í alvöru ham­ingju­sam­ur. Hvort bókin sem þú fékkst í jóla­gjöf var svona svaka­lega góð að þú gast ekki slitið þig frá henni, en ekki veru­leikaflótti til að þurfa ekki að eiga sam­skipti við maka þinn og fjöl­skyldu. Ann­ars get­urðu bara kyngt þess­ari spurn­ingu og dregið svar af handa­hófi hér, sem eru öll sönn svör ein­hleypra vina:



  • Ég svaf hjá fjórum á einni viku í nóv­em­ber. Konan á húð og kyn vildi ekki hæfæva mig... ert þú kannski til í það tanta?

  • Gengur svona hel­víti vel, núver­andi metið er vika áður en ég fæli fólk frá með per­sónu­leika mínum og píku.

  • Maður sem ég vinn með er mikið að senda mér myndir af typp­inu á sér á snapptjatt, hann seg­ist vera að hætta með kærust­unni en ég veit það ekki. Ég fékk sko enga mynd á aðfanga­dags­kvöld, finnst þér að ég eigi að lesa í það?

  • Ég er yfir mig skot­in(n), en ég myndi aldrei kynna við­kom­andi fyrir ykkur því þið eruð bæði leið­in­leg og dóm­hörð.

  • Æ hann er giftur þannig ég get eig­in­lega ekki talað um það. Held að þú þekkir hann samt.

  • Ég er búin að kaupa dag­inn eft­ir-pill­una svo oft að apó­tek­ar­inn í Lauga­vegs­apó­teki er orð­inn vinur minn og ég er að hugsa um að bjóða honum í afmælið mitt. 

  • Takk fyrir að spyrja, ég er upp með mér að þú berir hag minn fyrir brjósti, en mér finnst þessi spurn­ing rosa­lega per­sónu­leg og svo­lítið dóna­leg og ég ætla ekki að svara henni. 

Og þið sem spilið í ein­hleypu deild­inni, stelið svar­inu hans frænda míns. „Látið mig í friði. Ég er eina mann­eskjan í þessu boði með ein­hverja stand­arda.“ Hendið svo jólaglögg­inu í gólf­ið, gangið út og skellið hurð­u­m. 

Gleði­leg jól.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None