Látið íslensku pylsuna í friði!

Auglýsing

Þegar ég var barn voru pylsur soðnar á heim­il­inu á föstu­dög­um. Það var mikil hátíð­ar­stund því þá fékk ég líka ískalt glas af Pepsi úr flösku sem var keypt á föstu­degi og dugði yfir helg­ina. Önnur flaska var ekki keypt fyrr en næsta föstu­dag en gos var ekki í boði á virkum dögum frekar en kara­mellu­kex eða ömmupizzur með Pizza Pronto.

Þetta voru ein­faldir tímar; þegar fólk hélt að öll fita væri fit­andi og lýð­heilsu­stofn­anir hvöttu fólk til að borða bara ógeðs­lega mikið af brauði. Fólk pældi minna í nær­ingu. Pylsa var bara pylsa. Matur til að borða á föstu­dögum og þegar pabbi nennti alls ekki að elda. 

Í dag er pylsan alveg jafn vin­sæl og hún var, ef ekki vin­sælli, en vel­gengni á óvini. Ráð­ist hefur verið á pyls­una úr ýmsum áttum und­an­far­ið, nú síð­ast í dramat­ískri grein á Stund­inni undir fyr­ir­sögn­inni: „Leynd­ar­dómar þjóð­ar­réttar Íslend­inga“. Þar kemur meðal ann­ars fram að kjötið væri grátt ef ekki væri fyrir lit­ar­efni og að hún sé búin til úr afurðum þriggja dýra­teg­unda, sem kemur reyndar einnig fram á umbúð­un­um.

Auglýsing

Nær­ing­ar­fræð­ingar hafa líka keppst við að spræna yfir skrúð­göngu pyls­unnar og Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) hefur lýst yfir að fólk geti alveg eins drepið sig ef það ætlar að háma í sig pylsur og aðrar unnar kjöt­vör­ur. Miðað við upp­lýs­ingar sem koma fram í umfjöllun Stund­ar­innar er ég hepp­inn að vera á lífi eftir pylsupartí for­tíð­ar­innar og ég verð að við­ur­kenna að ég átt­aði mig ekki á því að ég hafi verið svona áhættu­sækið barn. 

Allir sem hafa séð röð­ina fyrir utan Bæj­ar­ins bezt­u á venju­legum þriðju­degi vita að vin­sældir pyls­unnar eru lygi­leg­ar. Röðin lið­ast oft niður Póst­hús­stræti, nán­ast út á Aust­ur­stræti og inni­heldur oftar en ekki spennta ferða­menn sem eru enn þá með kís­il­inn úr Bláa lón­inu framan í sér, svo spenntir eru þeir að bragða á einni með öllu. Pylsan er fram­andi af því leyti að hún er böðuð í þremur teg­undum af sósu sem sam­ein­ast bæði steiktum og hráum lauk í ein­hvers konar fjöl­þjóð­legri orgíu sem hefur slegið í gegn um allan heim í krafti orð­spors. Á sama tíma erum við búin að vera með fólk í vinnu við að koma lamba­kjöti á erlenda mark­aði í ára­tugi en erum samt enn þá að borga með því.

Samt fær pylsan ekki þá virð­ingu sem hún á skil­ið. Í grein sem nær­ing­ar­fræð­ing­ur­inn Geir Gunnar Mark­ús­son birti í fyrra og fór víða dró hann börnin inn í aðför­ina að pyls­unni og sagði sorg­legt að sjá for­eldra fæða börnin sín á mat­máls­tímum á pylsu­vögnum bæj­ar­ins. Stundin er líka að hugsa um börnin og tekur fram í afhjúpun sinni að varað hafi verið við því að gefa börnum of mikið salt. Ég vil nota tæki­færið og vara for­eldra við að hafa hnakk­inn á hjólum barna sinna ekki of hátt stillt­an. Það getur verið alveg stór­hættu­leg­t. 

Í grein Stund­ar­innar er einnig gert mikið úr því að pylsur sé fram­leiddar úr alls­konar afgöngum sem falla til við slátrun á kind­um, svínum og naut­um. Á meðal þess notað er í fram­leiðsl­una sam­kvæmt grein­inni eru afklippur í lágum gæð­um, fitu­af­gang­ar, kjöt af höfði, fætur dýra, húð dýra, blóð, lifur og aðrir ætir afgangar slátr­un­ar­inn­ar. Þetta er auð­vitað tals­verður skellur fyrir okkur sem töldum að pylsur væru fram­leiddar úr svína­lund, nauta-ri­beye og kinda­fil­le en lífið heldur víst áfram.

En pælum aðeins í þessu. Mat­ar­sóun er risa­stórt vanda­mál — svo stórt að vef­ur­inn Mat­ar­só­un.is hefur verið settur í loftið gagn­gert til að fræða og miðla upp­lýs­ingum um hvernig megi minnka hana. Þriðj­ungur þess matar sem keyptur er inn á heim­ili fer í ruslið sam­kvæmt Mat­væla­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Mat­væla­fram­leið­endur eru alls ekki sak­lausir en fram­leiðslan hefur í mörgum til­vikum slæm áhrif á umhverf­ið. 

Ef aðeins bestu bit­arnir af skepn­unum væru nýttir værum við eflaust í enn verri málum í dag. Ef það er hægt að full­nýta skepn­urnar sem er þegar verið að slátra til að búa til full­kom­lega æta vöru er þá ekki best að gera það? Er skárra að henda þessu eða er kannski betra að urða þessa góm­sætu blöndu í mögum svangra túrista og sak­lausra barna? Eða þykj­umst við vera eitt­hvað betri en Kúbverjar sem borða svína­lappir með bestu lyst? Eða Mexík­óar sem borða höf­uðið af kúnni?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None