Látið íslensku pylsuna í friði!

Auglýsing

Þegar ég var barn voru pylsur soðnar á heim­il­inu á föstu­dög­um. Það var mikil hátíð­ar­stund því þá fékk ég líka ískalt glas af Pepsi úr flösku sem var keypt á föstu­degi og dugði yfir helg­ina. Önnur flaska var ekki keypt fyrr en næsta föstu­dag en gos var ekki í boði á virkum dögum frekar en kara­mellu­kex eða ömmupizzur með Pizza Pronto.

Þetta voru ein­faldir tímar; þegar fólk hélt að öll fita væri fit­andi og lýð­heilsu­stofn­anir hvöttu fólk til að borða bara ógeðs­lega mikið af brauði. Fólk pældi minna í nær­ingu. Pylsa var bara pylsa. Matur til að borða á föstu­dögum og þegar pabbi nennti alls ekki að elda. 

Í dag er pylsan alveg jafn vin­sæl og hún var, ef ekki vin­sælli, en vel­gengni á óvini. Ráð­ist hefur verið á pyls­una úr ýmsum áttum und­an­far­ið, nú síð­ast í dramat­ískri grein á Stund­inni undir fyr­ir­sögn­inni: „Leynd­ar­dómar þjóð­ar­réttar Íslend­inga“. Þar kemur meðal ann­ars fram að kjötið væri grátt ef ekki væri fyrir lit­ar­efni og að hún sé búin til úr afurðum þriggja dýra­teg­unda, sem kemur reyndar einnig fram á umbúð­un­um.

Auglýsing

Nær­ing­ar­fræð­ingar hafa líka keppst við að spræna yfir skrúð­göngu pyls­unnar og Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) hefur lýst yfir að fólk geti alveg eins drepið sig ef það ætlar að háma í sig pylsur og aðrar unnar kjöt­vör­ur. Miðað við upp­lýs­ingar sem koma fram í umfjöllun Stund­ar­innar er ég hepp­inn að vera á lífi eftir pylsupartí for­tíð­ar­innar og ég verð að við­ur­kenna að ég átt­aði mig ekki á því að ég hafi verið svona áhættu­sækið barn. 

Allir sem hafa séð röð­ina fyrir utan Bæj­ar­ins bezt­u á venju­legum þriðju­degi vita að vin­sældir pyls­unnar eru lygi­leg­ar. Röðin lið­ast oft niður Póst­hús­stræti, nán­ast út á Aust­ur­stræti og inni­heldur oftar en ekki spennta ferða­menn sem eru enn þá með kís­il­inn úr Bláa lón­inu framan í sér, svo spenntir eru þeir að bragða á einni með öllu. Pylsan er fram­andi af því leyti að hún er böðuð í þremur teg­undum af sósu sem sam­ein­ast bæði steiktum og hráum lauk í ein­hvers konar fjöl­þjóð­legri orgíu sem hefur slegið í gegn um allan heim í krafti orð­spors. Á sama tíma erum við búin að vera með fólk í vinnu við að koma lamba­kjöti á erlenda mark­aði í ára­tugi en erum samt enn þá að borga með því.

Samt fær pylsan ekki þá virð­ingu sem hún á skil­ið. Í grein sem nær­ing­ar­fræð­ing­ur­inn Geir Gunnar Mark­ús­son birti í fyrra og fór víða dró hann börnin inn í aðför­ina að pyls­unni og sagði sorg­legt að sjá for­eldra fæða börnin sín á mat­máls­tímum á pylsu­vögnum bæj­ar­ins. Stundin er líka að hugsa um börnin og tekur fram í afhjúpun sinni að varað hafi verið við því að gefa börnum of mikið salt. Ég vil nota tæki­færið og vara for­eldra við að hafa hnakk­inn á hjólum barna sinna ekki of hátt stillt­an. Það getur verið alveg stór­hættu­leg­t. 

Í grein Stund­ar­innar er einnig gert mikið úr því að pylsur sé fram­leiddar úr alls­konar afgöngum sem falla til við slátrun á kind­um, svínum og naut­um. Á meðal þess notað er í fram­leiðsl­una sam­kvæmt grein­inni eru afklippur í lágum gæð­um, fitu­af­gang­ar, kjöt af höfði, fætur dýra, húð dýra, blóð, lifur og aðrir ætir afgangar slátr­un­ar­inn­ar. Þetta er auð­vitað tals­verður skellur fyrir okkur sem töldum að pylsur væru fram­leiddar úr svína­lund, nauta-ri­beye og kinda­fil­le en lífið heldur víst áfram.

En pælum aðeins í þessu. Mat­ar­sóun er risa­stórt vanda­mál — svo stórt að vef­ur­inn Mat­ar­só­un.is hefur verið settur í loftið gagn­gert til að fræða og miðla upp­lýs­ingum um hvernig megi minnka hana. Þriðj­ungur þess matar sem keyptur er inn á heim­ili fer í ruslið sam­kvæmt Mat­væla­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Mat­væla­fram­leið­endur eru alls ekki sak­lausir en fram­leiðslan hefur í mörgum til­vikum slæm áhrif á umhverf­ið. 

Ef aðeins bestu bit­arnir af skepn­unum væru nýttir værum við eflaust í enn verri málum í dag. Ef það er hægt að full­nýta skepn­urnar sem er þegar verið að slátra til að búa til full­kom­lega æta vöru er þá ekki best að gera það? Er skárra að henda þessu eða er kannski betra að urða þessa góm­sætu blöndu í mögum svangra túrista og sak­lausra barna? Eða þykj­umst við vera eitt­hvað betri en Kúbverjar sem borða svína­lappir með bestu lyst? Eða Mexík­óar sem borða höf­uðið af kúnni?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None