Auglýsing

Pönk­ar­inn, skáldið og ævin­týra­mað­ur­inn Henry Roll­ins varp­aði eitt sinn fram þeirri kenn­ingu að tón­list væri lyk­ill­inn að friði á jörðu. Hann var hvorki sá fyrsti né síð­asti til að gera það, en sagan sem hann sagði í kjöl­farið var skemmti­leg.

Ímynduð her­sveit ungra manna und­ir­býr árás á óvina­búð­ir. Þegar her­menn­irnir nálg­ast heyra þeir óm í fjarska. „Hvað er þetta?“ Það er sól og steikj­andi eyði­merk­ur­hiti. Her­sveitin þok­ast nær. „Er þetta tón­list?“ Her­menn­irnir nema staðar og bíða færis á bak við hól skammt frá óvina­búð­un­um. Þeir sjá óvina­her­menn­ina að leik, algjör­lega varn­ar­lausa. Berir að ofan drekka þeir bjór og sparka fót­bolta sín á milli. „Þessa tón­list þekki ég,“ segir einn af okkar mönnum og gengur upp á hól­inn. „Ég trúi þessu ekki, þeir eru að hlusta á Ramo­nes!“

Til að gera langa sögu stutta, þá gátu her­menn­irnir í þess­ari krútt­lega barns­legu sögu ekki hugsað sér að drepa aðra unga menn sem hlust­uðu á sömu tón­list og þeir. Þess í stað lögðu þeir niður vopn og sömdu frið. Allt end­aði þetta svo í alls­herjar rokk­par­tíi þar sem eini ágrein­ing­ur­inn sner­ist um það hver væru þrjú bestu lögin með Slayer (rétt svar: Silent Scr­eam, War Ens­emble og Angel of Deat­h).

Auglýsing

Svona virkar heim­ur­inn auð­vitað ekki í alvör­unni. Ef ég væri á það hræði­legum stað í líf­inu að ég væri í hern­um, sjálf­vilj­ugur eða til­neydd­ur, þá myndi óvinur minn fá kúlu í hausinn, jafn­vel þó hann væri í Bad Religion–­bol. Drepa eða vera drep­inn — þannig virkar þetta víst. Fyrir utan það að ef þessi kenn­ing ætti að virka þá þyrftu allir að fíla sömu mús­ík. Óvina­her­maður í Muse–­bol fengi til dæmis ekki skot í haus­inn. Ég myndi miða á hné­skel­ina eða miltað eða eitt­hvað og leyfa þessu að ger­ast svo­lítið hægt.

En það er eitt­hvað til í því að maður leyfi fólki frekar að njóta vafans ef það kann að meta sömu hluti og maður sjálf­ur. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég alltaf bjarga mann­inum í Carcass–hettu­peys­unni frá drukknun frekar en gaurnum með Maroon 5–húð­flúrið við hlið­ina á hon­um. Ekk­ert per­sónu­legt, en honum er nær að hlusta á svona leið­in­lega hljóm­sveit. Ég myndi gefa söngv­ar­anum í Iron Maiden hálfan síð­asta mat­ar­skammt­inn minn ef við værum saman á fleka úti á ball­ar­hafi frekar en að gefa Beyoncé hann. Ég er ekki einu sinni Iron Maiden–að­dá­andi, en Iron Maiden er þung­arokk og þung­arokk vinnur alltaf popp. Sorrí Bey, þú verður bara að borða trjá­börk­inn af flek­an­um.

Og út frá þess­ari sömu hug­mynda­fræði nálg­ast ég Óttar Proppé (að gefnu til­efni; hér er Ótt­arr, um Ótt­ar, frá Ótt­ari til Ótt­ars — reynum nú öll að vera með þetta á hrein­u). Ég fæ mig ein­fald­lega ekki til þess að vera reiður við hann, þrátt fyrir að mjög margir í berg­máls­klef­anum mínum séu það. Ég er engu að síður bæði von­svik­inn og hissa. „Hann er einn af okk­ur, þetta hlýtur að vera hluti af ein­hverju vinstri/miðju–­snilld­ar­plott­i,“ hugs­aði ég í hvert ein­asta skipti sem ég sá hann val­hoppa um göt­urnar með nýja besta vini sínum í Við­reisn. „Hann er að halda þeim heit­um, hann er að þreyta þá. Þetta er svona stang­veiði­taktík. Hahaha, svip­ur­inn á Bjarna verður óborg­an­leg­ur!“ En svo var hann bara ekk­ert að því.

Kannski er ég svona blindur og hrekk­laus en ég trúi því samt ennþá að hann sé ekki skunk­ur. Ég úti­loka það að vísu ekki alveg, en ég leyfi Ótt­ari að njóta vafans þar til annað kemur í ljós. Af því að hann er einn af … mér. Hann er í pönk­hljóm­sveit eins og ég, hann bara hlýtur að vera góður gaur. Kannski ving­að­ist hann við Bjarna og Benna til þess eins að tryggja sér heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, eitt af allra mik­il­væg­ustu ráðu­neyt­un­um, þar sem hann ætlar svo sann­ar­lega að láta til sín taka. Stytta biðlista og standa í hár­inu á einka­væð­ing­ar­sinn­um. Minnka greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og tryggja aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag og búsetu. Byrja að borga hjúkr­un­ar­fræð­ingum mann­sæm­andi laun og fá þessi sirka hund­rað stykki sem vantar til starfa á Land­spít­al­anum til að snúa þangað aft­ur. Kannski mun honum takast það sem allir flokkar hafa lofað með einum eða öðrum hætti fyrir hverjar ein­ustu alþing­is­kosn­ingar sem ég man eft­ir; að end­ur­reisa heil­brigð­is­kerf­ið. Mikið væri það nú gam­an.

Ég hef minni trú á hinum ráð­herr­un­um. Þeir hlusta bókað allir á Genes­is, Pink Floyd, kán­trí og karla­kóra. Ég tengi ekk­ert við þannig fólk. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None