„Væri það illa séð ef ég sendi ykkur Kjaftæðið mitt ekki í kvöld, en alveg pott­þétt fyrir kl. 09 í fyrra­mál?“ Þessa spurn­ingu sendi ég á rit­stjórn Kjarn­ans síð­degis í gær og fékk „ekk­ert mál“ til baka. Ég var nefni­lega með plön fyrir kvöldið og allt of lítið sof­inn til að vaka eitt­hvað fram­eft­ir. En þetta yrði ekk­ert mál, ég var með skot­helt plan. Að eyða stræt­ó­ferð­inni heim úr vinn­unni til að ákveða hvað ég ætl­aði að skrifa um, leyfa því að malla fram­yfir kvöld­mat, skrifa niður stikkorð og sirka tíma­röð áður en ég færi að sofa, vakna síðan nógu snemma til að ná 7:26–vagn­in­um, vera kom­inn í vinn­una rétt fyrir kl. 8:00 og hafa þá um klukku­tíma til að skrifa eftir punkt­unum mín­um. Dedd­læn klukkan 9, vinnan byrjar 9 — þetta er hið full­komna plan. Af hverju er ég að gera þetta alltaf á kvöldin eins og ein­hver hel­vítis auli?

Svo fór kvöldið reyndar þannig að plönin mín fóru út í veður og vind, en ég var svo hrif­inn af þessu plani mínu að ég ákvað að halda mig við það. Eyddi kvöld­inu þess í stað í að gera ekki neitt. Sem var reyndar alveg kær­kom­ið. Börnin tvö á heim­il­inu tóku nefni­lega ákvörðun um það um dag­inn að svefn væri ofmet­inn. Ekki þeirra eig­in, heldur svefn ann­arra. Sá eldri er sann­færður um það að draugur hafi flutt inn til okk­ar, nánar til­tekið í svefn­her­bergið hans, þannig að oftar en ekki endar hann uppí hjá okkur með til­heyr­andi sprikli og smjatti. Börn taka nefni­lega ekki mikið pláss þegar þau eru vak­andi, en þegar þau sofa er eins og þau þre­fald­ist. Sá yngri hefur enga afsök­un. Hann er bara að vera með leið­indi. Vaknar vælandi á hálf­tíma fresti frá 23:00 til 7:00. Hann er ekki einu sinni í sama her­bergi þannig að ég þarf að taka röltið 10–15 sinnum yfir nótt­ina til að setja upp í hann snuð. Eins og hann geti ekki gert það sjálf­ur. Eru árs­gömul börn kannski orðin nógu gömul til að hata for­eldra sína?

Auglýsing

„Hauk­ur, vakn­að­u!“ var það sem ég vakn­aði við í morg­un. Það síð­asta sem ég vildi vakna við. Ónei, klukkan var 7:26. Ég leit út um glugg­ann og sá strætó­inn minn bruna fram­hjá hús­inu mínu. Hvernig gat þetta frá­bæra plan klikkað svona algjör­lega? Ég henti mér í föt, burstaði tennur og hljóp út í dauð­ans ofboði. Næsti strætó var vænt­an­legur 7:41 og ég ætl­aði ekki að missa af hon­um. Og djöf­ull er maður asna­legur þegar maður hleypur í hálku.

Ég rétt náði þessum vagni og ákvað að nota tím­ann. „Ókei, verk­efna­fundur í hausnum á mér. Sjitt, ég gleymdi að skrifa niður þessa punkta. Gott og vel, ég ætl­aði að skrifa um snjó­inn á sunnu­dag­inn. Hvernig hann dregur fram það besta í okk­ur. Hvað hann gerir okkur kurt­eis og hjálp­fús. Hvernig hann ætti að vera á hverjum degi þannig að við hættum að vera svona miklir hálf­vit­ar. Hmmm, ég var kom­inn með ein­hverja snjalla mynd­lík­ingu. Hvernig var hún aft­ur? Æi, and­skot­ans hel­víti. Ég gleymdi að taka með mér hjuts ess lasanjað frá því í gær sem ég ætl­aði að borða í hádeg­inu. Af hverju ekur þessi strætó­bíl­stjóri svona hægt? Ætli það sé eitt­hvað að hon­um? Ef ég næ ekki hinum vagn­inum í Hamra­borg er ég í skítn­um!“.

Klukkan 8:07 stopp­aði seinni vagn­inn fyrir framan vinn­una mína. Ekki svo slæmt. Rúmur klukku­tími orð­inn að tæpum klukku­tíma, þetta gæti verið verra. Sér­stak­lega í ljósi þess að fremstu dyrnar í vagn­inum virk­uðu ekki og á hverju ein­asta stoppi þurfti vagn­stjór­inn að standa upp og opna þær með handafli. En ég hafði auð­vitað ekki haft tíma til að borða neitt í hama­gang­in­um. „Það tefur mig eflaust ekki það mikið þó ég stoppi örstutt í bak­arí­in­u,“ hugs­aði ég. Það er hvort eð er aldrei neitt að gera í þessu bak­aríi … nema reyndar akkúrat núna. Þrír á undan mér, löööt­ur­hæg­ir. Lík­lega nývakn­aðir úr svæf­ingu eftir stóra skurð­að­gerð. „Hvernig kaffi eruð þið með?“ spurði sá fyrsti. Frá­bært. Fyrst þarf hann að ákveða hvernig kaffi hann ætlar að fá, svo þarf afgreiðslu­konan að búa það til … og frá­bært, hann heldur á seðli og er að tína saman eitt­hvað klink með því. Hann biður bókað um nótu.

Auð­vitað bað hann um nótu. Með kenni­tölu meira að segja. Reyndar báðu þeir allir um nótu og þegar sá síð­asti gerði það missti ég það út úr mér. „Guð minn góð­ur!“ Úps, ég ætl­aði bara að hugsa þetta, ekki segja það upp­hátt.

Klukkan 8:22 sett­ist ég í sætið mitt í vinn­unni og kveikti á tölv­unni. „Ókei, ég hef ekki tíma til að skrifa eftir þessum punkt­um. Ég er fljót­ari að skrifa pistil um það að skrifa pistil. Sem er elsta trixið í bók­inni, að skrifa eitt­hvað sjálf­hverft og flippað í flýti vegna þess að þú skeist á þig.

Akkúrat núna þegar ég skrifa þessi loka­orð er klukkan orðin 9:07. Ég er búinn að svíkja Kjarn­ann. „Al­veg pott­þétt fyrir kl. 09 í fyrra­mál.“ Einmitt. Vinnu­fé­lag­arnir mættir og ég get ekki ein­beitt mér. Yfir­mað­ur­inn sestur á móti mér og ég að reyna að feika það. Ég er kom­inn á „fyr­ir­tækja­tíma“. Þetta er óheið­ar­legt. Það er eins gott að próf­arka­les­ari Kjarn­ans sé vel sof­inn, því þetta sem ég er að fara að senda er eins og gór­illa í ofn­hönskum hafi vél­ritað það. En svona ger­ist víst þegar maður á börn.

Hey, vitið þið hvað er raun­veru­lega elsta trixið í bók­inni, jafn­vel eldra en það að skrifa pistil um pistil? Að kenna börn­unum sínum um það þegar maður gerir upp á bak. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None