Auglýsing

„Væri það illa séð ef ég sendi ykkur Kjaftæðið mitt ekki í kvöld, en alveg pott­þétt fyrir kl. 09 í fyrra­mál?“ Þessa spurn­ingu sendi ég á rit­stjórn Kjarn­ans síð­degis í gær og fékk „ekk­ert mál“ til baka. Ég var nefni­lega með plön fyrir kvöldið og allt of lítið sof­inn til að vaka eitt­hvað fram­eft­ir. En þetta yrði ekk­ert mál, ég var með skot­helt plan. Að eyða stræt­ó­ferð­inni heim úr vinn­unni til að ákveða hvað ég ætl­aði að skrifa um, leyfa því að malla fram­yfir kvöld­mat, skrifa niður stikkorð og sirka tíma­röð áður en ég færi að sofa, vakna síðan nógu snemma til að ná 7:26–vagn­in­um, vera kom­inn í vinn­una rétt fyrir kl. 8:00 og hafa þá um klukku­tíma til að skrifa eftir punkt­unum mín­um. Dedd­læn klukkan 9, vinnan byrjar 9 — þetta er hið full­komna plan. Af hverju er ég að gera þetta alltaf á kvöldin eins og ein­hver hel­vítis auli?

Svo fór kvöldið reyndar þannig að plönin mín fóru út í veður og vind, en ég var svo hrif­inn af þessu plani mínu að ég ákvað að halda mig við það. Eyddi kvöld­inu þess í stað í að gera ekki neitt. Sem var reyndar alveg kær­kom­ið. Börnin tvö á heim­il­inu tóku nefni­lega ákvörðun um það um dag­inn að svefn væri ofmet­inn. Ekki þeirra eig­in, heldur svefn ann­arra. Sá eldri er sann­færður um það að draugur hafi flutt inn til okk­ar, nánar til­tekið í svefn­her­bergið hans, þannig að oftar en ekki endar hann uppí hjá okkur með til­heyr­andi sprikli og smjatti. Börn taka nefni­lega ekki mikið pláss þegar þau eru vak­andi, en þegar þau sofa er eins og þau þre­fald­ist. Sá yngri hefur enga afsök­un. Hann er bara að vera með leið­indi. Vaknar vælandi á hálf­tíma fresti frá 23:00 til 7:00. Hann er ekki einu sinni í sama her­bergi þannig að ég þarf að taka röltið 10–15 sinnum yfir nótt­ina til að setja upp í hann snuð. Eins og hann geti ekki gert það sjálf­ur. Eru árs­gömul börn kannski orðin nógu gömul til að hata for­eldra sína?

Auglýsing

„Hauk­ur, vakn­að­u!“ var það sem ég vakn­aði við í morg­un. Það síð­asta sem ég vildi vakna við. Ónei, klukkan var 7:26. Ég leit út um glugg­ann og sá strætó­inn minn bruna fram­hjá hús­inu mínu. Hvernig gat þetta frá­bæra plan klikkað svona algjör­lega? Ég henti mér í föt, burstaði tennur og hljóp út í dauð­ans ofboði. Næsti strætó var vænt­an­legur 7:41 og ég ætl­aði ekki að missa af hon­um. Og djöf­ull er maður asna­legur þegar maður hleypur í hálku.

Ég rétt náði þessum vagni og ákvað að nota tím­ann. „Ókei, verk­efna­fundur í hausnum á mér. Sjitt, ég gleymdi að skrifa niður þessa punkta. Gott og vel, ég ætl­aði að skrifa um snjó­inn á sunnu­dag­inn. Hvernig hann dregur fram það besta í okk­ur. Hvað hann gerir okkur kurt­eis og hjálp­fús. Hvernig hann ætti að vera á hverjum degi þannig að við hættum að vera svona miklir hálf­vit­ar. Hmmm, ég var kom­inn með ein­hverja snjalla mynd­lík­ingu. Hvernig var hún aft­ur? Æi, and­skot­ans hel­víti. Ég gleymdi að taka með mér hjuts ess lasanjað frá því í gær sem ég ætl­aði að borða í hádeg­inu. Af hverju ekur þessi strætó­bíl­stjóri svona hægt? Ætli það sé eitt­hvað að hon­um? Ef ég næ ekki hinum vagn­inum í Hamra­borg er ég í skítn­um!“.

Klukkan 8:07 stopp­aði seinni vagn­inn fyrir framan vinn­una mína. Ekki svo slæmt. Rúmur klukku­tími orð­inn að tæpum klukku­tíma, þetta gæti verið verra. Sér­stak­lega í ljósi þess að fremstu dyrnar í vagn­inum virk­uðu ekki og á hverju ein­asta stoppi þurfti vagn­stjór­inn að standa upp og opna þær með handafli. En ég hafði auð­vitað ekki haft tíma til að borða neitt í hama­gang­in­um. „Það tefur mig eflaust ekki það mikið þó ég stoppi örstutt í bak­arí­in­u,“ hugs­aði ég. Það er hvort eð er aldrei neitt að gera í þessu bak­aríi … nema reyndar akkúrat núna. Þrír á undan mér, löööt­ur­hæg­ir. Lík­lega nývakn­aðir úr svæf­ingu eftir stóra skurð­að­gerð. „Hvernig kaffi eruð þið með?“ spurði sá fyrsti. Frá­bært. Fyrst þarf hann að ákveða hvernig kaffi hann ætlar að fá, svo þarf afgreiðslu­konan að búa það til … og frá­bært, hann heldur á seðli og er að tína saman eitt­hvað klink með því. Hann biður bókað um nótu.

Auð­vitað bað hann um nótu. Með kenni­tölu meira að segja. Reyndar báðu þeir allir um nótu og þegar sá síð­asti gerði það missti ég það út úr mér. „Guð minn góð­ur!“ Úps, ég ætl­aði bara að hugsa þetta, ekki segja það upp­hátt.

Klukkan 8:22 sett­ist ég í sætið mitt í vinn­unni og kveikti á tölv­unni. „Ókei, ég hef ekki tíma til að skrifa eftir þessum punkt­um. Ég er fljót­ari að skrifa pistil um það að skrifa pistil. Sem er elsta trixið í bók­inni, að skrifa eitt­hvað sjálf­hverft og flippað í flýti vegna þess að þú skeist á þig.

Akkúrat núna þegar ég skrifa þessi loka­orð er klukkan orðin 9:07. Ég er búinn að svíkja Kjarn­ann. „Al­veg pott­þétt fyrir kl. 09 í fyrra­mál.“ Einmitt. Vinnu­fé­lag­arnir mættir og ég get ekki ein­beitt mér. Yfir­mað­ur­inn sestur á móti mér og ég að reyna að feika það. Ég er kom­inn á „fyr­ir­tækja­tíma“. Þetta er óheið­ar­legt. Það er eins gott að próf­arka­les­ari Kjarn­ans sé vel sof­inn, því þetta sem ég er að fara að senda er eins og gór­illa í ofn­hönskum hafi vél­ritað það. En svona ger­ist víst þegar maður á börn.

Hey, vitið þið hvað er raun­veru­lega elsta trixið í bók­inni, jafn­vel eldra en það að skrifa pistil um pistil? Að kenna börn­unum sínum um það þegar maður gerir upp á bak. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None