Auglýsing

Í síðustu viku gerðist það á twitter að fólk opnaði sig um áreiti sem þrífst innan miðilsins. Bæði er það í formi svokallaðra… æji fokkit ég nenni ekki að útskýra twitter fyrir fólk sem er ekki þar. Áreitið sem rætt var snerist um eldri menn og samskipti þeirra við konur, bæði í tístum sem voru fyrir allra augum sem voru toppurinn á ísjakanum og í beinum skilaboðum á milli fólks.

Ég er í þó nokkrum hópum þar sem þessi áreitni er rædd, hvernig eigi að díla við hana en langoftast snýst þetta um að verða að opna sig í lokuðum hópi því að þetta er svo erfitt – er hann að meina þetta? Er hann skrýtinn? Er hann að reyna að vera einlægur og það mistekst svona svakalega? Af hverju er hann að senda mér þetta? Í mörgum tilfellum er það svo að áreitari er ekki að áreita í fyrsta sinn. „Ég lenti líka í honum“ er óþægilega oft ein af athugasemdunum. 


Fólk sem skilur ekki internetsamskipti á það til í kommentakerfum að segja fólki sem lendir í óviðeigandi skilaboðaflaumi hvað það hefði átt að gera. „Af hverju blokkaði hún hann ekki?“ Vegna þess að þá koma skilaboð í gegnum aðrar leiðir. Það er ástæða fyrir því að ég er ekki með símanúmerið mitt skráð á nei.is. „Af hverju sagðirðu viðkomandi ekki að hætta?“ Ég hef þónokkra reynslu í því að fá óviðeigandi skilaboð og það sem er erfiðast er að átta sig á því hvenær saklaus skilaboð breytast í óviðeigandi. Fyrsta ping er oft saklaust, jákvætt, hrós. Opnað á samskipti. Ég svara „takk.“ Svo ágerist þetta. Skilaboðin berast á furðulegum tíma sólarhrings. „Ég sá þig í dag.“ Svo getur það ágerst enn frekar en okkur konum sem höfum svo margar upplifað áreiti er kennt að bægja þessum tilfinningum frá okkur með hugsununum: hann er fullur, hann er að grínast, hann er á rófinu, hann er með furðulegan húmor, hann er á skrýtnum stað í lífinu, vinur minn segir að hann sé í alvörunni mjög fínn gaur, hann er alveg ruglaður með víni, einhver vinur hans er að fokka í honum, ég er að misskilja.

Auglýsing

Í internetheimum getur alls konar fólk haft samskipti sín á milli og alls kyns fólk getur haft samband við mann. Ég þakka fyrir þetta á hverjum degi, get haft samband við alls kyns fólk sem hefur svipað áhugasvið og ég og á í engum vandræðum með að leita upplýsinga hjá réttu fólki. Fyrir utan þá stórkostlegu staðreynd að mér berast fyrirspurnir um gigg... þar sem ég er ekki með símanúmerið mitt skráð. 

Samskiptin sem um ræðir eiga það til að sá áreitti upplifir sig í þeirri stöðu að geta einfaldlega ekki mótmælt. Óharðnaður unglingur með fáa fylgjendur fær óviðeigandi skilaboð frá eldri manneskju sem það lítur upp til, og hefur gaman að. Fyrsta svar við áreiti er kannski „hehe“ sem hinn túlkar sem jákvæða svörun. Eftir fullmörg hehe finnst áreitara þetta ganga nokkuð vel og gengur lengra og þá eru ekki allir í þeirri stöðu að geta svarað fullum hálsi „HEYHEY NEI NÚ HÆTTIR ÞÚ DÓNAKALL,“ þrátt fyrir að lyklaborð og skjáir skilji að.

Gefum okkur það að hver einn og einasti maður sem subtweetaður var hafi allir verið að hrósa, verið að kynnast nýjum vinum í internetheimum eða einfaldlega bara að grína, en það þýðir að alvöru creep-in sem voru í alvöru að áreita og vera ógeð sluppu sérdeilis vel með skrekkinn í þetta sinn og líklega hafa allmargir verið á hjúkketinu fram eftir nóttu að þeir lentu ekki í storminum. 

Það er óþolandi að áreiti sé daglegt brauð hjá stórum hópi fólks. Listinn sem ég taldi upp hér að ofan: Hann er fullur, hann er að grínast; er ósjálfráður mekkanismi til að eiga við þetta. Það er munur á því að sýna fólki áhuga, það er reyna við það, og vera óviðeigandi. Ef fólk lendir ítrekað í því að fólk er að misskilja hrósin manns og góðvild, er þá spurning um að skoða þetta einstefnu samskiptamunstur? 

Og aðeins meira internet. Oh-ó-Óttar tjáði sig og gerði lítið úr hrelliklámi, en hann var fenginn í útvarpsviðtal til að tjá sig um af hverju menn senda typpamyndir. Hrelliklám er alvöru vandamál. Að halda því fram að konur eigi að vita betur, að sambönd súrni og þá sé eðlilegasti hlutur í heimi að myndir teknar í trausti fari á flakk er svo gamaldags hugsunarháttur að ég velti því fyrir mér hvort inni í þessum ritúal sé að kærasti spyrji ekki örugglega föður stúlkunnar hvort það sé ekki í lagi að hann taki nektarmynd af henni.

Þarna er ekki aðeins verið að halda því fram að gagnkynhneigðar konur séu nautheimskar, heldur er því haldið fram að karlmenn séu allir, hver einn og einasti með skítlegt eðli. Og fyrirgefðu, Óttar minn, þið eruð ekki allir ógeð. Langflestir ykkar eru kærleiksbirnir í mannsmynd. 

Og svo var ég svoleiðis alveg viss að Jón Baldvin hefði verið fenginn í Silfrið til að tjá sig í framhaldi af þessum twitterstormi um það þegar hrósskilaboð sem maður sendir eru mistúlkuð sem viðbjóður. Eða eitthvað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None