Auglýsing

Heil­inn er alveg ótrú­legt fyr­ir­bæri og það vita all­ir. Magn­að­asta sköp­un­ar­verk­ið, því­líkt trylli­tæki. Ef ekki væri fyrir heil­ann myndi eng­inn muna neitt né skilja neitt. 

Ég hef í nokkurn tíma verið með heil­ann á heil­an­um. Til að gera langa sögu stutta þá er það ein­hvers konar sann­fær­ing mín og míns heila að allt sem er og er ekki byrji og endi í heil­an­um. Ein­hvers staðar á leið­inni beit ég í mig kenn­ingar Nietsczhes varð­andi það að allt sem við höldum að sé satt sé sköpun manns­ins. Að menn­irnir hafi skapað allar mæli­ein­ing­arnar og kerfin og aðferð­irnar til að lýsa því sem fyrir ber, útfrá sinni getu til að skynja og skilja og sann­leik­ur­inn endi þar sem get­unni slepp­ir. Heim­ur­inn eins og við þekkjum hann er afurð heil­ans. 

Ég fór að læra lækn­is­fræði á gam­als­aldri því mig lang­aði svo að skoða heil­ann, af ofan­greindum ástæð­um. Sem ég gerði og hef ég nú í dag hand­leikið þónokkra ferska og forma­lín­bað­aða manns­heila. Ég var eins og Gollum með hring­inn í fyrsta krufn­inga­tím­an­um. Að fá að sjá hann, snerta hann, finna áferð­ina, finna lykt­ina af hon­um, hvernig týpa var þessi heili? Hver fell­ing og hver skor á sitt nafn og er eins í öll­um, ólíkt því sem margir halda að um handa­hófs­kennda garna­flækju sé að ræða. Heil­inn hefur þá sér­stöðu meðal líf­færa að vera í lok­uðu rými, haus­kúp­unni, sem þýðir að ekki hefur verið gert ráð fyrir neinni útþenslu. Inni í þessu lok­aða rými flýtur hann bless­að­ur, í um 100 milli­lítrum af mænu­vökva. Heilar eru nokkuð þungir, um 1300 grömm, en flot­kraft­ur­inn snýr á þyngd­ar­aflið og við finnum ekki fyrir þyngd­inni. Snilld? Ein­skær. Sér­stakir heila­hnífar eru not­aðir til að sneiða hann niður þvers og kruss í þágu vís­ind­anna. En því­lík von­brigði, ég get ekki annað sagt. Það var nefni­lega svo lítið að sjá, alla­vega miðað við að kryfja öll hin líf­fær­in. Leynd­ar­dómar hans eru ósýni­legir berum aug­um. 

Auglýsing

Von­brigði númer tvö voru að læra um geð­lyf­in. Í mörgum til­fellum er miklu minna vitað um hvernig þau virka, miðað við öll hin lyf­in. Það stafar auð­vitað af því hve lítið við vitum um heil­ann. Til dæmis er ekki sannað hvað veldur geð­sjúk­dómum á borð við þung­lyndi. Mönnum er tamt að tala um þá til­gátu að um sé að ræða „efna­fræði­legt ójafn­væg­i”, að þung­lyndi orsak­ist af því að ekki sé nóg af tauga­boð­efn­um, til dæmis dópamíni, serótóníni og nora­drena­líni í tauga­mót­unum milli þeirra billjóna tauga­frumna sem eru í heil­an­um. En þetta er enn bara til­gáta og til­koma hennar var til­vilj­un. Sagan segir að meðal sjúk­linga sem gefið var blóð­þrýst­ings­lyfið res­erpine á 6. ára­tugnum jókst sjálfs­morð­s­tíðni upp úr öllu valdi. Lyf­inu var ætlað að blokkera nora­drena­lín í æða­kerf­inu og lækka þannig blóð­þrýst­ing en því miður stífl­aði það einnig nora­drena­lín­flæði í heil­anum með fyrr­greindum aðleið­ing­um. Þær álykt­anir voru því dregn­ar, skilj­an­lega, að lyf sem myndu auka tauga­boð­efnin í tauga­mót­unum gætu dregið úr ein­kennum þung­lynd­is, t.d. með sér­hæfðum seróntónín end­ur­upp­töku­hemlum (e. Sel­ect­ive Ser­otonin Reuptake Inhi­bitors eða SSRIs). Þetta virð­ist gef­ast vel, svo vel að nán­ast annar hver maður hefur tekið inn slík lyf. Spurn­ingin er hins veg­ar, ef aspirín slær á haus­verk, er þá ástæða haus­verkj­ar­ins skortur á aspirín­i? 

Ýmsar rem­ed­íur við geð­veilum voru próf­aðar á 20. öld­inni. Svartur blettur í sögu lækn­is­fræð­innar eru Nóbels­verð­launin 1949. Þá deildu portú­galski tauga­sér­fræð­ing­ur­inn Egas Moniz og Walter Hess með sér verð­laun­unum fyrir svo­kall­aða heila­blaðs­skurð­að­gerð (e. leucotomy). Farið var með þar til gerðan hníf inn í gegnum augn­botn­ana og ein­fald­lega hrært aðeins í heila­berk­in­um. Sjúk­lingar voru ekki svæfðir og tók aðgerðin aðeins um 5 mín­út­ur. Tugir þús­unda sjúk­linga í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu geng­ust undir þessa aðgerð með þeim afleið­ingum að ein­kenni geð­veik­innar máð­ust að ein­hverju leyti út, en það gerði per­sónu­leiki og til­finn­inga­líf sjúk­linga einnig, eins og þeir hefðu „misst sál­ina” sam­kvæmt lýs­ing­um. Önnur aðferð var að freista þess að hrein­lega end­ur­ræsa haus­inn með raf­losti eins og sjá má í þeirri fínu bíó­mynd One flew over the Cookoos nest. 

Geð­lækn­is­fræð­inni (og fleiru) hefur stundum verið lýst sem pendúl milli tveggja skauta, lík­ama og sál­ar. Eiga geð­ræn vanda­mál sér tauga­fræði­legar orsakir eða eru þau sál­ræn? Blanda af þessu tvennu? Hvar liggja mörkin milli sálar og lík­ama og eru slík mörk til? Hvað er sál­in? Þetta eru háex­istentíal­ískar spurn­ing­ar. Lang­þægi­leg­ast er auð­vitað að leita lausna í lík­am­legum orsökum því lækn­ir­inn getur gefið pillu. En málið með geðið er að lækn­ir­inn veit ekki frekar en aðrir menn hvað nákvæm­lega veldur geð­sjúk­dóm­um. Jafn­vel ekki hvað pillan ger­ir. 

Menn geta séð glasið hálf­fullt eða hálf­tómt eða séð jafn­vel gíraffa og ekk­ert glas. Ef við göngum útfrá því að eðli­leg heila­starf­semi byggi á jafn­vægi milli tauga­boð­efna, er þá ekki áhuga­vert að spá í hversu lítið í raun þarf til að koll­varpa skynjun okkar á heim­in­um? Öll vit­neskja sem við höfum í hönd­unum byggir á skiln­ing­ar­vit­un­um. Skiln­ing­ar­vit, flott orð. Ef við hugsum okkur að við menn­irnir hefðum annað sett af tauga­boð­efn­um, eða kannski bara í öðrum hlut­föll­um, þá væri ver­öldin kannski allt allt önn­ur. Kannski liði tím­inn hraðar eða hæg­ar. Fyndum nýjar lyktir og heyrðum nýjar tíðn­ir. Kannski sæjum við álfa sem eru allt í kringum okkur en við getum bara ekki séð, ekki með þessu venju­legu boð­efna­setti alla­vega. Menn sjá víst litla álfa á svepp­um. Ef allir væru alltaf á sveppum væru litlu álfarnir eðli­legur hluti af ver­öld­inni, eins og eitt­hvað norm, eins og eitt­hvað hug­lægt sem er en er ekki, til dæmis egó. En spurn­ingin er, ef sveppir komu á undan litlu álf­un­um, hvort kom þá á und­an, heim­ur­inn eða boð­efna­settið í haus­unum sem skynja heim­inn? 

And­ans mólekúl eða The spi­rit molecule er annað heiti á skynörvandi efn­inu DMT (N,N-di­met­hyl­tryptamine). Það finnst í ýmsum plöntum í fjar­lægum löndum og eru þær ýmist reyktar eða úr þeim bruggað te, t.d. aya­hu­asca – te þeirra Suð­ur­-Am­er­íku­búa. Efnið hefur í árþús­undir verið notað við alls­konar sjamanískar trú­arat­hafn­ir. Áhrifum þess er lýst sem djúpri and­legri reynslu þar sem menn tengj­ast yfir­nátt­úru­legum æðri mætti og upp­lifa svíf­andi alsælu sem felst í sam­runa við alheim­inn. Tím­inn stoppar og menn heim­sækja aðra heima og víddir og skegg­ræða við guð og geim­verur um sann­leik­ann. Reynslu­boltar segja upp­lifun­ina hafa breytt lífi þeirra og tala um að eftir DMT-tripp viti þeir loks­ins mun­inn á því að hug­leiða og hugsa með lokuð aug­un. Sumir vís­inda­menn telja að DMT sé nátt­úru­lega fram­leitt í heila­köngli (e. pineal gland), sé afleiða melatóníns og þjóni þeim til­gangi að skapa guð­lega upp­lif­un. Ég veit ekki hvað er satt og logið í því en ég veit að René Descartes taldi að heila­köng­ull­inn væri bústaður sál­ar­inn­ar. Ég veit ekki hvað er satt og logið í þeirri kenn­ingu held­ur, ég meina, hvað er sál­in? En spurn­ingin er aðkallandi og aug­ljós, hvort kom á undan guð eða DMT? 

Já, heil­inn er magnað sköp­un­ar­verk, því­líkt trylli­tæki. Það sem gerir heil­ann ein­stakan sem rann­sókn­ar­efni miðað við allt annað er að hann sjálfur er rann­sak­and­inn. Hann er enda­laus upp­spretta óvissu fyrir sjálfan sig. Það er nefni­lega það. Ég beit það líka í mig ein­hvern tím­ann á leið­inni, að óvissan sé hálf­gert bensín lífs­ins. Í alvöru. Við viljum ekk­ert vita hvernig allt virk­ar. For­vitnin keyrir okkur áfram. Aristóteles sagði, “The more you know, the more you know you don’t know”. Það á svo sann­ar­lega við um heil­ann. Og er það ekki magn­að? Það er eins og hann hafi séð við sjálfum sér. Móðir Nátt­úra er kannski bara að fyr­ir­byggja þung­lyndi með því að henda í okkur slíkri óþrjót­andi auð­lind óvissu. Hún ætti nú skilið Nóbelinn fyrir það. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None