Er þessi brandari bannaður?

Auglýsing

Nýverið hlaut ég þann heiður að vera boðið í hádeg­is­verð á Bessa­stöðum þar sem sjálfur Ricky Gervais var gest­ur. Mig langar að taka fram að ástæða þess að mér var boðið var vegna þess að stuttu áður hafði ég verið að tala við pabba minn, sem er meðan ég man for­seti lands­ins okkar ef það hafði farið fram­hjá ein­hverj­um, um uppi­stand og hann bara svona sultu­slakur spurði mig hvort ég vildi kannski koma í óform­legan brunch með Herra Gervais og frú, þúst, bara ef mig lang­aði. Ég froðu­felldi næstum af til­hlökk­un. 

Að sama skapi er vert að leggja áherslu á það að hann elsku­legur faðir minn sagði að þetta myndi vera mjög svo óform­legur hádeg­is­verð­ur, rosa kósí. Ég tók þessu full alvar­lega þar sem ég mætti á Bessa­staði í íþrótta­bux­um, flís­peysu og ómál­uð. Svo komst að því að „óform­legt“ þýddi sam­kvæmt föður mínum skyrta mínus bindi. Að auki var hádeg­is­verð­ur­inn ekki hald­inn í eld­hús­inu heima hjá þeim heldur í borð­stof­unni á Bessa­stöðum sjálf­um, þar sem er þjónað til borðs, þrír gafflar eru not­aðir og fullt af öðru fyndnu fólki hafði verið boð­ið, meðal ann­ars Ara Eld­járn og Sögu Garð­ars. Og ég leit út fyrir að hafa gefið skít í allt sam­an. Þegar ég benti pabba mínum á þetta allt saman og lagði höf­uð­á­herslu á að ég væri ekki einu sinni búin að setja hylj­ara yfir bólurnar mínar yppti hann bara öxlum og sagði: „Skiptir það máli?“.

Það virð­ist ekki hafa verið raunin því máluð eður ei hló ég mig mátt­lausa á þessum hádeg­is­verði. Sjaldan hafa verið haldnir fundir á Bessa­stöðum með skemmti­legra fólki. For­set­inn gerði grín að Ricky Gervais, Ricky Gervais gerði grín að for­set­anum og ég grét úr hlátri. Ég tók fullan þátt í grín­inu sem leiddi til þess að pabbi minn sendi mér af og til föð­ur­legt augn­ar­ráð til áminn­ingar um kurt­eisi. Ég held nefni­lega að Ricky Gervais megi grípa fram í fyrir mér­... en ég ætti örugg­lega ekki að grípa fram í fyrir hon­um. 

Auglýsing

Stundum skil ég ekki alveg hvað ég er að gera í svona aðstæð­um. Ég er ekki fræg eða merki­leg, ég á bara pabba sem er það. Pabbi minn er lýð­ræð­is­lega kos­inn þjóð­höfð­ingi, ég labb­aði á hurð í síð­ustu viku. Pabbi minn er með fimm háskóla­gráð­ur, ég gef opin­ber­lega skít í námið sem ég hef klárað. Pabbi minn er for­seti, ég er bara fífl sem kann ekki að halda kjafti. Engin pressa. 

Sam­ræð­urnar sem áttu sér stað þennan sól­ríka sum­ar­dag voru ekki bara fyndnar heldur ein­lægar og áhuga­verð­ar. Þegar grínistar tala um grín verða hug­myndir til. Sér­stak­lega fórum við út í þá sálma hvort mætti gera grín að hverju sem er. Og má hver sem er gera grín að hverju sem er? Ég fylgd­ist grant með þætt­inum Last Comic Stand­ing þegar hann hóf flug sitt á Skjá einum á sínum tíma. Árið 2006 var sig­ur­veg­ar­inn eng­inn annar en Josh Blue, ákaf­lega fynd­inn uppi­stand­ari sem er með heila­löm­un. Einn af hans bestu brönd­urum að mínu mati er eft­ir­far­andi: „Mamma mín er eina mann­eskjan í ver­öld­unni sem getur áttað sig á því hvort ég sé fullur eða ekki“. Dásam­lega ein­lægur húmor sem bein­ist að honum sjálf­ur, eins og besta grínið er. En hefði ein­hver annar mátt segja þennan brand­ara? Ein­hver sem ekki er með heila­löm­un? Hefði það verið eins fynd­ið? Þegar Josh Blue gerir grín að eigin lömun hlæjum við með hon­um, en ef and­stæð­ingur hans hefði gert það sama hefðum við þá verið að hlæja að hon­um? 

Per­sónu­lega held ég að þessi sjóð­heita spurn­ing, má gera grín að hverju sem er?, sé ekki rétta spurn­ing­in. Við ættum miklu frekar að velta því fyrir okkur hvort allt geti verið fynd­ið. Það liggur í augum uppi að ef eitt­hvað er fyndið getum við hlegið að því. Ricky Gervais tal­aði mikið um þetta í sínu uppi­standi, Human­ity. Það er mikil færni falin í því að fjalla um lög­mál húmors á sama tíma og þú ert að láta fólk hlæja, enda hann þraut­þjálf­aður í sinni grein. 

Ver­öldin er sóða­leg og subbu­leg og mann­skeppnan er ekki yfir neitt haf­in. Oft hefur maður heyrt sagt að ef eitt­hvað sé til, sé til klám af því, og sama gildir kannski um húmor. Ef eitt­hvað er til má gera grín að því. En það er þar með ekki sagt að það sé auð­velt að koma fólki til að hlæja með ógeðs­legum brönd­ur­um. Simon Amstell útskýrði það fyr­ir­bæri listi­lega í uppi­standi sínu Do Not­hing; hann sagði að harm­leikur plús tími komi út sem grín. Og leið­rétti svo sjálfan sig og sagði að harm­leikur plús tími plús brand­ari komi út sem grín. Hlutir verði ekki bara sjálf­krafa ógeðs­lega fyndnir eftir að X langur tími er lið­inn. 

Þar liggur horn­steinn­inn að þess­ari deilu. Það er eng­inn að banna þér að segja ákveðna brand­ara, og ef þér finnst húmor ekki eiga til­kall til ein­hvers skaltu sér­stak­lega horfa á Human­ity með Ricky Gervais og í kjöl­farið hvaða uppi­stand sem er með George Carlin og Louis C.K. 

Vanda­málið er ekki að það megi ekki grín­ast með hvað sem er, þetta snýst allt um fram­kvæmd­ina. Nauðg­un­ar­brand­arar eru ekki fyndnir ef þeir fela í sér hljóð­laust sam­þykki á nauðg­un­ar­menn­ingu og gera lítið úr fórn­ar­lömbum kyn­ferð­is­of­beld­is. En það hafa verið búnir til frá­bærir brand­arar um nauðg­un, þar sem hlegið er að þeirri frásinnu að nauðgun sé yfir­höfuð til, sbr. John Mula­ney þegar það kom honum á óvart að konur einar á ferð seint um kvöld væru hræddar við hann því í augum þeirra er hann full­orð­inn; og full­orðið fólk nauðgar öðru full­orðnu fólki. Hversu fokk­ing fárán­legt er það? Svona húmor veldur þessu „það er fyndið af því það er satt“ við­bragði. Djöf­ull er það ógeðs­lega fyndið að við lita­kóðum kyn­færi barna við fæð­ingu, að við úti­lokum svart fólk frá æðri mennt­un, að konur fá ekki borgað sömu laun fyrir sömu vinnu. Lol. 

Nið­ur­staðan að mínu mati er að ekk­ert sé bann­að. Við verðum að geta hlegið að því sem við gerum, sér­stak­lega til að verja okkur gegn öllu því ógeðs­lega sem mann­kynið er fært um. Af hverju leyfum við fólki að kom­ast upp með að gera ógeðs­lega hluti en fáum hland fyrir hjartað þegar við gerum grín að því? 

Loka­hnikk­ur­inn er samt alltaf fal­inn í því hvort það sem þú segir sé fynd­ið. Ef þú ert trekk í trekk að fá á þig gagn­rýni fyrir að dóna-brand­ar­arnir þínir séu ekki við­eig­andi er það kannski ekki við­fangs­efnið sem er vanda­mál­ið, kannski ertu bara ekki fynd­inn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði