Er þessi brandari bannaður?

Auglýsing

Nýverið hlaut ég þann heiður að vera boðið í hádegisverð á Bessastöðum þar sem sjálfur Ricky Gervais var gestur. Mig langar að taka fram að ástæða þess að mér var boðið var vegna þess að stuttu áður hafði ég verið að tala við pabba minn, sem er meðan ég man forseti landsins okkar ef það hafði farið framhjá einhverjum, um uppistand og hann bara svona sultuslakur spurði mig hvort ég vildi kannski koma í óformlegan brunch með Herra Gervais og frú, þúst, bara ef mig langaði. Ég froðufelldi næstum af tilhlökkun. 

Að sama skapi er vert að leggja áherslu á það að hann elskulegur faðir minn sagði að þetta myndi vera mjög svo óformlegur hádegisverður, rosa kósí. Ég tók þessu full alvarlega þar sem ég mætti á Bessastaði í íþróttabuxum, flíspeysu og ómáluð. Svo komst að því að „óformlegt“ þýddi samkvæmt föður mínum skyrta mínus bindi. Að auki var hádegisverðurinn ekki haldinn í eldhúsinu heima hjá þeim heldur í borðstofunni á Bessastöðum sjálfum, þar sem er þjónað til borðs, þrír gafflar eru notaðir og fullt af öðru fyndnu fólki hafði verið boðið, meðal annars Ara Eldjárn og Sögu Garðars. Og ég leit út fyrir að hafa gefið skít í allt saman. Þegar ég benti pabba mínum á þetta allt saman og lagði höfuðáherslu á að ég væri ekki einu sinni búin að setja hyljara yfir bólurnar mínar yppti hann bara öxlum og sagði: „Skiptir það máli?“.

Það virðist ekki hafa verið raunin því máluð eður ei hló ég mig máttlausa á þessum hádegisverði. Sjaldan hafa verið haldnir fundir á Bessastöðum með skemmtilegra fólki. Forsetinn gerði grín að Ricky Gervais, Ricky Gervais gerði grín að forsetanum og ég grét úr hlátri. Ég tók fullan þátt í gríninu sem leiddi til þess að pabbi minn sendi mér af og til föðurlegt augnarráð til áminningar um kurteisi. Ég held nefnilega að Ricky Gervais megi grípa fram í fyrir mér... en ég ætti örugglega ekki að grípa fram í fyrir honum. 

Auglýsing

Stundum skil ég ekki alveg hvað ég er að gera í svona aðstæðum. Ég er ekki fræg eða merkileg, ég á bara pabba sem er það. Pabbi minn er lýðræðislega kosinn þjóðhöfðingi, ég labbaði á hurð í síðustu viku. Pabbi minn er með fimm háskólagráður, ég gef opinberlega skít í námið sem ég hef klárað. Pabbi minn er forseti, ég er bara fífl sem kann ekki að halda kjafti. Engin pressa. 

Samræðurnar sem áttu sér stað þennan sólríka sumardag voru ekki bara fyndnar heldur einlægar og áhugaverðar. Þegar grínistar tala um grín verða hugmyndir til. Sérstaklega fórum við út í þá sálma hvort mætti gera grín að hverju sem er. Og má hver sem er gera grín að hverju sem er? Ég fylgdist grant með þættinum Last Comic Standing þegar hann hóf flug sitt á Skjá einum á sínum tíma. Árið 2006 var sigurvegarinn enginn annar en Josh Blue, ákaflega fyndinn uppistandari sem er með heilalömun. Einn af hans bestu bröndurum að mínu mati er eftirfarandi: „Mamma mín er eina manneskjan í veröldunni sem getur áttað sig á því hvort ég sé fullur eða ekki“. Dásamlega einlægur húmor sem beinist að honum sjálfur, eins og besta grínið er. En hefði einhver annar mátt segja þennan brandara? Einhver sem ekki er með heilalömun? Hefði það verið eins fyndið? Þegar Josh Blue gerir grín að eigin lömun hlæjum við með honum, en ef andstæðingur hans hefði gert það sama hefðum við þá verið að hlæja að honum? 

Persónulega held ég að þessi sjóðheita spurning, má gera grín að hverju sem er?, sé ekki rétta spurningin. Við ættum miklu frekar að velta því fyrir okkur hvort allt geti verið fyndið. Það liggur í augum uppi að ef eitthvað er fyndið getum við hlegið að því. Ricky Gervais talaði mikið um þetta í sínu uppistandi, Humanity. Það er mikil færni falin í því að fjalla um lögmál húmors á sama tíma og þú ert að láta fólk hlæja, enda hann þrautþjálfaður í sinni grein. 

Veröldin er sóðaleg og subbuleg og mannskeppnan er ekki yfir neitt hafin. Oft hefur maður heyrt sagt að ef eitthvað sé til, sé til klám af því, og sama gildir kannski um húmor. Ef eitthvað er til má gera grín að því. En það er þar með ekki sagt að það sé auðvelt að koma fólki til að hlæja með ógeðslegum bröndurum. Simon Amstell útskýrði það fyrirbæri listilega í uppistandi sínu Do Nothing; hann sagði að harmleikur plús tími komi út sem grín. Og leiðrétti svo sjálfan sig og sagði að harmleikur plús tími plús brandari komi út sem grín. Hlutir verði ekki bara sjálfkrafa ógeðslega fyndnir eftir að X langur tími er liðinn. 

Þar liggur hornsteinninn að þessari deilu. Það er enginn að banna þér að segja ákveðna brandara, og ef þér finnst húmor ekki eiga tilkall til einhvers skaltu sérstaklega horfa á Humanity með Ricky Gervais og í kjölfarið hvaða uppistand sem er með George Carlin og Louis C.K. 

Vandamálið er ekki að það megi ekki grínast með hvað sem er, þetta snýst allt um framkvæmdina. Nauðgunarbrandarar eru ekki fyndnir ef þeir fela í sér hljóðlaust samþykki á nauðgunarmenningu og gera lítið úr fórnarlömbum kynferðisofbeldis. En það hafa verið búnir til frábærir brandarar um nauðgun, þar sem hlegið er að þeirri frásinnu að nauðgun sé yfirhöfuð til, sbr. John Mulaney þegar það kom honum á óvart að konur einar á ferð seint um kvöld væru hræddar við hann því í augum þeirra er hann fullorðinn; og fullorðið fólk nauðgar öðru fullorðnu fólki. Hversu fokking fáránlegt er það? Svona húmor veldur þessu „það er fyndið af því það er satt“ viðbragði. Djöfull er það ógeðslega fyndið að við litakóðum kynfæri barna við fæðingu, að við útilokum svart fólk frá æðri menntun, að konur fá ekki borgað sömu laun fyrir sömu vinnu. Lol. 

Niðurstaðan að mínu mati er að ekkert sé bannað. Við verðum að geta hlegið að því sem við gerum, sérstaklega til að verja okkur gegn öllu því ógeðslega sem mannkynið er fært um. Af hverju leyfum við fólki að komast upp með að gera ógeðslega hluti en fáum hland fyrir hjartað þegar við gerum grín að því? 

Lokahnikkurinn er samt alltaf falinn í því hvort það sem þú segir sé fyndið. Ef þú ert trekk í trekk að fá á þig gagnrýni fyrir að dóna-brandararnir þínir séu ekki viðeigandi er það kannski ekki viðfangsefnið sem er vandamálið, kannski ertu bara ekki fyndinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði