500.000 króna fíllinn í herberginu

Auglýsing


Það var í miðjum munúð­ar­fullum aðdrætti mynda­töku­manns­ins á verð­miða þriggja kílóa pakkn­ingar af ítal­skri parma­skinku sem ég upp­lifði fölskva­laust þakk­læti fyrir beina útsend­ingu Vísis frá opnun Costco. Það var ein­hver værð yfir því að fylgj­ast með Kol­beini Tuma ráfa stefnu­laust um gang­ana í leit að ein­hverju hald­bæru and­ar­taki til að flytja fréttir af – eins og að sitja við höfn á sól­ríkri sum­arn­óttu og horfa skemmti­ferða­skip sigla út lygnan fjörð.

Sumir virkja nút­vit­und með öpp­um, hlusta á frum­skóg­ar­hljóð, sjáv­ar­n­ið; ég horfi greini­lega á annað fólk versla.

Ég hugsa að þetta sé berg­mál af gam­alli skil­yrð­ingu úr æsku. Ég var frekar ein­rænt barn; leið oft best með mér sjálf­um. Ein mín helsta dægradvöl var að hanga. Hanga í sjopp­um, hanga í búð­um. Ég hékk á Trölla­vídjó og las aftan á spól­ur. Ég hékk í Hug­föngum og las aftan á Act­ion Force-­kalla og körfu­bolta­mynd­ir. Hékk í Japis og las aftan á Sega Mega­dri­ve-­tölvu­leiki. Hékk í Skíf­unni og las aftan á No Limit Records-diska. Nálægð við neysl­una án neysl­unn­ar. Án þess að eign­ast alla þessa hluti varð til þessi hug­mynd um hluti sem fyll­ingu – að langa.

Auglýsing

Og þetta hefur fylgt mér. Stundum labba ég inn í ELKO án þess að ætla að kaupa neitt; labba bara fram­hjá upp­þvotta­vél­unum og ryksugu­vél­menn­unum og heilsu­snjallúr­un­um. Vil vera á spor­baug í kringum dýr raf­tæki. Þús­undir hug­mynda­snauðra para eru eins. Heilu sunnu­dag­arnir sem fara í að ráfa inn í Kola­port­ið, í gegnum garð­yrkju­deild Bauhaus, fram­hjá öllum versl­un­unum í Smára­lind og ranka svo við sér sex tímum síðar með hálf­ét­inn lambaskanka fyrir framan sig í IKEA. 

Það var nákvæm­lega svona sem ég rank­aði við mér inni á verst nefndu vöru­sýn­ingu Íslands­sög­unn­ar, Amazing Home Show, um síð­ustu helgi. Vakna á sunnu­degi, fæ mér kaffi­bolla og allt í einu stend ég inni í Laug­ar­dals­höll­inni að skrá mig í happ­drætti hjá ein­hverjum fast­eigna­sala til að eiga kost á því að vinna 100.000 króna inn­eign í Epal. Á meðan situr hópur af dauf­eygðum börnum og hlustar á Björg­vin Franz, í bún­ingi Jasmínar prinsessu, syngja Dis­neylög fyrir aftan mig. Þarna var sann­ar­lega eitt­hvað fyrir alla: Básar með glugga­tjöld­um, yfir­byggðum svöl­um, tekk­hús­gögn­um, varmapumpum í sum­ar­bú­staði. Það eru íbúðir á Spáni, skand­in­av­ísk hús­gögn, risa­vaxið marm­arakar með kín­verskum gull­fiskum og súr­r­eal­ísk brjóst­mynd af Napól­eon með höf­uðið af Bas­set-hundi. Allir bás­arnir reyndu að lokka bug­aðar barna­fjöl­skyldur og paraupp­vakn­inga til sín með súkkulaði­molum og gos­drykkj­um. Einn við­skipta­bank­inn var bæði að gefa app­el­sín­flöskur með lakk­rís­röri og ókeypis þriggja mín­útna greiðslu­mat, og Atl­ants­olía var með get­rauna­leik þar sem maður átti að reyna að telja Tobler­o­nepakka ofan í risa­stórum plexí­glers­sí­valn­ingi til að eiga kost á því að vinna flug­miða. Einn básinn, sem ég held að hafi verið að kynna ein­hvers­konar sam­sett sum­ar­hús frá Tékk­landi, bauð samt upp á bein­skeytt­ari upp­lifun: tveir garð­stólar til að sitja í og nokkrar rútur af volgum dósa­bjór á gólf­inu. Mjög naumt og gott feng sui.

Fyrir utan var hægt að skoða grill og garð­hús­gögn. Börnin fóru í hoppukast­ala á meðan full­orðna fólkið stóð í röð til fá að setj­ast upp í hvítan Tesla-jeppa eins og hann væri fangið á jóla­sveini í banda­rískri versl­un­ar­mið­stöð; ekki til setja hann í gang eða keyra, heldur bara svona þykj­ast stýra. Brúmm­brúmm!

Það besta við þetta allt var að það kost­aði 1200 krónur inn. Ég borg­aði fyrir að láta selja mér eitt­hvað drasl. Þetta er eins og eitt­hvað Blofeld-plott í gam­alli Bond­mynd; svo sturlað plan að það gæti mögu­lega virk­að.

Það er í það minnsta að virka fyrir Costco. 40.000 ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki hafa látið laminera fyrir sig plast­kort sem stað­festa að við­kom­andi hafi keypt sér þau for­rétt­indi að fá að versla. Það hlýtur að vera frygð­ar­há­tindur kap­ít­al­ism­ans að sann­færa pöp­ul­inn um að greiða fyrir það að fá að versla. 

Mig langar að vera þarna. Mig langar til þess að sjá þetta allt. Finna fyrir rým­inu. Mig langar að hand­leika risa­vöxnu Tobler­o­nestaut­ana. Snerta fíl­inn, hlusta á 150.000 króna hunda­há­talarann, strjúka þess­ari þriggja kílóa parma­skinku. Mig langar til að upp­lifa allt þetta ferska græn­meti; þukla á stinnum lárperum og sjá ban­ana sem ekki eru að deyja úr sorg. Eru til blá­ber sem eru ekki mygl­uð? Laukur sem ekki er lin­ur? Ég vil sjá þús­und krabbaklær í klaka­boxi og kjöt sem er víst svo ferskt að Sig­rún Magn­ús­dóttir þorir ekki að koma nálægt því af ótta við að bog­frymill sjúgi úr henni fram­heil­ann. Þetta er El Dora­do; mitt Shangri-La.

Við fögnum komu frels­ar­ans sem heggur á hlekki íslensku okur­versl­un­ar­inn­ar. Allt í einu kostar bens­ín­lítr­inn 169,90 krón­ur. Ísskápur sem áður kost­aði 399.990 kostar nú 269.990. Ódýr­ari símar, ódýr­ari mynda­vél­ar, Levi’s-buxur á fimm­þús­und­kall. Við höfum verið blekkt. 

Ein­hverjir vilja kalla gagn­rýni á Costco stétta­hroka; að það séu for­rétt­indi hinna ríku að gagn­rýna þá sem minna mega sín fyrir að fagna ódýr­ara vöru­verði. Að það sé sær­andi að gera grín að þeim sem stóðu í röð fyrir utan versl­un­ina nótt­ina fyrir opnun eins og þetta hafi verið mun­að­ar­leys­in­gj­arnir í Ólíver Twist að reyna að ná sér í síð­ustu dreggjar súp­unn­ar. 

Er það kannski jöfn­uð­ur­inn sem allir eru að tala um? Jafn réttur til þess að eiga? Til að eignast? Neysla er mann­rétt­indi. Ódýrar vörur eru mann­rétt­indi. Ódýrt bensín er mann­rétt­indi. Við eigum öll að geta baðað okkur í bens­íni eins og mód­elin í Zool­and­er. Ég er ekki einu sinni með bíl­próf og mig langar samt að fylla 100 brúsa af bens­íni.

Af hverju stendur fólk í röð? Veit það eitt­hvað sem ég veit ekki? Er allt að fara að klárast? Sá þetta fólk kannski fjár­mála­ráð­herr­ann í him­in­bláa evru­svæð­is­bolnum í kvöld­frétt­unum á sunnu­dags­kvöldið og hugs­aði með sér: „Jæja, núna er þetta búið“? Við gætum öll vaknað í fyrra­málið í Mad Max-veru­leika þar sem vatnið kostar meira en bens­ínið og það eina sem er til að borða er parma­skinka, bog­frymils­smitað nauta­kjöt og fjög­urra kíló­gramma Tobler­o­nestaut­ar. Og það síð­asta sem við sjáum er Gísli Gísla­son að láta skjóta sér í út í geim með Ric­hard Bran­son fyrir alla hvítu Tesla­pen­ing­ana sína. Þá hugsum við með okk­ur: Kannski áttum við öll að standa í röð. Kannski eigum við öll að versla eins og við séum að fylla neð­an­jarð­ar­byrgi.

Kannski er það meira að hið litla og íslenska og smá­borg­ara­lega er ekki töff leng­ur; ekki meiri ein­okun og ein­angr­un. Við viljum bara versla við Costco, drekka drykki frá Coca-Cola European Partners Ísland og heim­sækja Amazing Home Show og fljúga með Air Iceland Conn­ect.

Það er ekk­ert skrítið að Íslend­ingar fagni því að ein­okrurum okkar sé loks­ins refs­að. Hver hefur samúð með olíu­fé­lög­unum eða Hög­um? Hver hefur samúð með ELKO? Það er eng­inn að fara að fella tár yfir öllu því sem við höfum ofgreitt, öllu svindlinu, öllum þeim mygl­uðu ávöxtum sem maður hefur hent í gegnum árin. En það er kannski líka var­huga­vert að hjúfra um sig í faðmi risa sem getur kreist heilu hag­kerfin eins og litlar graft­ar­bólur í krafti stærðar sinn­ar. Svo ekki sé minnst á umhverf­is- og sið­ferð­is­á­hrif svona lág­vöru­verðs­risa.

Costco er ekki vinur þinn.

Mig langar samt alveg heví að versla þar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði