Auglýsing

Ég geri stundum „gang­andi hug­leiðslu” með hjálp snjall­símafor­rits. Þar sem ég gekk um borg­ar­lands­lagið eitt kvöld í vik­unni mælti fljót­andi röddin svo fyrir að ég skyldi taka eftir formum í umhverfi mínu sem ég og gerði. Skemmst er frá því að segja að allt sem ég sá var fer­kant­að. Rétt­hyrnt. Að minnsta kosti 90% af mann­anna verkum sem urðu á vegi mínum byggðu á 90 gráðu horn­um. Hús­in, göt­urn­ar, hell­urn­ar, glugg­a­rn­ir, gang­braut­ar­strik­in, allt útstrikað og mælt og pælt. Kom við í sjoppu á horni og keypti mjólk­ur­fernu, fetakubb og reyndar Smarties. Borg­aði með fer­hyrnda kort­inu mínu og fékk fer­hyrnda kvitt­un. Mér fannst þetta í alvöru ákveðið sjokk. 

Auð­vitað hef ég séð kassa áður. En ég væri nú ekki að nota appið ef ég væri nógu dug­leg að taka eftir við­bla­sandi hlut­um. Fálm­aði eftir sím­anum þaðan sem fljót­andi röddin barst og hvað blasti við mér? Hinn fer­hyrndi skjár og á honum öll kassa­laga öpp­in, hug­leiðslu­appið líka, allt kössótt. Því­lík martröð. Á baka­leið­inni borð­aði ég Smartiesið og lagði mig fram við að taka eftir öllu því mann­gerða sem ekki var fer­kant­að. Það var leit­un. Rusl. Líf­rænt svona að form­inu til. Tyggjó­kless­ur, mjög líf­ræn­ar. Rón­inn var lang­líf­ræn­astur af öllu sem ég sá, allur skakkur og ófyr­ir­sjá­an­legur og full­komin and­stæða við ferkönt­un­ina. 

En af hverju er þetta svona? Jú sko: Allt er svo ein­falt í 90 gráðun­um. Við erum að berj­ast við þyngd­ar­aflið og 90 gráðu horn eru okkar svar við því. Og þetta er óum­deild alheims­stöðl­un, enda þyngd­ar­aflið algilt lög­mál hér á jörð. Okkur er kennt í skóla að 90 og aðeins 90 gráðu horn eru rétt horn og öll önnur horn eru bara ekki rétt. Ef það væri ekk­ert þyngd­ar­afl væri ver­öldin ekk­ert svona ferkönt­uð. Þyngd­ar­aflið krefst þess að súlur séu reistar lóð­rétt upp­frá jörð­inni í 90 gráðu horni, svo leggur maður þriðju súl­una lárétt á hinar tvær þannig að tvö ný 90 gráðu horn mynd­ast og koll af kolli þar til komið er hús, bær, borg og heim­ur, byggður á 90 gráð­um. Þegar kemur að því að raða hlutum í fer­kant­aðan heim, þá gefur auga leið að hag­kvæm­ast er að sníða fram­leiðsl­una eftir ríkj­andi mynstri. Langpraktískast er auð­vitað að fylgja stöðl­un­inni, minna um afskurði og afganga. Hin fer­kantaða ver­öld er í raun útsjón­ar­semi og hug­vit holdi klædd. 

Auglýsing

Að því sögðu verð ég að við­ur­kenna að mér nán­ast býður við þess­ari rúðu­strik­uðu heims­mynd. Eða jafn­vel bein­lín­is. Þetta er mjög sterk til­finn­ing, eins og köfn­un­ar­til­finn­ing. Kannski að þetta sé bælt nátt­úru­eðli sem brýst út annað slagið og hugsar „oj barasta”. Ábyggi­lega. Við erum nátt­úru­lega ekk­ert í okkar nátt­úru­lega umhverfi. Það er ein­hver bölvuð ónátt­úra og van­sköpun í öllum beinu lín­un­um. Kannski flokk­ast þetta sem van­þakk­læti og van­virð­ing við alla sem lagt hafa hönd á plóg, Newton og alla dug­legu verk­fræð­ing­ana. En ég held að svona undir niðri þá söknum við þess sem minnir á lífið og flæðið og mýkt­ina sem fylgir hinu líf­ræna og nátt­úru­lega. 

Þessi sökn­uður bland­ast svo saman við sammann­legt sam­visku­bit yfir að vera, að manni finn­st, valda­laus dómínókubbur í óstöðv­andi runu sem er löngu farin af stað og stefnir á ógn­ar­hraða í átt að tor­tím­ingu á nátt­úr­unni og okkur sjálf­um. Bara með því að vera til tekur maður þátt í rugl­inu, strax við fæð­ingu er maður orð­inn skot­spónn alls konar fram­leið­enda sem vilja selja eitt­hvað. Maður tekur vilj­andi og oft óvilj­andi þátt í að „snúa hjólum atvinnu­lífs­ins”, sem virð­ast miða að því að fram­leiða sem mest svo við getum neytt svo við getum grætt pen­inga svo við getum lif­að. Lifa, neyta, fram­leiða, græða, lifa, neyta o.s.frv.  

Hin fer­kant­aða ver­öld fer síðan einmitt í hringi. Heim­ur­inn í dag er eig­in­lega eins og Rubiks kubb­ur. Fer­kant­aður en snýst samt. Snún­ing­ur­inn er samt vissu­lega 90 gráðu snún­ing­ur. Sömu fletir eiga það til að koma upp aftur og aft­ur, en í nýju sam­hengi. Sem betur fer. Þykk­botna skór, der­húfur og meira að segja maga­bolir voru með come back. HIV hefur víst verið með come back. Sig­mundur Davíð er að und­ir­búa næsta come back. En það besta er að 2007 er með come back. Góð­ærið er komið aft­ur, 10 árum seinna. Nema hvað að nú er það stærra og betra, end­ur­bætt útgáfa. GÆ 2.017. Það hefur nefni­lega séð tím­ana tvenna, það lenti í hremm­ing­um, það lap dauð­ann úr skel, það tók fjóra 90 gráðu sún­inga. Jess, það sem er uppi á ten­ingnum er góð­ærið og það ætlar að sækja. Og elskan, réttu mér halla­mál­ið, það er sko veisla! Nú ætla sko allir svo sann­ar­lega leyfa sér. Svona eins og til að hefna sín á hrun­inu. Nýir ísskápar, símar, tölvur og flug­mið­ar, allt glæ­nýtt, beint úr kass­an­um, allt fer­kant­að. Elskan, halla­mál­ið, ég ætla að henda þessum skjá upp, fyrir veisl­una.

Og er ekki bara um að gera að vera með? Kíkja í Costco, kíkja til Barce, kaupa, byggja og vera í fíl­ing? Muna bara að njóta þess. Ekk­ert varir að eilífu. Rubiks kubbur­inn, hann snýst. Næst þegar ég fer í gang­andi hug­leiðslu ætla ég að taka sér­stak­lega eftir öllum góð­ær­is­merkjum í umhverf­inu. Jafn­vel mæla þau með halla­mál­inu, er þetta ekki allt örugg­lega í 90 gráðum? Því þannig viljum við hafa það, Íslend­ing­arn­ir. Svona rétt við suðu­mark. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði