Auglýsing

Mikið ofboðs­lega er ég þakk­lát fyrir fólk sem heldur partý – ekki bara vegna þess að ég nýt góðs af því sem gest­ur, heldur mjög oft er ég ráðin í slík sem skemmti­kraft­ur. Í lang­flestum til­fellum er allt saman tipp topp, og allir kátir og ekk­ert er vesen. En stundum eru þó partýin þannig að þeir sem buðu sig fram í nefnd­ina hafa ekki meiri reynslu en að halda nokkra saumó, eða eitt gott barna­af­mæli með hjálp Pinter­est. Þess vegna skrifa ég þennan pistil, til að með hjálp Google þurfi aldrei nokkurn tím­ann að hald­ast óþægi­leg árs­há­tíð eða brúð­kaup aft­ur. Og hver þyk­ist ég vera? Mann­eskja með 13 ára reynslu af partý­haldi, sem skemmti­kraft­ur, gest­ur, þjónn, prests- og blóma­konu­dóttir og með 33 ára reynslu sem afmæl­is­barn.

Og hver þyk­ist ég vera? Mann­eskja með 13 ára reynslu af partý­haldi, sem skemmti­­kraft­­ur, gest­­ur, þjónn, prests- og blóma­­kon­u­dóttir og með 33 ára reynslu sem afmæl­is­­barn.

Að vera í árs­há­tíð­ar­nefnd er van­þakk­látasta starf sem til er. Fólk er að bæta á sig verk­efn­um, sem það fær ekki greitt fyrir en taka tíma frá öðru. Mjög oft er vin­sælt og hæft fólk sem velst í árs­há­tíð­ar­nefnd­ina – fólk sem er mik­il­vægt fyrir fyr­ir­tæk­ið, móral­inn og að halda hlut­unum gang­andi. Á flestum stöðum er ný og ný árs­há­tíð­ar­nefnd á hverju ári sem þýðir að vit­neskja situr ekki eft­ir, sömu mis­tök eru gerð, sömu sam­skipta­örð­ug­leikar koma upp. Ég myndi alltaf mæla með að einn sitji eftir úr nefnd­inni frá í fyrra með upp­lýs­ing­arn­ar: „Nei, sá kokkur var alveg dóna­legur þegar við töl­uðum við hann. Þessi staður rukk­aði meira en lagt upp var með“ og þess hátt­ar. Ann­ars eru fleiri og fleiri fyr­ir­tæki farin að ráða við­burða­fyr­ir­tæki í þetta – sem eiga diskó­kúlu, mynda­klefa og þess hátt­ar. Eitt kompaní, með allt.

Sumir salir eru skrýtnir í lag­inu og það þarf að íhuga hvers konar atriði koma til greina. Í ílöngum sal þar sem margir sitja langt frá sviði gengur ekki að fá töfra­m­ann eða maga­dans­mær – sem eru sjón­ræn skemmti­at­riði. Trú­bador og uppi­stand, atriði sem fólk heyrir í, eru sniðugri. Svið er alltaf góð hug­mynd, pínu upp­hækkun svo allir sjái og að skemmti­at­riði fái virð­ingu, og svo að þegar plötu­snúður tekur við að hann sé í minni hættu á að fá gusur úr glösum yfir græjurn­ar. Því meira sem lagt er í umgjörð, svið og ljós, því betur lúkka skemmti­kraft­arn­ir.

Auglýsing

Í júní hef ég fjórum sinnum lent í því að vera bókuð með skemmti­at­riði, dans­kennslu eða jafn­vel sem DJ en ekk­ert hljóð­kerfi var á staðn­um. Sal­ur­inn jú, vissu­lega með kerfi til að keyra ráð­stefnu – en um leið og blasta átti Beyoncé í twerk­kennslu þá kom bara prump. Um leið og ein­hver hló heyrð­ist ekk­ert í mús­ík­inni. Þegar salur seg­ist vera með kerfi er það í 90% til­fella gert fyrir talað mál. Þar að auki, ef halda á diskó­tek, er betra að vera með kerfi þar sem dans­gólfið er – ekki blasta því í hús­kerfi þar sem allt er á sama styrk, fólk vill líka fara á trúnó á öðrum stöðum en dans­gólf­ið.

„Svo væri ógeðs­lega gaman ef þú getur minnst á að hún Guðný er búin að vera í sömu inni­skónum í fjórtán ár”. Einu sinni lét ég alveg mata mig á svona vinnu­staða­gríni fyrir veislu­stjóragigg, en fyrir um fimm árum síðan lenti ég í því að segja grín sem var jafn­sak­laust og þetta hér að ofan, inni í romsu af alls konar inn­an­hús­gríni. Um fimm mán­uði seinna hringir mannauðs­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í mig, út af einum brand­ar­an­um, hvernig vissi ég þetta, hver sagði mér nákvæm­lega að gera grín að þessu. Kom þá í ljós að einn þess­ara sak­lausu brand­ara sem kom frá árs­há­tíð­ar­nefnd var hluti af mjög stóru og erf­iðu ein­elt­is­máli, og síðan þá hef ég hvatt til þess að vinnu­staða­grín­ar­inn sé ein­fald­lega með skemmti­at­riði eða þetta sé addressað í mynd­bandi.

Þetta varð að ógeðs­­lega fyndnu ræð­u­mara­þoni þar sem fólk keppt­ist um að end­­ur­­taka ekk­ert frá öðrum – heldur vera frum­­legt og bein­­skeytt. Ógeðs­­lega gam­­an.

Ég ann­ars elska skemmti­at­riði. En þegar þau eru 20 tals­ins og fjórar ræður þá langar alla bara að fara að pissa. Loft á milli atriða er mik­il­vægt. Í brúð­kaupi sem ég var í síð­asta sumar var mjög skemmti­legur leikur í kringum ræð­ur. For­eldrar og bestu bestu fengu frjálsan tíma – en allir aðrir bara mín­útu og ef farið var yfir var skot í refs­ingu. Þetta varð að ógeðs­lega fyndnu ræðu­mara­þoni þar sem fólk keppt­ist um að end­ur­taka ekk­ert frá öðrum – heldur vera frum­legt og bein­skeytt. Ógeðs­lega gam­an. Vídjó eru oft ógeðs­lega löng – test­aðu þau á fólki sem þekkir ekki fólkið í mynd­band­inu því að í hverri veislu eru elsku makar sem eru ekki inni í glussa­brand­ar­an­um.

Og vídjó­in: Ó SVO MIK­IL­VÆGT: Takið þau upp lárétt, ekki lóð­rétt. Skjár­inn er lárétt­ur, lóð­rétt mynd­band notar 1/3 og það er aksjón í miðj­unni, s.s. 1/9 af skjánum sýnir það sem skiptir máli. Hljóð á mynd­böndum skiptir miklu máli – og gott er jafn­vel að texta þau því að fjöldi fólks heyrir illa eða situr með háværu fólki til borðs. Bókið skemmti­at­riði sem þurfa athygli fyrr – ég veit að Ari Eld­járn er frá­bær og er dem­antur í kór­ónu hverrar árs­há­tíð­ar, en ég veit að fólk kynni líka að meta hann betur ef það heyrir í hon­um, fulli dúdd­inn er ekki að kalla inn í, í lok borð­halds þegar allir eru orðnir sós­að­ir. Og talandi um að heyra; Grín­texti við þekkt lag skilar sér ekki nema þeim sé varpað á skjá eða þeim dreift.

– „Hvað á ég að DJa leng­i?“

– „Við erum með sal­inn til kl. 3.“

Aðal­djamm­dýrin farin í bæinn klukkan hálf tvö, og ein­hver ælir á dans­gólfið kl. 2. Fólk er búið að tjútta síðan í fyr­ir­-­fyr­ir­partý­inu og er annað hvort farið annað til að þurfa ekki að bíða í röð eða orðið mjög þreytt. Hættum meðan allir eru glað­ir, fyrir slags­mál, áreitni og ælur.

Ég tek líf­inu mjög létt, en skemmt­ana­haldi grafal­var­lega. Góða skemmt­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði