Auglýsing

Hver kann­ast ekki við það að vera ofboðs­lega feg­inn þegar eitt­hvað klárast? Til dæmis þegar kámug ólífu­ol­íuflaskan klár­ast bara loks­ins. Hrökk­brauð í pirr­andi pakka sem er allur rif­inn og ljótur í hillu. Vín­flaskan – vín geym­ist illa. Ég verð alveg extra fegin þegar sjampó­brús­inn klárast, mér líður þá eins og ég hafi afrekað eitt­hvað. Setja smá vatn í lokin og ná hverjum ein­asta dropa þangað til hann er bara hrein­lega búinn og ég get bara hrein­lega hent hon­um. Verður rétt­hentur eins og ég kýs að kalla það. Ahh.

Þetta er nátt­úru­lega lærð hegð­un. Slíkur þanka­gangur getur bara ekki verið með­fædd nátt­úra manns­ins, enda í hróp­andi mót­sögn við sur­vi­val instinkt­ið. Það er ein­hver mark­aðsafla­ó­þefur af þessu. (Ég er að sjálf­sögðu ein­göngu að vitna til okkar vest­rænu rík­is­bubbanna og ekki til stríðs­hrjáðra.)

Ég er með kenn­ingu um að í nútím­­anum séum við svikin um þá dríf­andi til­­f­inn­ingu að raun­veru­­lega vanta eitt­hvað.

Þegar eitt­hvað klár­ast þá þarf að bregð­ast við og útvega nýtt sem er einnig ákveðin sjálfs­bjarg­ar­við­leitni. Í því ástandi er maður móti­ver­að­ur, eins og á veið­um. Svo þegar veið­inni lýkur verður maður rosa feg­inn aft­ur. Allt nýtt. Í heimi ofgnóttar þar sem nán­ast allt er falt, ban­anar í jan­úar og bíla­vara­hlutir frá Jap­an, þá sár­vantar ekki nokkurn mann nokkurn skap­aðan hlut. Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta sé ekki óeðli­legt. Ég er með kenn­ingu um að í nútím­anum séum við svikin um þá dríf­andi til­finn­ingu að raun­veru­lega vanta eitt­hvað. Jafn­vel að það eina sem vanti sé að sár­vanta. Aðlög­un­ar­hæfnin virð­ist hafa mis­skilið til­gang sinn í þessu til­felli. Í stað þess að hætta að vanta þegar ekk­ert vantar þá finnum við okkur frekar eitt­hvað nýtt til að vanta. Við erum nátt­úru­lega rán­dýr í grunn­inn. Veiði­menn. Að-vanta-og-veiða-langa­vit­leysan er hluti af eðlinu. Hvað ætti maður svosem ann­ars að gera við tím­ann? Stara saddur út í tómið? Ég fer reyndar að hall­ast að því.

Maður vill ekki allt til alls. Ef allt til alls væri til staðar hér og nú (sem það er örugg­lega) myndum við ekki vilja sjá það (en við sjáum það ekki). Rétt eins og Eva í ald­in­garð­inum vill maður eitt­hvað allt annað og meira en allt til alls. Í heimi enda­lausrar dýrðar og ríki­dóms mun alltaf vanta eitt­hvað. Bölvuð græðgi alltaf hreint. Græðgi er reyndar kannski ekki alslæm. Að baki henni liggur lík­lega blessuð sjálfs­bjarg­ar­við­leitnin og vilji til að bæta um bet­ur.

Auglýsing

Vönt­unin teygir auð­vitað krumlur sínar líka handan ver­ald­legra fyr­ir­brigða. Ég verð til að mynda alltaf ofsa­lega fegin þegar ég klára ynd­is­lestr­ar­bók. Fegin þegar leik­sýn­ingin er búin (þær virð­ast reyndar lengj­ast með hverju leik­ári). Fegin þegar jólin eru búin. Bara alveg guðslif­andi fegin að allt sé ein­fald­lega búið, afstað­ið, frá­geng­ið, tómt. Annað hvort er þetta græðgi og þorsti í eitt­hvað nýtt, eða þá alveg þvert á móti, er þetta þrá eftir mínum hinsta upp­runa, sem er tómið og þögnin í móð­ur­kviði. Grín.

Oft held ég að það sem raun­veru­­lega vanti sé tómið og að við séum að leita að því allan lið­langan dag­inn

Þetta var samt eig­in­lega ekki grín. Oft held ég að það sem raun­veru­lega vanti sé tómið og að við séum að leita að því allan lið­langan dag­inn, en ein­hvern veg­inn finnum við það ekki því það er ekk­ert tóm til að leita að því. Um þetta snýst hug­leiðsla. Að finna tóm til að finna tómið og hlusta á þögn­ina í tóm­inu. Eða það held ég. Það und­ar­lega við allt saman er síðan sú við­leitni að vilja flýja tóma­rúmið með því að útvega alls konar drasl til fylla uppí það. Allt komið í tóma vit­leysu.

Nútíma­mann­inum er tíð­rætt um mik­il­vægi þess að lifa í núinu og að vera með­vit­aður um líð­andi stund. Ég held hins vegar að flestir hafi lent í bölv­uðu basli með þá kúnst. Reyndar grunar mig að aldrei hafi fleiri verið með­vit­aðir um eigið núvit­und­ar­leysi og á bölv­uðum bömmer yfir því. Ekki bara snjall­símazombíar heldur snjall­símazombíar með sam­visku­bit. Núið er nefni­lega svo snúið því það er aldrei búið. Það er ekki til neitt nú sem er búið því þá er það ekki lengur nú. Þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Við kunnum ekk­ert á fyr­ir­bæri sem klár­ast aldrei. Hjá sjálfri mér birt­ist það meðal ann­ars í því að vera sigri hrós­andi þegar hug­leiðslu­korter­inu lýk­ur. Búin með núið í dag. Vel gert.

Svo á maður í inni­lega óheil­brigðu sam­bandi við líð­andi stund. Hálf­gerðu haltu mér slepptu mér sam­bandi; líddu, ekki líða, líddu, ekki líða. Einn þriðja tím­ans er maður að bíða eftir að hann líði. Átta tíma vinnu­dag­ur. Fjórir fram að hádeg­is­mat. Teygja og toga hádeg­is­hléið, eyða sem mestum tíma, svo er seinni hálf­leikur styttri og bæri­legri því frelsið er á næsta leiti. Þá loks­ins hefst núið sem má helst ekki líða, en það gerir það samt og þegar það er búið er komið að átta tíma með­vit­und­ar­leysi. Og þannig gengur þetta dag eftir dag, mánuð eftir mán­uð, ár eftir ár þangað til allt er búið, afstað­ið, frá­geng­ið, tómt. Þá loks­ins lýkur hinni eilífu leit að tóm­inu og þögn­inni og þá fyrst byrjar ball­ið. Eða það ætla ég rétt að vona.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði