Auglýsing

Hver kannast ekki við það að vera ofboðslega feginn þegar eitthvað klárast? Til dæmis þegar kámug ólífuolíuflaskan klárast bara loksins. Hrökkbrauð í pirrandi pakka sem er allur rifinn og ljótur í hillu. Vínflaskan – vín geymist illa. Ég verð alveg extra fegin þegar sjampóbrúsinn klárast, mér líður þá eins og ég hafi afrekað eitthvað. Setja smá vatn í lokin og ná hverjum einasta dropa þangað til hann er bara hreinlega búinn og ég get bara hreinlega hent honum. Verður rétthentur eins og ég kýs að kalla það. Ahh.

Þetta er náttúrulega lærð hegðun. Slíkur þankagangur getur bara ekki verið meðfædd náttúra mannsins, enda í hrópandi mótsögn við survival instinktið. Það er einhver markaðsaflaóþefur af þessu. (Ég er að sjálfsögðu eingöngu að vitna til okkar vestrænu ríkisbubbanna og ekki til stríðshrjáðra.)

Ég er með kenn­ingu um að í nútím­anum séum við svikin um þá dríf­andi til­finn­ingu að raun­veru­lega vanta eitt­hvað.

Þegar eitthvað klárast þá þarf að bregðast við og útvega nýtt sem er einnig ákveðin sjálfsbjargarviðleitni. Í því ástandi er maður mótiveraður, eins og á veiðum. Svo þegar veiðinni lýkur verður maður rosa feginn aftur. Allt nýtt. Í heimi ofgnóttar þar sem nánast allt er falt, bananar í janúar og bílavarahlutir frá Japan, þá sárvantar ekki nokkurn mann nokkurn skapaðan hlut. Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta sé ekki óeðlilegt. Ég er með kenningu um að í nútímanum séum við svikin um þá drífandi tilfinningu að raunverulega vanta eitthvað. Jafnvel að það eina sem vanti sé að sárvanta. Aðlögunarhæfnin virðist hafa misskilið tilgang sinn í þessu tilfelli. Í stað þess að hætta að vanta þegar ekkert vantar þá finnum við okkur frekar eitthvað nýtt til að vanta. Við erum náttúrulega rándýr í grunninn. Veiðimenn. Að-vanta-og-veiða-langavitleysan er hluti af eðlinu. Hvað ætti maður svosem annars að gera við tímann? Stara saddur út í tómið? Ég fer reyndar að hallast að því.

Maður vill ekki allt til alls. Ef allt til alls væri til staðar hér og nú (sem það er örugglega) myndum við ekki vilja sjá það (en við sjáum það ekki). Rétt eins og Eva í aldingarðinum vill maður eitthvað allt annað og meira en allt til alls. Í heimi endalausrar dýrðar og ríkidóms mun alltaf vanta eitthvað. Bölvuð græðgi alltaf hreint. Græðgi er reyndar kannski ekki alslæm. Að baki henni liggur líklega blessuð sjálfsbjargarviðleitnin og vilji til að bæta um betur.

Auglýsing

Vöntunin teygir auðvitað krumlur sínar líka handan veraldlegra fyrirbrigða. Ég verð til að mynda alltaf ofsalega fegin þegar ég klára yndislestrarbók. Fegin þegar leiksýningin er búin (þær virðast reyndar lengjast með hverju leikári). Fegin þegar jólin eru búin. Bara alveg guðslifandi fegin að allt sé einfaldlega búið, afstaðið, frágengið, tómt. Annað hvort er þetta græðgi og þorsti í eitthvað nýtt, eða þá alveg þvert á móti, er þetta þrá eftir mínum hinsta uppruna, sem er tómið og þögnin í móðurkviði. Grín.

Oft held ég að það sem raun­veru­lega vanti sé tómið og að við séum að leita að því allan lið­langan dag­inn

Þetta var samt eiginlega ekki grín. Oft held ég að það sem raunverulega vanti sé tómið og að við séum að leita að því allan liðlangan daginn, en einhvern veginn finnum við það ekki því það er ekkert tóm til að leita að því. Um þetta snýst hugleiðsla. Að finna tóm til að finna tómið og hlusta á þögnina í tóminu. Eða það held ég. Það undarlega við allt saman er síðan sú viðleitni að vilja flýja tómarúmið með því að útvega alls konar drasl til fylla uppí það. Allt komið í tóma vitleysu.

Nútímamanninum er tíðrætt um mikilvægi þess að lifa í núinu og að vera meðvitaður um líðandi stund. Ég held hins vegar að flestir hafi lent í bölvuðu basli með þá kúnst. Reyndar grunar mig að aldrei hafi fleiri verið meðvitaðir um eigið núvitundarleysi og á bölvuðum bömmer yfir því. Ekki bara snjallsímazombíar heldur snjallsímazombíar með samviskubit. Núið er nefnilega svo snúið því það er aldrei búið. Það er ekki til neitt nú sem er búið því þá er það ekki lengur nú. Þar liggur hundurinn grafinn. Við kunnum ekkert á fyrirbæri sem klárast aldrei. Hjá sjálfri mér birtist það meðal annars í því að vera sigri hrósandi þegar hugleiðslukorterinu lýkur. Búin með núið í dag. Vel gert.

Svo á maður í innilega óheilbrigðu sambandi við líðandi stund. Hálfgerðu haltu mér slepptu mér sambandi; líddu, ekki líða, líddu, ekki líða. Einn þriðja tímans er maður að bíða eftir að hann líði. Átta tíma vinnudagur. Fjórir fram að hádegismat. Teygja og toga hádegishléið, eyða sem mestum tíma, svo er seinni hálfleikur styttri og bærilegri því frelsið er á næsta leiti. Þá loksins hefst núið sem má helst ekki líða, en það gerir það samt og þegar það er búið er komið að átta tíma meðvitundarleysi. Og þannig gengur þetta dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár þangað til allt er búið, afstaðið, frágengið, tómt. Þá loksins lýkur hinni eilífu leit að tóminu og þögninni og þá fyrst byrjar ballið. Eða það ætla ég rétt að vona.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði