Auglýsing

Snæ­björn skrif­aði pistil í síð­ustu viku um að hann væri ekki femínisti og allt fór í hund og kött. Pressan skrif­aði frétt um pistil­inn og aðra um við­brögð Sól­eyjar við hon­um. Systir Snæ­bjarn­ar, Helga, skrif­aði í kjöl­farið opið bréf til bróður síns, sem íslenskir fjöl­miðlar skrif­uðu fjöl­margar fréttir um, þar sem hún sagði honum að hann væri víst femínisti og allt varð gott aft­ur. Ekk­ert gerð­ist, fyrir utan það að nokkrar mann­eskjur sett­ust niður fyrir framan tölv­urnar sínar og skrif­uðu.

Hann eyddi reyndar inn­­­legg­inu, en ekki fyrr en DV var búið að taka skjá­­skot af öllu sam­­an. Svo skrif­aði DV frétt um inn­­­legg­ið.
En það var fleira sem gerð­ist ekki í síð­ustu viku. Gunnar skrif­aði undir Face­book–sta­tus Evu og lýsti því yfir að hann myndi glaður pynta og drepa hvern þann sem myndi brjóta gegn börn­unum hans. Hann eyddi reyndar inn­legg­inu, en ekki fyrr en DV var búið að taka skjá­skot af öllu sam­an. Svo skrif­aði DV frétt um inn­legg­ið. Gunnar skrif­aði þá Face­book–sta­tus þar sem hann sagð­ist vera fífl og fáviti og auð­vitað skrif­aði DV frétt um það líka. Ekk­ert gerð­ist samt. Bara fólk að lesa og skrifa.

Höldum okkur við síð­ustu viku. Einar skrif­aði blogg­færslu þar sem hann sak­aði Töru um að stuðla að fórn­ar­lamba­væð­ingu feitra og skor­aði á hana að hlaupa fimm kíló­metra með sér í Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka til styrktar Sam­tökum um lík­ams­virð­ingu. Vísir skrif­aði frétt um pistil­inn og í athuga­semda­kerfi frétt­ar­innar skrif­aði Tara um það að ljótum aðferðum hafi verið beitt, meðal ann­ars smán­un, til að „rífa feita­boll­urnar í gang“. Um svar Töru skrif­aði Vísir aðra frétt.

Auglýsing

Með þessum dæmum mínum er ég ekki að saka íslenska frétta­miðla um að vera latir og léleg­ir. Ég er ekki að segja að þeir geri skoð­unum mis­frægra ein­stak­linga úti í bæ óþarf­lega hátt undir höfði. Þetta fólk er upp til hópa vel skrif­andi og með áhuga­verða sýn á sam­fé­lag­ið. Ég er heldur ekki að spyrja „er þetta frétt?“ — þvert á móti, allt eru þetta frétt­ir. Að minnsta kosti á Íslandi, þar sem við erum bless­un­ar­lega laus við ISIS, skóg­ar­elda, kjarn­orku­vopn, Mafí­una og aðra hræði­lega hluti sem rata í fréttir ann­ars stað­ar. Við þurfum að fylla upp í frétta­tím­ana okkar með ein­hverjum hætti og Magnús Hlynur er bara einn mað­ur. Þess vegna eru skrif­aðar fréttir um rausið í Vig­dísi og Gylfa. Við hámum þessar fréttir í okk­ur, tjáum okkur um þær á Face­book og þá verða oft til nýjar frétt­ir.

Þegar ég vann á frétta­stofu gátu blaða­menn­irnir séð það á stórum skjá í raun­tíma hversu margir not­endur voru inni á frétta­vefnum hverju sinni, hvaða fréttir þeir lásu og hversu lengi þeir voru að því. Engar áhyggj­ur, heil­indin voru til staðar og vinnan sner­ist ekki um þetta ágæta línu­rit. Ég var til dæmis einu sinni húð­skammaður af frétta­stjór­anum fyrir að skrifa drasl­frétt, þrátt fyrir að hún hafi verið með þeim allra mest lesnu þann mán­uð­inn. En starfið gaf mér ágætis inn­sýn inn í lestr­ar­venjur Íslend­inga.

Vitið þið hvaða fréttir eng­inn les? „Er­ill hjá lög­­­reglu í nótt“, „Hag­­stæður við­­skipta­­jöfn­uður við útlönd“, „Kenn­­arar sam­­þykkja kjara­­samn­ing­inn“ … þannig frétt­­ir. Þær eru skrif­aðar vegna þess að það verður að skrifa þær, en eng­inn les þær.
Vitið þið hvaða fréttir eng­inn les? „Er­ill hjá lög­reglu í nótt“, „Hag­stæður við­skipta­jöfn­uður við útlönd“, „Kenn­arar sam­þykkja kjara­samn­ing­inn“ … þannig frétt­ir. Þær eru skrif­aðar vegna þess að það verður að skrifa þær, en eng­inn les þær. Þá er und­ar­lega lít­ill áhugi á erlendum frétt­um, með örfáum und­an­tekn­ing­um. Ekki það að Íslend­ingum sé alveg sama um það sem ger­ist í útlönd­um, eða ég veit reyndar ekk­ert um það, en þeir geta nálg­ast þær á erlendum frétta­síðum og lík­legt er að margir geri það.

Það sem ég hins vegar veit er Íslend­ingar eru sólgnir í fréttir af fólki að skrifa. Ef næsti pist­ill Kára heitir „For­sæt­is­ráð­herra er algjört fokk­feis“ mun línu­ritið á frétta­stof­unni skjót­ast upp eins og byssu­kúla í gegnum loftið og koma upp um gólfið á aug­lýs­inga­deild­inni. Það mun síðan hald­ast þar, lík­lega í um það bil tvo sól­ar­hringa, eða þar til eini Íslend­ing­ur­inn sem átti eftir að lesa síð­ustu frétt­ina af mál­inu lokar henni og læsir á eftir sér.

Þú þarft ekki einu sinni að vera Kári. Ef þú hefur nógu sterka skoðun á ein­hverju þá kemstu í frétt­irn­ar. Það er galið en samt eitt­hvað svo frá­bært. Ég hef aldrei hlustað á útvarps­þátt Ívars Jóhanns en ég hef lesið allt um skoð­anir hans á fóst­ur­eyð­ingum og veit að hann fílar ekki gos­laust Pepsi Max. Ég þekki heldur ekki Stef­aníu á Sauð­ár­króki en ég veit hvað henni finnst um náms­menn, femínista og Pírata.

Og nákvæm­lega þess vegna er svo krútt­legt þegar fólk gargar „rit­skoð­un“ og heldur því fram að það sé ekki mál­frelsi á Íslandi. Ekki bara er hér mál­frelsi, heldur eru fjöl­miðlar til í að end­ur­skrifa allt það þvaður sem þú getur látið þér detta í hug og slá því upp á for­síð­unni. Stór­feng­legt!

Síð­ustu ár hafa ein­hverjir viðrað áhyggjur sínar af stöðu bók­ar­innar hér á landi. Haldið því fram að lestur sé á und­an­haldi og að hug­takið „bóka­þjóð­in“ muni bráðum ekki eiga lengur við. En við erum þó alla­vega að lesa eitt­hvað. Kannski ekki skáld­sög­ur, ævi­sögur og ljóð, en við lesum þó. Meira að segja alveg fullt. Staf­setn­ing og mál­far eru kannski ekki alltaf upp á tíu, en það er heldur ekki hægt að ætl­ast til þess að þú getir skrifað villu­lausan reiðipistil, fullur á Face­book klukkan þrjú eftir mið­nætti. Próf­arka­les­ar­arnir ná líka oft að renna aðeins yfir þetta áður en fréttin um þig fer í loft­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði