Ekki leyfa börnunum ykkar að followa mig á snapptjatt

Auglýsing

Það er tvennt sem hræðir mig þegar ég hugsa um barn­eign­ir. Númer eitt er að fæða barnið og númer tvö eru allir nýju sam­fé­lags­miðl­arnir sem verða komnir sem ég mun ekki skilja þar sem barnið verður ber­skjaldað fyrir per­vertum og ein­elti. Ég fékk GSM-síma þegar ég var 13 ára og ekki leið á löngu þar til ein­elt­is­drottn­ing lífs míns sendi mér sms sem fjöll­uðu að miklu leiti um hvað ég væri ömur­leg týpa og að hana lang­aði að stinga umferð­ar­keilu upp í rass­gatið á mér. Hót­an­irnar voru skrif­aðar á ensku, kannski til að fela hver hún væri, kannski því það hljóm­aði meira töff, kannski því að hún þekkti ekki orðið umferð­ar­keila. Hún var þó ekki klár­ari en svo að hún sendi þau úr sím­anum sín­um, en not­aði ekki skila­boða­send­ingar af sím­fyr­ir­tækja­síð­unum eins og var algengt á þeim tíma. Hún var ein­beitt í sínu ein­elti, bless­un­in, en ekki mjög klár.

Núna eru milljón aðrar leiðir til að leggja fólk í ein­elti og hóta þeim og gera þeim ljóst að maður hati það og lífið leitt. Instagram-­reikn­ing­ar, Twitter og Musically sem ég vissi ekki af en heyrði af í grein móður sem var að segja frá nýjasta tæk­inu í ein­elt­is­grín­inu. Ask.fm var heitt í ein­elt­inu fyrir svona tveimur árum og ég heyrði um það fyrst þegar ég var að spyrj­ast fyrir út af þessum pistli. Svo er vin­sælt að vera með læst Instagram sem er mikið not­að, það er kallað priv.

Auglýsing

Fyrr á þessu ári var ég að horfa á Útsvar í góðra vina hópi, eins og allt alvöru fólk gerir á föstu­dags­kvöldi. Einn í hópnum segir mér að einn kepp­end­anna hafi einu sinni ráð­ist á sig. Mér fannst þetta ótrú­lega fyndið – að ein­hver í spari­föt­unum í Útsvari, borg­ara­leg­asta batt­eríi Íslands, hafi einu sinni misst stjórn á sér svona aga­lega. En auð­vitað glöð að hann hafi snúið við blað­inu og sé nú orð­inn nörd fyrir hönd síns sveit­ar­fé­lags, sem er jákvætt. Í freyði­víns­vímu og með óþrosk­ann að vopni að ég tók mynd á snapptjatt og skrif­aði að þessi hefði einu sinni brotið bjór­glas á höfði vinar míns og væri núna stilltur og prúður í sjón­varp­inu. Ég var ekki að koma með nýjar upp­lýs­ingar – þetta var blaða­mál á sínum tíma, og allir nafn­greindir með mynd, en það er alveg þónokkuð síð­an. Dag­inn eftir hringir kepp­and­inn í mig. Ég verð auð­vitað gjör­sam­lega miður mín, og tek þetta út í snatri. Þá hafði tán­ings­dóttir manns­ins séð þetta á snaptjatt og allt fjöl­skyldu­lífið í mol­um.

Ég verð auð­vitað gjör­sam­lega miður mín, og tek þetta út í snatri. Þá hafði tán­ings­dóttir manns­ins séð þetta á snaptjatt og allt fjöl­skyldu­lífið í mol­um.
Eftir sím­talið gat ég þó ekki varist hugs­un­inni um að ég hefði átt að spyrja hann hversu lengi dóttir hans hefði fylgt mér á snapptjatt. Ég hefði nefni­lega sett fleiri mann­skemm­andi hluti á snapptjattið mitt fyrir ung­ling að sjá, þó ekki væri það ein­elt­is­grín fyrr en þarna. Allt burlesque-ið. Allt þetta skrýtna sem við gerum á kab­ar­ett­inum og í sirku­sn­um. Enda var ég í aðra rönd­ina að gera þetta fyrir vini mína sem eru full­orðnir og svo að vekja for­vitni full­orð­inna nógu mikið til að selja miða. Áfeng­is­neysla og mær­ing kokk­teila og bara: Fólk að reykja. Rasskinn­arnar á mér. Ég veit, algjör heimska í mér að henda hlutum út í kosmósið og taka enga ábyrgð. Kæru for­eldrar ekki leyfa börn­unum ykkar að foll­owa mig á snapptjatt. Ég vona að sá mið­ill sé bara búinn hjá tán­ingum og ein­hver annar kom­inn í stað­inn.

Eftir þetta sím­tal tók ég mig á í snapptjatt­notkun minni og ég dáist að þess­ari fjöl­skyldu fyrir að fylgj­ast með sam­fé­lags­miðla­notkun og ræða hana. Eins og indónesíski máls­hátt­ur­inn seg­ir: Þar sem eru mýs, þar eru líka snák­ar. Og það á ekki bara við um B5, heldur líka sam­fé­lags­miðla. Ógeðið er alls stað­ar. Ein­eltið og pervert­arnir finna sína leið. Er ljótt ef ég neita barn­inu mínu um síma þar til það fær bíl­próf?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði