Auglýsing

Klukkan sjö í morgun fór ég í annað skipti á ævi minni í spinn­ing. Já, ég. Ég fer í spinn­ing. Þar sem ég sat og hjakk­að­ist áfram við dúndr­andi remix útgáfu af Pirates of the Caribbean þema­lag­inu emjuðu radd­irnar í höfð­inu á mér og kút­velt­ust af hlátri. Þú ert ein af þeim núna! Org­uðu þær. Myndir af glott­andi skvísum með svo mjó mitti að inn­yfli þeirra kom­ast vart fyrir lengur spruttu upp í huga mínum eins og gorkúl­ur. Og þar döns­uðu þær um hald­andi á líf­rænum chi­afræj­a-engi­fer­s-mocha-frappuchinos klæddar sól­gler­augum og maga­bol­um.

Sjáðu! Sjáðu þessar stelp­ur. Nú ertu ein af þeim, þú hefur breyst í þinn helsta óvin. Radd­irnar í höfð­inu á mér voru víst sann­færðar um að ég hefði svo gott sem framið föð­ur­lands­svik og gengið til liðs við myrku hlið­ina. Come to the dark side, we have buttlift.

Það rót­gróna hatur sem ég ber til stelpna sem ég tel vera fal­legri og hæfi­leik­a­rík­ari en ég hefur ekk­ert með þær að gera og allt með mig að gera.
Það eru nokkar ástæður fyrir því að svona hugs­un­ar­háttur er skað­leg­ur. Í fyrsta lagi þá er þetta gjör­sam­lega yfir­gengi­lega dramat­ískt. Ég fór í spinn­ing­tíma, ég létt­ist ekki um 15 kg yfir nótt, skipti út fata­skápnum mínum fyrir sum­ar­línu Hot Topic eða fékk mér tattú af yin og yang á hnakk­ann. Mitt ytra útlit breytt­ist bara nákvæm­lega ekki neitt.

Í öðru lagi, það er barasta ekki baun að því að vera eins og týpan sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það rót­gróna hatur sem ég ber til stelpna sem ég tel vera fal­legri og hæfi­leik­a­rík­ari en ég hefur ekk­ert með þær að gera og allt með mig að gera. Mig, mína reynslu og þá for­dóma sem hafa mynd­ast í kjöl­far­ið.

Ég var lögð í ein­elti í grunn­skóla. Eins og örugg­lega allir aðr­ir. Upp­lifun mín spegl­ast í æsku margra; mér fannst ég ekki til­heyra neinum ákveðnum hópi, ég var oft skilin út undan og ekki boðið í afmæli, og í hinni ógn­væn­legu stétta­skipt­ingu ung­lings­ár­anna fannst mér ég vera neðst í gogg­un­ar­röð­inni. Til þess að takast á við alla þessa van­líðan bjó ég mér til ákveðin bjarg­ráð. Þau meik­uðu alveg sense þegar þau mynd­uð­ust, það er að segja þegar ég var bara barn, en í dag sitja þau enn sem fast­ast þó svo að þau séu löngu hætt að þjóna sínum til­gangi. Leið mín til að tækla ein­eltið var að skil­greina öll ein­kenni óvinar míns og fara algjör­lega í öfuga átt.

Auglýsing

„Ég er ekki eins og aðrar stelp­ur“ var mottóið mitt frá 8. bekk út mennta­skól­ann. Ekki séns í hel­víti að ég væri eins og þessar plast­punt­pemp­í­ur. Ég redd­aði mér ekki bara á útlit­inu einu, oh nei, þvert á móti þá var meira varið í mig en að vera fal­leg, ég var gáfuð og þroskuð og metn­að­ar­gjörn. Án þess að vita af því var ég búin að lýsa sjálfri mér sem „ekki fal­leg“ því ég gat ekki afborið það að vera bara oggu poggu eins og hinar stelp­urnar (í laumi fannst mér þær vera rosa­lega fal­leg­ar). Á sama tíma var ég að gera lítið úr þeim með því að halda því fram að þær gætu ekki verið gáf­að­ar, þroskaðar og metn­að­ar­gjarn­ar.

Þar af leið­andi spíg­spor­aði ég um í fárán­lega lit­ríku föt­unum mínum og með lélegri til­raun til hana­kambs, heilu bóka­safni af fantasíu­bókum og skorti á and­lits­farða nærði ég brostnu sjálfs­mynd mína með hatri mínu á hvað ég hélt að stelpur „ættu“ að vera. Ég var öðru­vísi. Ég var ein­stök. Eins og aðrar stelpur séu ekki öðru­vísi og ein­stakar líka. Eins og stelpur með gráður í förð­un­ar­fræðum lesi ekki fantasy bók­mennt­ir. Eins og stelpur sem spili tölvu­leiki finn­ist ekki gaman að vera í háum hæl­um.

Hvurs­lags öðru­vísi og ein­stök stelpa var ég líka? Ég sam­sam­aði mig lengi vel með orð­inu nörd en ég pass­aði ekk­ert betur þar inn. Ég hef aldrei lesið Harry Pott­er, og ég þoldi ekki að lesa fyrstu bók­ina í Lord of the Rings ser­í­unni. Ég gjör­sam­lega elska mynd­irn­ar, en er það nóg til að vera með? Þrátt fyrir að vera ekk­ert nema með­al­mennskan upp­máluð hélt ég því statt og stöðugt fram að ég væri öðru­vísi, oft með hræði­legum afleið­ing­um. Á tíma­bili lagði ég mig alla fram við að verða lesbía, því kyn­hneigð ann­arra er totalí eitt­hvað sem þú mátt ræna til að upp­fylla ein­hverja brjál­aða hug­mynd um per­sónu­leika. Ég reyndi að telja öllum trú um að ég væri harð­kjarna metal­haus þrátt fyrir að það blæði úr eyr­unum á mér þegar ein­hver svo mikið sem minn­ist á Iron Maiden. Þar á undan var goth tíma­bilið sem sam­an­stóð að mestu leyti af því að læsa mig inn í her­bergi, deila illa teikn­uðum myndum af varúlfum á Devi­ant­Art og syngja með My Chem­ical Rom­ance af inn­lif­un.

Venju­­legar stelpur höfðu líka til­­f­inn­inga­­legar þarfir og kröfð­ust athygli og umhyggju frá kærustum þeirra. Ekki ég. Oh nei, ég var ekki svona clingy vælu-týpa. 
Venjulegar stelpur höfðu líka til­finn­inga­legar þarfir og kröfð­ust athygli og umhyggju frá kærustum þeirra. Ekki ég. Oh nei, ég var ekki svona clingy vælu-týpa. Ég var svo töff að þú sem kær­asti minn þurftir ekki einu sinni að sýna mér snefil af virð­ingu. Ógeðs­lega flott er það ekki? Ég gerði mitt besta til að virð­ast kúl og sjálfsör­ugg, með skráp þykkan sem míþríl. En í raun­inni var ég að sál­ast úr sjálfs­hatri og ein­mana­leika, örvingluð og bit­ur.

Sem leiðir mig aftur að spinn­ing tím­an­um. Ég er svo gjör­sam­lega og algjör­lega eins og aðrar stelp­ur. Og það er löngu kom­inn tími til að ég standi með systrum mín­um. Í sann­leika sagt þá elska ég græna matcha frappó­inn á Te og kaffi, ég dýrka að fara í buttlift og hota yoga í World Class, mér finnst dásam­legt að fara í hand­snyrt­ing­ar, horfa á róm­an­tískar gam­an­myndir og spjalla um sæta stráka. Ég er við­kvæm og hégóma­gjörn. Mig dreymir um ein­falda og dæmi­gerða fram­tíð, mig langar í eig­in­mann og börn, fal­legt hús og hund í þokka­bót. Hvað er svosem að því? Hvað er að því að vera venju­leg?

Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi til­einkað mér öll þau per­sónu­ein­kenni sem ég barð­ist svo hat­ramm­lega gegn og snúið bak­inu við öllu hinu. Ég hef bara ekki lengur jafn sterkar og úti­lok­andi skoð­anir á hlut­un­um. Ég hlusta á Shania Twain og Metall­ica til skipt­is. Ég fíla Mar­vel-­myndir í drasl, og líka Modern Family. Punkt­ur­inn í þessu öllu saman er að ekk­ert er bara hvítt eða svart, við lifum lang­flest í ein­hverjum óskil­greindum gráum bletti í miðj­unni. Per­sónu­leiki þinn má vera bland í poka af öllum sort­um. Þú þarft ekki að geta bundið sjálfa þig í hnút til að segja að þú fílir jóga. Þú þarft ekki að kunna afmæl­is­daga með­lima Ramm­stein til að vilja fara á tón­leika með þeim, þú þarft ekki einu sinni að vita nöfnin þeirra þess vegna, bara kaupa mið­ann og njóta. Áhuga­mál eiga víst að snúa um það, að njóta. Að vera alltaf að fylgj­ast með sjálfum sér og reyna að reikna út hvað maður á að segja eða hvernig maður á að hegða sér til að við­halda ein­hverri ímynd er til­finn­inga­lega lam­andi. Ég nenni því alla­vega ekki leng­ur.

Og til allra stelpn­anna sem ég hataði í grunn­skóla, mér þykir leitt hvernig ég brást við. Við vorum allar asnar. Hvað með að fara bara í spinn­ing saman og fá okkur svo brunch?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði