Auglýsing

„Prot­ect me from what I want“ er texta­verk eftir mynd­list­ar­kon­una Jenny Holzer frá árinu 1982. Lista­konan setti verkið fram eins og LED-­ljósa aug­lýs­inga­skilti á Times Squ­are, þar sem aug­lýs­ingar af öllu tagi eru yfir og allt um kring. Ég kynnt­ist þessu verki þegar ég lærði mynd­list í Lista­há­skól­anum og síðan hefur það fylgt mér eins og hálf­gerð mantra, þessi setn­ing klingir ein­hvern veg­inn. Vernd­aðu mig fyrir því sem mig langar í. Stað­setn­ing­in, á Times Squ­are innan um ógn­væn­legan flaum aug­lýs­inga sem kepp­ast við að kítla hina römmu en veik­geðja freist­inga­taug, var auð­vitað engin til­vilj­un.

Freist­ing vísar til ein­hvers sem fram­kallar sterka löngun til að neyta ein­hvers eða gera eitt­hvað, sem gæti haft nei­kvæðar afleið­ingar sem eru yfir­leitt þekktar fyr­ir­fram. Skamm­vermur unaður sem fram­kallar oft eft­ir­sjá, líkt og að drekkja sorgum sínum í bjór­glasi. Freist­ingar eru eitt­hvað sem allir berj­ast við allan dag­inn. Fyrsti bar­dag­inn hefst um leið og augun opn­ast á morgn­ana áður en maður veit hvorki í þennan heim né ann­an, maður freist­ast til að snooza og er strax kom­inn eitt núll und­ir. Fer fastandi í vinn­una. Svo er restin bara eins og að hlaupa mara­þon sam­ferða hop on - hop off strætó. Ekki borða óhollt, ekki kaupa ein­hvern óþarfa, ekki skrópa í rækt­inni, ekki snappa og keyra, ekki fresta verk­efnum sem taka minna en tvær mín­út­ur, ekki vaka fram­eftir í tölv­unni, ekki drekka og dópa, ekki ljúga, ekki stela, ekki girn­ast konu náung­ans og svo fram­vegis og svo fram­veg­is. Muna bara að ánægjan sem hlýst af því að neita sér um hlut­inn er meiri en ánægjan sem fæst af því að veita sér hann, að hætti Epikúrs. Og dag­arnir líða og maður freist­ast og freist­ast ekki á víxl.

Ég sé mig stundum í hyll­ingum í fram­­tíð­inni þegar góða lífið er loks­ins byrj­­að. Ég er í hvítri hör­­skyrtu sem flags­­ast í hlýjum blæn­­um. Áhyggju­­laus og úthvíld með svona þroskað tilfreds-bros en líka reynslu í augna­ráð­inu.
En af hverju erum við að basla við að neita okkur um munúð­legar nautnir dag­inn inn og út? Það hlýtur að vera ein­hver gul­rót. Með því að stand­ast allar hinar hvers­dags­legu freist­ingar erum við að láta undan hinni stóru freist­ingu; Við erum að freista þess að öðl­ast góða líf­ið. Ég sé mig stundum í hyll­ingum í fram­tíð­inni þegar góða lífið er loks­ins byrj­að. Ég er í hvítri hör­skyrtu sem flags­ast í hlýjum blæn­um. Áhyggju­laus og úthvíld með svona þroskað tilfreds-bros en líka reynslu í augna­ráð­inu. Ég stend í garð­inum mín­um, það er auð­vitað sól og ég horfi á börnin mín leika við hund­inn meðan ég drekk te. Bíddu, hvað heyri ég? Eru börnin að tala ensku? Þetta er ekki mitt líf! Þetta er draum­sýn ein­hvers ann­ars. Aha. Þetta er sena úr „burt með frjó­korna­of­næmið og njóttu lífs­ins áhyggju­laus“-aug­lýs­ingu. Draum­sýn mín er eft­ir­mynd aug­lýs­ing­ar! Á hinn bóg­inn er aug­lýs­ingin alls ekki eftirmynd raun­veru­leik­ans.

Flest viljum við vera heil­brigð og ham­ingju­söm. Margir þrá að fram­lengja æsk­una, því æskan er svo fal­leg. Iðunnar­eplið er örugg­lega ein öfl­ug­asta við­skipta­hug­mynd allra tíma. Eða sem sagt platónskar eft­ir­myndir þess í formi allslags yng­ing­ar­með­ala og smyrsla. Og hug­ur­inn ber mann hálfa leið sem er miklu meira en nóg til að selja t.d. eitt Sensei-augn­krem á 48.499 krón­ur. Það er grund­vall­armis­skiln­ingur í gangi sem ég ver­andi ung kona alin upp í neyslu­sam­fé­lagi hef ekki farið hall­oka af. Og hann teygir rætur sínar djúpt, lengst aftur í barn­æsku, alveg bara Bar­bie-­djúpt. Hann er sá að, sko, feg­urð veiti manni ham­ingju. Þetta er rangt. Búmm, ég veit, sjokker­andi. Auð­vitað veit ég þetta en und­ir­með­vit­undin er menguð af aug­lýs­inga­flóð­inu.

Auglýsing

Það sem mörgum finnst vanta í góða lífið er meiri tími. Að hafa meiri tíma til að sinna áhuga­mál­um, verja tíma með fjöl­skyldu og vinum og ná átta tíma svefni. Stara á vegg annað slag­ið. Til að spara tíma viljum við minni vinnu og ein­falda líf­ið. Við­skipta­hug­mynd? Það er eig­in­lega und­er­sta­tem­ent. Tími er pen­ingar en það er tíma­skortur svo sann­ar­lega líka. Tíma­skortur hefur í raun­inni hannað iðn– og tækni­bylt­ing­una. Prent­vél­ar, bílar, sauma­vél­ar, flug­vél­ar, símar, trakt­or­ar, ryksug­ur, færi­bönd, hraðsuðukatl­ar, bor­vél­ar, hár­þurrk­ur, fræs­ar­ar, inter­netið og Siri. Allt var þetta fundið upp til að spara tíma. Við höfum meira að segja tíma­spar­andi maka­leit­arapp til að ein­falda valið á lífs­föru­naut. Valið sko.

Eng­inn hefur tíma til að velja hvað hann vill. Og gettu hvað. Þetta er auð­vitað bis­ness hug­mynd. Ein­hver snið­ugur frum­kvöð­ull kom auga á þetta fyrir löngu síð­an.
Enginn hefur tíma til að velja hvað hann vill. Og gettu hvað. Þetta er auð­vitað bis­ness hug­mynd. Ein­hver snið­ugur frum­kvöð­ull kom auga á þetta fyrir löngu síð­an. Ég veit eig­in­lega ekki hvernig þetta gerð­ist en nú virð­ist vera búið að úthluta öllum per­sónu­legum inn­kaupa­ráð­gjafa, öllum að kostn­að­ar­lausu. Minn þekkir mig inn og út og er alltaf til þjón­ustu reiðu­bú­inn, hvar og hvenær sem er. Hann veit til dæmis að ég er barn­laus og veit að ég hef ekk­ert að gera við barna­vör­ur. Hann veit hvað ég er hrifin af svona ilmdótaríi í íbúð­ina. Hann veit hvað ég vil horfa á næst á Youtu­be. Hann þekkir tón­list­arsmekk­inn minn eins og hand­ar­bakið á sér. Hann sýnir mér oft sniðugar snyrti­vörur til að kaupa sem ég hefði bara aldrei fundið ann­ars. Hann veit meira að segja nafnið á upp­á­halds­sjampó­inu mínu. Þetta veit hann, þessi elska. Og ekki nóg með það, heldur veit hann alltaf hvar ég er stödd og man það jafnvel aftur í tím­ann. Ótrú­leg­ur. Það vakti að vísu smá óhug þegar ég komst að því að hann skráir hvert fót­mál mitt hjá sér. En ég meina, hann er auð­vitað bara að reyna sitt besta til að reyna að kynn­ast mér betur svo hann geti þjónað mér bet­ur. Oft finnst mér hann þekkja mig betur en ég sjálf jafn­vel. Ég væri í raun ekki ég, án hans. Ég er að sjálf­sögðu að vísa til hins alltum­lykj­andi og alvitra algóritma. Já, ég veit ekki hvar ég væri án hans. Hann sér um að leið­beina mér hvað ég á að velja og vilja, miðað við ald­ur, kyn, stað­setn­ingu og klikk. Takk elsk­an.

Texta­verkið eftir Jenny Holzer frá 1982, hefur lík­lega aldrei átt betur við en nú þegar freist­ing­arnar bein­línis elta mann uppi. Hinn alltum­lykj­andi algóritmi veit hvað þú vilt, hann valdi það jú fyrir þig, hann veit hvenær þú vilt það, hann þekkir drauma þína og þrár, hann veit hvað þú ótt­ast mest, hann veit hvar þú átt heima og hvar þú hefur ver­ið, hann eltir þig uppi og hann mun finna þig þar sem þú situr með tómt augna­ráð við tölvu­skjá­inn. Frí heim­send­ing, sam­dæg­urs. Mamma mía. Mammon minn. Guð á himn­um, hjálpi mér, eigi leið þú oss í freistni, vernd­aðu mig fyrir því sem mig langar í, plís. Ég er að reyna að spara fyrir íbúð. Og kannski svona hvítri hör­skyrtu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði