Auglýsing

Það hefur færst í auk­ana að fólk opni sig um and­lega kvilla og er það gleði­efni. Að bera harm sinn í hljóði er hall­æris­legt eft­ir­stríðs­ára­fyr­ir­bæri sem gerir illt verra og ýtir undir skömm og frek­ari van­líð­an. Sem betur fer fött­uðum við þetta að lokum og byrj­uðum að tala sam­an. Þá kom það í ljós sem marga grun­aði — að flestir eru snæld­urugl­aðir á einn eða annan hátt. Sjálfur hef ég verið kvíð­inn allt mitt líf. Suma daga angrar kvíð­inn mig lítið sem ekk­ert, en þess á milli er þetta svo­lítið eins og að ganga um göt­urnar í einum skíða­skó, með ígul­ker á bólakafi í ilinni. Hamlandi. Þreyt­andi. Algjör­lega fokk­ing óþol­andi.

Stundum hugsa ég að það væri mögu­lega auð­veld­ara ef ég gæti tengt kvíð­ann við ákveð­inn atburð í for­tíð­inni, ein­hvern upp­haf­s­punkt sem ég gæti gert upp. Spjallað um hann fram og til baka við sál­fræð­ing­inn minn, eða jafn­vel látið dáleiða hann úr mér. En það er kjána­legt að hugsa þannig og ég væri örugg­lega á verri stað í dag ef ég hefði verið tek­inn af for­eldrum mínum úr ein­hverju örlí eitís eit­ur­lyfja­greni á Njáls­götu og alinn upp á kaþ­ólsku hryll­ings­barna­heim­ili. Það var ekk­ert svo­leið­is. Ég kýs að kenna gen­unum um — og reyndar því þegar ég var læstur inni í rusla­kompu í nokkra klukku­tíma, aðeins þriggja ára gam­all*. Heyrðu jú, það hlýtur að vera upp­haf­s­punkt­ur­inn. Ég hlýt að hafa klikk­ast nákvæm­lega þarna.

Þetta er ein af mín elstu minn­ingum í lit og fullri lengd, þarna frá sumr­inu 1983, þegar ég fór í skírn­ar­veislu á Sel­tjarn­ar­nesi ásamt for­eldrum mín­um. Þarna var fullt af fólki og börnum og þegar þau voru orðin stút­full af sykri var þeim hleypt út í garð að leika sér. „Þið megið alls ekki fara út af lóð­inn­i!“ og af því að þetta var á níunda ára­tugnum þá fékk þriggja ára dreng­ur­inn að sjálf­sögðu að fara með þó engir full­orðnir væru að vakta garð­inn.

Við vorum ekki búin að vera lengi úti þegar mér var rænt. Já, þú last rétt, mér var rænt.
Við vorum ekki búin að vera lengi úti þegar mér var rænt. Já, þú last rétt, mér var rænt. Til allrar ham­ingju end­aði ég ekki í Singapúr að sauma pleð­ur­veski, en ég var engu að síður dauð­hrædd­ur. Ræn­ingj­arnir voru tvær stelp­ur, á að giska tveimur til þremur árum eldri en ég. Ég man að við löbbuðum heil­lengi en ekki hvernig þeim tókst að lokka mig inn í rusla­geymsl­una. Hún var á bíla­stæði fyrir utan ein­hverja blokk og þegar ég var kom­inn þarna inn á milli tveggja illa lykt­andi rusla­tunna þá skelltu þær í lás.

Ég hafði aldrei upp­lifað mig jafn bjarg­ar­lausan og yfir­gef­inn. Það var kolniða­myrkur þarna inni, við­bjóðs­leg lykt og steikj­andi hiti. Ég sá móta fyrir daufum útlínum hurð­ar­innar en meira var það ekki. Á þessu augna­bliki vissi ég að ég myndi deyja. Pabbi hafði nýlega sagt mér hvernig rusla­bíll­inn virk­aði, hvernig ruslið væri sett inn í hann og svo þjappað saman með risa­stórum „valt­ar­a“. Minn helsti ótti var sá að rusla­karl­arnir kæmu, tækju ruslið og algjör­lega án þess að fatta nokk­uð, mig með. Svo myndi ég kremj­ast inni í bílnum saman við ruslið. Umbreyt­ast í þéttan massa af bleium, ban­ana­hýðum og rauðu hári. Ég fór að gráta. Á sama tíma var neyð­ar­á­stand í skírn­ar­veisl­unni. Hvarf mitt hafði upp­götvast nokkru áður en lög­reglu hafði verið gert við­vart. Hópur fólks gekk garða á milli að leita en ég var langt í burtu. Aleinn. Núna þegar ég skrifa þetta er ég hand­viss um að þetta sé augna­blik­ið. Þessi skelfi­legi, illa þefj­andi atburður sem mót­aði mig. Ég væri senni­lega ekki skemmd­ari þó ég hefði alist upp í hol­ræsa­kerfi Got­ham–­borg­ar.

Auglýsing

Að lokum var það móðir mín sem fann mig. Hún gekk á hljóð­ið, dauft væl í barni sem var búið að missa alla von. Er ég of dramat­ískur? Prófa þú að læsa þig inni í rusla­geymslu heilt eft­ir­mið­degi og sjáðu hversu skemmti­legt þér þykir það. Ég gleymi aldrei augna­blik­inu þegar dyrnar opn­uð­ust, en allt eftir það er í móðu. Ég ætla samt rétt að vona að ég hafi fengið annan umgang af kökum í þess­ari skírn­ar­veislu.

Mann­ræn­ingj­arnir fund­ust aldrei. Reyndar á ég minn­ingu af því að hafa rek­ist á þær nokkru síðar á leik­skóla­lóð­inni við Tjarn­ar­borg. „Var gaman í rusla­geymsl­unn­i?“ spurðu þær hlæj­andi. Því­lík illska. Ég vona að þær hafi flosnað upp úr skóla, orðið óléttar eftir ein­hverja drullu­sokka og vinni núna í Síberíu við að moka manna­skít.

*Ég fletti skírn­ar­barn­inu upp í þjóð­skrá. Það fædd­ist vorið 1985. Þá var ég fimm ára. Skrýt­ið, ég hélt alltaf að ég hefði verið mun yngri. Er þetta kannski allt bara ein risa­stór fölsk minn­ing? Var ég kannski bara örfáar mín­útur þarna í rusla­komp­unni? Eða var kannski aldrei nein rusla­kompa? Fóru þær með mig og gáfu mér ís?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði