Auglýsing

Það hefur færst í aukana að fólk opni sig um andlega kvilla og er það gleðiefni. Að bera harm sinn í hljóði er hallærislegt eftirstríðsárafyrirbæri sem gerir illt verra og ýtir undir skömm og frekari vanlíðan. Sem betur fer föttuðum við þetta að lokum og byrjuðum að tala saman. Þá kom það í ljós sem marga grunaði — að flestir eru snælduruglaðir á einn eða annan hátt. Sjálfur hef ég verið kvíðinn allt mitt líf. Suma daga angrar kvíðinn mig lítið sem ekkert, en þess á milli er þetta svolítið eins og að ganga um göturnar í einum skíðaskó, með ígulker á bólakafi í ilinni. Hamlandi. Þreytandi. Algjörlega fokking óþolandi.

Stundum hugsa ég að það væri mögulega auðveldara ef ég gæti tengt kvíðann við ákveðinn atburð í fortíðinni, einhvern upphafspunkt sem ég gæti gert upp. Spjallað um hann fram og til baka við sálfræðinginn minn, eða jafnvel látið dáleiða hann úr mér. En það er kjánalegt að hugsa þannig og ég væri örugglega á verri stað í dag ef ég hefði verið tekinn af foreldrum mínum úr einhverju örlí eitís eiturlyfjagreni á Njálsgötu og alinn upp á kaþólsku hryllingsbarnaheimili. Það var ekkert svoleiðis. Ég kýs að kenna genunum um — og reyndar því þegar ég var læstur inni í ruslakompu í nokkra klukkutíma, aðeins þriggja ára gamall*. Heyrðu jú, það hlýtur að vera upphafspunkturinn. Ég hlýt að hafa klikkast nákvæmlega þarna.

Þetta er ein af mín elstu minningum í lit og fullri lengd, þarna frá sumrinu 1983, þegar ég fór í skírnarveislu á Seltjarnarnesi ásamt foreldrum mínum. Þarna var fullt af fólki og börnum og þegar þau voru orðin stútfull af sykri var þeim hleypt út í garð að leika sér. „Þið megið alls ekki fara út af lóðinni!“ og af því að þetta var á níunda áratugnum þá fékk þriggja ára drengurinn að sjálfsögðu að fara með þó engir fullorðnir væru að vakta garðinn.

Við vorum ekki búin að vera lengi úti þegar mér var rænt. Já, þú last rétt, mér var rænt.
Við vorum ekki búin að vera lengi úti þegar mér var rænt. Já, þú last rétt, mér var rænt. Til allrar hamingju endaði ég ekki í Singapúr að sauma pleðurveski, en ég var engu að síður dauðhræddur. Ræningjarnir voru tvær stelpur, á að giska tveimur til þremur árum eldri en ég. Ég man að við löbbuðum heillengi en ekki hvernig þeim tókst að lokka mig inn í ruslageymsluna. Hún var á bílastæði fyrir utan einhverja blokk og þegar ég var kominn þarna inn á milli tveggja illa lyktandi ruslatunna þá skelltu þær í lás.

Ég hafði aldrei upplifað mig jafn bjargarlausan og yfirgefinn. Það var kolniðamyrkur þarna inni, viðbjóðsleg lykt og steikjandi hiti. Ég sá móta fyrir daufum útlínum hurðarinnar en meira var það ekki. Á þessu augnabliki vissi ég að ég myndi deyja. Pabbi hafði nýlega sagt mér hvernig ruslabíllinn virkaði, hvernig ruslið væri sett inn í hann og svo þjappað saman með risastórum „valtara“. Minn helsti ótti var sá að ruslakarlarnir kæmu, tækju ruslið og algjörlega án þess að fatta nokkuð, mig með. Svo myndi ég kremjast inni í bílnum saman við ruslið. Umbreytast í þéttan massa af bleium, bananahýðum og rauðu hári. Ég fór að gráta. Á sama tíma var neyðarástand í skírnarveislunni. Hvarf mitt hafði uppgötvast nokkru áður en lögreglu hafði verið gert viðvart. Hópur fólks gekk garða á milli að leita en ég var langt í burtu. Aleinn. Núna þegar ég skrifa þetta er ég handviss um að þetta sé augnablikið. Þessi skelfilegi, illa þefjandi atburður sem mótaði mig. Ég væri sennilega ekki skemmdari þó ég hefði alist upp í holræsakerfi Gotham–borgar.

Auglýsing

Að lokum var það móðir mín sem fann mig. Hún gekk á hljóðið, dauft væl í barni sem var búið að missa alla von. Er ég of dramatískur? Prófa þú að læsa þig inni í ruslageymslu heilt eftirmiðdegi og sjáðu hversu skemmtilegt þér þykir það. Ég gleymi aldrei augnablikinu þegar dyrnar opnuðust, en allt eftir það er í móðu. Ég ætla samt rétt að vona að ég hafi fengið annan umgang af kökum í þessari skírnarveislu.

Mannræningjarnir fundust aldrei. Reyndar á ég minningu af því að hafa rekist á þær nokkru síðar á leikskólalóðinni við Tjarnarborg. „Var gaman í ruslageymslunni?“ spurðu þær hlæjandi. Þvílík illska. Ég vona að þær hafi flosnað upp úr skóla, orðið óléttar eftir einhverja drullusokka og vinni núna í Síberíu við að moka mannaskít.

*Ég fletti skírnarbarninu upp í þjóðskrá. Það fæddist vorið 1985. Þá var ég fimm ára. Skrýtið, ég hélt alltaf að ég hefði verið mun yngri. Er þetta kannski allt bara ein risastór fölsk minning? Var ég kannski bara örfáar mínútur þarna í ruslakompunni? Eða var kannski aldrei nein ruslakompa? Fóru þær með mig og gáfu mér ís?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði