Auglýsing

Kæru vin­kon­ur! Það er ekki stolt kona sem skrifar þetta - en ég er búin að gef­ast upp. Það er svo mikið dót og drasl, bún­ingar og rugl heima hjá mér að ég þarf hjálp. Í morgun hringdi ég í þrí­fi­kon­una mína og bað hana að koma á mið­viku­dag til að sparka í rass­inn á mér, og í allan dag sner­ist ég í hringi og vissi ekki hvar ég átti að byrja. Getur ein­hver ykkar hjálpað mér á morg­un? Ég get borgað fyrir aðstoð­ina og verð með, ég þarf bara svona hjálp­ar­konu og verk­stjóra. Þrifa­dísin mín kemur svo og þrí­fur á mið­viku­dag.

Með von um aðstoð, Subba Sóða­dótt­ir.

Þetta skrif­aði ég í alvör­unni í slúð­ur­hóp vin­kvenna í upp­hafi vik­unn­ar. Það tók nokkrar til­raunir því mér fannst mjög erfitt að við­ur­kenna að ég nennti ekki, og hafði ekki nennt, já eða haft tíma í laaaangan tíma að ganga frá dóti. Af öllum þeim hæfi­leikum og dugn­aði sem ég hlaut í vöggu­gjöf gleymd­ist einn stór dömu­legur biti: Að hafa snyrti­legt í kringum sig. Mig langar það, svo, svo, svo mikið en bit­ann vant­ar. Ég er þó mjög góður kokk­ur.

Auglýsing

Þegar þetta er skrif­að, á mið­viku­degi sit ég og borða köku á kaffi­húsi og heima hjá mér þrífa þrí­fdís­irn­ar. Vissu­lega er það lúxus sem ég leyfi mér, en þetta var auð­velt reikn­ings­dæmi. Ég fæ hærra tíma­kaup að gera eitt­hvað annað en að þrífa. Í ofaná­lag friða ég sam­visk­una með því að leti mín sé atvinnu­skap­andi.

Áður en þið jafn­rétt­is­hváið og bendið mér á að ég eigi nú kærasta sem búi undir sama þaki langar mig að segja að hann vinnur allt upp í 15 tíma á dag við umönn­un­ar­störf, sem geta verið lík­am­lega krefj­andi og hann er alveg búinn þegar hann kemur heim. Já og síð­ast þegar hann ryksug­aði festi hann ryksugu­haus­inn ein­hvers­stað­ar, rykkti í til að losa og... braut rúðu í eld­hús­inu. Freyr vinur minn sagði: HAHAHA ÞAÐ ER EINS OG ÞÚ BÚIR MEÐ GÓR­ILLU! En mér fannst það full­langt geng­ið. Hann sér um upp­vaskið og ég sé um að elda og þvo þvott. Allt annað fellur milli stafs og hurð­ar. Við erum því temmi­lega van­hæf bæði tvö sem sparar okkur ágæt­is­rifr­ildi, gott að vera með svip­aðan skíta­stuð­ul. Svo veit ég um fleiri en eitt og fleiri en tvö hjóna­bönd þar sem þrif­að­ili gerði meira gagn en hjóna­bands­ráð­gjafi.

Ástand heim­il­is­ins míns er femínisk yfir­lýs­ing upp að vissu marki. Það er fárán­legt að ég sé með sam­visku­bit yfir því að passa ekki inn í mót hinnar full­komnu og þrifa­legu konu. Sem betur fer á ég nú aðhalds­föt og and­lits­farða og í eðli mínu er ég bara reglu­lega kven­leg.

Sem betur fer hitt­ist mín kyn­slóð í netheimum og fyrir utan heim­il­ið. Ég man eftir svona tveimur kvöldum í æsku þar sem var eng­inn gestur í kaffi hjá mömmu minni, og annað þeirra er kvöldið sem systir mín fædd­ist. Ég get því lokað hurð­inni, sett á mig vara­lit og hitt fólk sem dæmir mig ekki fyrir hvað það er mikið drasl heima hjá mér.

Mamma mín er nýhætt að spyrja mig í hvert sinn sem ég hitti hana: „Hvernig er staðan á draslinu heima hjá þér?“ Eftir að ég skrif­aði henni (þorði ekki að vera þetta ugliti til auglit­is) að ef hún hætti ekki að spyrja mig myndi ég hætta að nenna að heim­sækja hana. Það væri bara eins og það væri og að hennar pot myndi ekki sparka mér af stað, heldur bara valda mér van­líð­an. Spurn­ingin „Eruð þið ekki að leggja fyr­ir?“ (til að kaupa íbúð) væri nefni­lega jafn­al­geng og því miður er ekki hægt að vinna sér inn pen­inga og vera heima hjá sér að sleikja baðkarið á sama tíma.

Það var því himna­send­ing þegar ég kynnt­ist hópnum Family liv­ing – the true story – ICELAND þar sem auð­mjúkt fólk deilir lands­lags­myndum af þvotta­hrúg­um, drasl­skúff­unni í eld­hús­inu, stólnum í svefn­her­berg­inu með föt­unum sem eru of skítug til að fara inn í skáp en of hrein til að fara í óhreina tauið og svona mætti lengi telja. Ég er ekki ein.

Ég veit innst inni að draslið er mér að kenna og ég þarf ekki að eiga svona mik­ið. Ég vildi samt skrifa þetta út til að friða þá sem eru eins og ég. Ég er subba en ég er góð í rosa­lega mörgu öðru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði