Auglýsing

Kæru vinkonur! Það er ekki stolt kona sem skrifar þetta - en ég er búin að gefast upp. Það er svo mikið dót og drasl, búningar og rugl heima hjá mér að ég þarf hjálp. Í morgun hringdi ég í þrífikonuna mína og bað hana að koma á miðvikudag til að sparka í rassinn á mér, og í allan dag snerist ég í hringi og vissi ekki hvar ég átti að byrja. Getur einhver ykkar hjálpað mér á morgun? Ég get borgað fyrir aðstoðina og verð með, ég þarf bara svona hjálparkonu og verkstjóra. Þrifadísin mín kemur svo og þrífur á miðvikudag.

Með von um aðstoð, Subba Sóðadóttir.

Þetta skrifaði ég í alvörunni í slúðurhóp vinkvenna í upphafi vikunnar. Það tók nokkrar tilraunir því mér fannst mjög erfitt að viðurkenna að ég nennti ekki, og hafði ekki nennt, já eða haft tíma í laaaangan tíma að ganga frá dóti. Af öllum þeim hæfileikum og dugnaði sem ég hlaut í vöggugjöf gleymdist einn stór dömulegur biti: Að hafa snyrtilegt í kringum sig. Mig langar það, svo, svo, svo mikið en bitann vantar. Ég er þó mjög góður kokkur.

Auglýsing

Þegar þetta er skrifað, á miðvikudegi sit ég og borða köku á kaffihúsi og heima hjá mér þrífa þrífdísirnar. Vissulega er það lúxus sem ég leyfi mér, en þetta var auðvelt reikningsdæmi. Ég fæ hærra tímakaup að gera eitthvað annað en að þrífa. Í ofanálag friða ég samviskuna með því að leti mín sé atvinnuskapandi.

Áður en þið jafnréttishváið og bendið mér á að ég eigi nú kærasta sem búi undir sama þaki langar mig að segja að hann vinnur allt upp í 15 tíma á dag við umönnunarstörf, sem geta verið líkamlega krefjandi og hann er alveg búinn þegar hann kemur heim. Já og síðast þegar hann ryksugaði festi hann ryksuguhausinn einhversstaðar, rykkti í til að losa og... braut rúðu í eldhúsinu. Freyr vinur minn sagði: HAHAHA ÞAÐ ER EINS OG ÞÚ BÚIR MEÐ GÓRILLU! En mér fannst það fulllangt gengið. Hann sér um uppvaskið og ég sé um að elda og þvo þvott. Allt annað fellur milli stafs og hurðar. Við erum því temmilega vanhæf bæði tvö sem sparar okkur ágætisrifrildi, gott að vera með svipaðan skítastuðul. Svo veit ég um fleiri en eitt og fleiri en tvö hjónabönd þar sem þrifaðili gerði meira gagn en hjónabandsráðgjafi.

Ástand heimilisins míns er femínisk yfirlýsing upp að vissu marki. Það er fáránlegt að ég sé með samviskubit yfir því að passa ekki inn í mót hinnar fullkomnu og þrifalegu konu. Sem betur fer á ég nú aðhaldsföt og andlitsfarða og í eðli mínu er ég bara reglulega kvenleg.

Sem betur fer hittist mín kynslóð í netheimum og fyrir utan heimilið. Ég man eftir svona tveimur kvöldum í æsku þar sem var enginn gestur í kaffi hjá mömmu minni, og annað þeirra er kvöldið sem systir mín fæddist. Ég get því lokað hurðinni, sett á mig varalit og hitt fólk sem dæmir mig ekki fyrir hvað það er mikið drasl heima hjá mér.

Mamma mín er nýhætt að spyrja mig í hvert sinn sem ég hitti hana: „Hvernig er staðan á draslinu heima hjá þér?“ Eftir að ég skrifaði henni (þorði ekki að vera þetta ugliti til auglitis) að ef hún hætti ekki að spyrja mig myndi ég hætta að nenna að heimsækja hana. Það væri bara eins og það væri og að hennar pot myndi ekki sparka mér af stað, heldur bara valda mér vanlíðan. Spurningin „Eruð þið ekki að leggja fyrir?“ (til að kaupa íbúð) væri nefnilega jafnalgeng og því miður er ekki hægt að vinna sér inn peninga og vera heima hjá sér að sleikja baðkarið á sama tíma.

Það var því himnasending þegar ég kynntist hópnum Family living – the true story – ICELAND þar sem auðmjúkt fólk deilir landslagsmyndum af þvottahrúgum, draslskúffunni í eldhúsinu, stólnum í svefnherberginu með fötunum sem eru of skítug til að fara inn í skáp en of hrein til að fara í óhreina tauið og svona mætti lengi telja. Ég er ekki ein.

Ég veit innst inni að draslið er mér að kenna og ég þarf ekki að eiga svona mikið. Ég vildi samt skrifa þetta út til að friða þá sem eru eins og ég. Ég er subba en ég er góð í rosalega mörgu öðru.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði