Auglýsing

Það kostar næstum 500 krónur í strætó, annar hver vagn­stjóri ekur eins og bav­í­ani og það er kæst pung­fýla af sumum far­þeg­un­um. Stundum eru vagn­arnir seinir og á vet­urna getur manni orðið kalt á meðan maður bíður eftir þeim. Þá er ekki víst að maður fái alltaf sæti þegar í vagn­inn er komið og ágætis líkur eru á að vagn­stjór­inn hlusti á Útvarp Sögu við akst­ur­inn.

Þrátt fyrir þetta þá elska ég strætó. Að ganga nývakn­aður inn úr kuld­anum í fun­heitt eim­bað á hjól­um, setj­ast niður þegar það er í boði, hlusta á eitt­hvað surg og „lesa blöð­in“ í sím­an­um. Standa svo upp, yfir­gefa rýmið og vera kom­inn á annan stað. Sleppa við að moka ein­hvern skrjóð úr inn­keyrsl­unni, skafa hann og setj­ast inn í hann ískald­an, missa svo smám saman vitið á Sæbraut­inni við að hleypa ein­hverjum fávitum til að passa upp á „rennilás­inn“. Ég virð­ist þó vera í minni­hluta. Fólk elskar almennt ekki strætó.

„Leiða­kerfið er bara svo ömur­leg­t,“ segja flest­ir, án þess að hafa raun­veru­lega hug­mynd um það, vegna þess að síð­ast þegar þeir tóku strætó þá kost­aði far­gjaldið 280 krón­ur.
„Leiðakerfið er bara svo ömur­leg­t,“ segja flest­ir, án þess að hafa raun­veru­lega hug­mynd um það, vegna þess að síð­ast þegar þeir tóku strætó þá kost­aði far­gjaldið 280 krón­ur. En út af því að nógu margir segja það á Face­book og í barna­af­mælum þá hlýtur það að vera satt.

Ég veit ekki hvort ég hef sagt þetta við svo marga eða hvort ég hef ein­fald­lega skrifað nákvæm­lega þennan pistil áður, en leiða­kerfi Strætó er ekki ömur­legt. Það er ekki full­kom­ið, en ömur­legt er það ekki. Það fer í raun eftir búsetu hvers og eins. Fyrir einn getur það verið full­komið en annan algjör­lega ómögu­legt. En fyrir flesta er það í góðu lagi.

Vegna þess að mér þykir svo gaman að alhæfa og slengja fram órök­studdum full­yrð­ing­um, þá langar mig að draga þá ályktun að 90 pró­sent þeirra sem segja leiða­kerfið ömur­legt séu annað hvort snobb­aðir eða lat­ir. Ég get þá alltaf vísað til þess­ara 10 pró­senta ef fólk fer að kalla mig fávita á inter­net­inu. En ég skil báða hópa að vissu leyti.

Auglýsing

Ég get til dæmis alveg verið snobb­að­ur. Fólkið sem fylkti liði í Costco þótti mér brjóst­um­kenn­an­legt hvítt hyski, alveg þar til ég átti sjálfur erindi þang­að, nokkrum dögum eftir að búðin var opn­uð. Og meira að segja þá leyfði ég mér að dæma aðra í búð­inni, en laug því að sjálfum mér að erindi mitt væri brýnt, öfugt við alla hina sem voru þar vegna þess að þeir eru svo miklir fábján­ar. Ég get líka verið lat­ur. Akkúrat núna er eitt­hvað vesen á inter­net­inu heima hjá mér, sem reyndar er auð­velt að laga með því að ýta á einn takka á routern­um. En ég ætla að bíða aðeins með að standa upp þar til mér verður mál að pissa, því þá get ég farið á kló­settið og ýtt á takk­ann í leið­inni. Ann­ars þarf ég að standa upp tvisvar.

En af hverju að ljúga? Get­urðu ekki bara sagt frá því í hrein­skilni að þér finn­ist þú yfir það haf­inn að ferð­ast með Strætó? Að þú nennir ein­fald­lega ekki að labba út á stoppi­stöð, skipta um vagn í Hamra­borg og fá hugs­an­lega ekki sæti. Að þér þyki bara miklu þægi­legra að labba örfá skref, setj­ast inn í bíl og keyra í vinn­una. Ertu hræddur um að aðrir dæmi þig þegar þú greinir frá raun­veru­legri ástæðu þess að þú notar ekki strætó? Ég myndi reyndar dæma þig, en það er út af því að ég á við vanda­mál að stríða. Eðli­legu fólki væri slétt sama.

Ertu hræddur um að aðrir dæmi þig þegar þú greinir frá raun­veru­legri ástæðu þess að þú notar ekki strætó?
„En ég þarf að koma börn­unum í skóla og leik­skóla áður en ég fer í vinn­una og strætó er ein­fald­lega ekki mögu­leiki fyrir mig.“ Þetta er hin afsök­unin sem ég heyri oft. Hún er reyndar betri, ég skal alveg gefa ykkur það. Börn eiga það til að drolla alveg óheyri­lega og því er auð­veld­ast að tjóðra þau bara niður í bíl­stól, skilja bíl­inn eftir í gangi á meðan þú hleypur inn með þau og keyra svo í vinn­una. En ég sé voða­lega lítið af þessum bílum á meðan ég bíð eftir strætó. Þeir bruna flestir fram­hjá skýl­inu með bíl­stjór­ann inn­an­borðs og enga far­þega. Eru þeir allir búnir að skutla börn­un­um? Fara kannski ein­hverja aðra leið á leik­skól­ann og taka svo Nýbýla­veg­inn fram­hjá mér þegar þeir eru lausir við börn­in. Eða getur verið að fjöldi þeirra sem raun­veru­lega geta ekki tekið strætó sé stór­lega ofmet­inn. Að flestir séu bara lat­ir, snobb­aðir eða bæði?

Áður en þú spyrð þá ætla ég bara að koma hreint fram. Já, ég á bíl. Eld­gamlan koltví­oxíðspú­andi Skóda sem ber enga virð­ingu fyrir loft­gæðum í Reykja­vík. En ég reyni að nota hann sem sjaldn­ast. Það er kannski helst að ég skjót­ist á honum út í búð. Ég gæti auð­vitað alveg notað vagn­inn í það líka en þá þyrfti ég að vera lúð­inn með tvo úttroðna Bónu­s­poka í Strætó. Það gengur eig­in­lega ekki. Til þess er ég of snobb­aður og lat­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði