Auglýsing

„Þú getur skráð þig inn með íslykl­inum og hakað við að ger­ast líf­færa­gjafi þegar þú deyrð og líka skráð þig úr þjóð­kirkj­unni. Ertu ekki búin að þessu eða?” Nei, ég er ekki búin að þessu enn. Ég þarf reyndar að drífa í því að ger­ast líf­færa­gjafi en þetta með þjóð­kirkj­una, ég er bara ekki til­búin til að snúa baki við öllu sam­an. Nei, ekki fara uppá aft­ur­lapp­irn­ar, gefðu mér nokkrar mín­út­ur. Ég er sam­mála þér að þjóð­kirkjan fraus ein­hvers staðar á leið­inni og endar lík­leg­ast í moltu­kass­anum þegar hún loks­ins þiðn­ar. Á sama tíma hafa trú­ar­brögð verið bendluð við stríð og hryðju­verk. Flótta­manna­straum­ur. Alþjóð­leiki Íslend­inga eykst og krist­in­fræði hefur verið tekin af náms­skrá, prestum úthýst úr grunn­skólum og skipu­lagðar kirkju­heim­sóknir í aðdrag­anda jóla með öllu bann­að­ar. Teng­ingin rof­in. Og hvort vilja ungir ein­stak­lingar að skatt­pen­ing­arnir þeirra renni til þjóð­kirkj­unnar eða háskól­ans? Þetta er ekki einu sinni spurn­ing. Vís­indin mað­ur, ekki þetta trú­ar­kjaftæði.

En þetta snýst ekki bara um skatt­pen­inga. Í þess­ari afstöðu end­ur­spegl­ast rót­tæk við­horf til til­ver­unnar og vænt­ingar til manns­ins. Mað­ur­inn tekur bara við af guði. Það ríkir óbilandi trú á mann­inum og fram­þróun hans með vís­indin að vopni. Óvissu­þættir sem trú­ar­brögð leystu áður skrif­ast nú á vís­inda­manna að útskýra. Og vel hefur tek­ist til, raunar svo vel að við erum að rifna úr stolti. Við teljum okkur skilja flest á okkar skala en svo þynn­ist skiln­ing­ur­inn uppúr og niðrúr og er orð­inn frekar þunnur handan Stóra hvells og skammta­fræð­inn­ar.

Ég ótt­ast að við kunnum ekki að fara með alla snilld­ina. Í manns­heil­anum rúm­ast á sama tíma þessir miklu vits­munir og síðan naut­heimska, stór­merki­legt alveg.
Stundum ótt­ast ég þá sann­leiks­þrá sem keyrir okkur í nýjar þekk­ing­ar­vídd­ir. Af hverju ótt­ast ég hana? Því að þekk­ing er tví­eggja sverð sem getur snú­ist í hönd­unum á okk­ur. Með pens­illín­þekk­ingu fylgir ein­angr­aður stóru­bólu­vírus eða milt­is­brand­ur, með þekk­ingu um kjarna­klof fylgir kjarn­orku­sprengja, með gervi­greind fylgir mögu­lega ofur­greind sem tekur af okkur völd­in. Ég ótt­ast að við kunnum ekki að fara með alla snilld­ina. Í manns­heil­anum rúm­ast á sama tíma þessir miklu vits­munir og síðan naut­heimska, stór­merki­legt alveg.

Hugs­aðu þér alla triví­una, stað­reynd­irn­ar, mæl­ing­arnar og töl­fræð­ina sem fróð­leiks­fýsnin hefur fært okkur og pældu í því hvað heims­myndin er breytt. Eða hvað? Hún nefni­lega er ekki nokkurn skap­aðan hlut breytt. Atómin væru á sínum stað, frum­urnar okkur væru að vinna sína vinnu og alheim­ur­inn væri að þenj­ast út þó að við hefðum ekki minnstu hug­mynd um það. Það eina sem hefur breyst er okkar fram­setn­ing á skynjun okkar á heim­inum sem byggir á og tak­markast af okkar eigin getu til að skilja.

Auglýsing

Hvort sem guð skap­aði mann­inn eða mað­ur­inn guð þá er víst að við sköp­uðum vís­indin þar sem kerfin sem þau byggja á eru alfarið okkar sköp­un. Þannig hefur mað­ur­inn tekið við af æðri mætti og því mikla ábyrgð­ar­hlut­verki sem honum var ætl­að; að svara spurn­ingum sem við bara vitum ekki svarið við. Auð­mýktin í því að við­ur­kenna og horfast í augu við óviss­una, hug­rekkið í því að sam­þykkja að vita ekki og róin sem fylgir í kjöl­far þess að sleppa tök­unum til ein­hvers æðra manni sjálfum er eitt­hvað sem við höfum verið svipt og höfum saknað síðan guð var settur út í kuld­ann. Við leitum log­andi ljósi að ró í sál­ina og sækjum vatnið yfir læk­inn til Asíu. Trú­ar­mun­að­ar­leys­ingjar leita í aust­ræn trú­ar­brögð og von­ast til að finna svör­in, himnesku róna og frið­inn í hug­leiðslu, núvit­und og hot yoga í World Class.

Ætlun mín var nú ekki trú­boð af neinni sort. Mér finnst bara galið að halda að mann­gerð vís­indin hafi svörin við öllu sem við menn­irnir þráum að vita. Þessi ofur­trú á mann­gerða vís­inda­lega þekk­ingu er nán­ast átak­an­leg, í það minnsta barna­leg. Vís­indi fjalla um það sem við getum útskýrt, hlut­lægan, mæl­an­legan og lýs­an­legan sann­leik. Trú á æðri mátt tekur við þar sem okkar getu sleppir og veitir okk­ur, já kannski bara frið og ró og leyfi til að sleppa, barns­legt áhyggju­leysi, frelsi. Frelsi til að vera auð­mjúk og tengja við hinn sann­leik­ann, þann hug­læga, innra með okk­ur.

Æðri máttur og þjóð­kirkjan er síðan tvennt ólíkt. En eitt er ljóst og það er að þjóð­kirkjan nær ekki til þegna sinna heldur fælir þá frá með til­heyr­andi kvíða­far­aldri, og það eina sem getur bjargað trúnni frá ótíma­bærri hand­an­veru er lík­lega bara guð sjálfur í hjarta þér kæri les­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði