Auglýsing

Það kostar næstum 500 krónur í strætó, annar hver vagnstjóri ekur eins og bavíani og það er kæst pungfýla af sumum farþegunum. Stundum eru vagnarnir seinir og á veturna getur manni orðið kalt á meðan maður bíður eftir þeim. Þá er ekki víst að maður fái alltaf sæti þegar í vagninn er komið og ágætis líkur eru á að vagnstjórinn hlusti á Útvarp Sögu við aksturinn.

Þrátt fyrir þetta þá elska ég strætó. Að ganga nývaknaður inn úr kuldanum í funheitt eimbað á hjólum, setjast niður þegar það er í boði, hlusta á eitthvað surg og „lesa blöðin“ í símanum. Standa svo upp, yfirgefa rýmið og vera kominn á annan stað. Sleppa við að moka einhvern skrjóð úr innkeyrslunni, skafa hann og setjast inn í hann ískaldan, missa svo smám saman vitið á Sæbrautinni við að hleypa einhverjum fávitum til að passa upp á „rennilásinn“. Ég virðist þó vera í minnihluta. Fólk elskar almennt ekki strætó.

„Leiðakerfið er bara svo ömurlegt,“ segja flestir, án þess að hafa raunverulega hugmynd um það, vegna þess að síðast þegar þeir tóku strætó þá kostaði fargjaldið 280 krónur.
„Leiðakerfið er bara svo ömurlegt,“ segja flestir, án þess að hafa raunverulega hugmynd um það, vegna þess að síðast þegar þeir tóku strætó þá kostaði fargjaldið 280 krónur. En út af því að nógu margir segja það á Facebook og í barnaafmælum þá hlýtur það að vera satt.

Ég veit ekki hvort ég hef sagt þetta við svo marga eða hvort ég hef einfaldlega skrifað nákvæmlega þennan pistil áður, en leiðakerfi Strætó er ekki ömurlegt. Það er ekki fullkomið, en ömurlegt er það ekki. Það fer í raun eftir búsetu hvers og eins. Fyrir einn getur það verið fullkomið en annan algjörlega ómögulegt. En fyrir flesta er það í góðu lagi.

Vegna þess að mér þykir svo gaman að alhæfa og slengja fram órökstuddum fullyrðingum, þá langar mig að draga þá ályktun að 90 prósent þeirra sem segja leiðakerfið ömurlegt séu annað hvort snobbaðir eða latir. Ég get þá alltaf vísað til þessara 10 prósenta ef fólk fer að kalla mig fávita á internetinu. En ég skil báða hópa að vissu leyti.

Auglýsing

Ég get til dæmis alveg verið snobbaður. Fólkið sem fylkti liði í Costco þótti mér brjóstumkennanlegt hvítt hyski, alveg þar til ég átti sjálfur erindi þangað, nokkrum dögum eftir að búðin var opnuð. Og meira að segja þá leyfði ég mér að dæma aðra í búðinni, en laug því að sjálfum mér að erindi mitt væri brýnt, öfugt við alla hina sem voru þar vegna þess að þeir eru svo miklir fábjánar. Ég get líka verið latur. Akkúrat núna er eitthvað vesen á internetinu heima hjá mér, sem reyndar er auðvelt að laga með því að ýta á einn takka á routernum. En ég ætla að bíða aðeins með að standa upp þar til mér verður mál að pissa, því þá get ég farið á klósettið og ýtt á takkann í leiðinni. Annars þarf ég að standa upp tvisvar.

En af hverju að ljúga? Geturðu ekki bara sagt frá því í hreinskilni að þér finnist þú yfir það hafinn að ferðast með Strætó? Að þú nennir einfaldlega ekki að labba út á stoppistöð, skipta um vagn í Hamraborg og fá hugsanlega ekki sæti. Að þér þyki bara miklu þægilegra að labba örfá skref, setjast inn í bíl og keyra í vinnuna. Ertu hræddur um að aðrir dæmi þig þegar þú greinir frá raunverulegri ástæðu þess að þú notar ekki strætó? Ég myndi reyndar dæma þig, en það er út af því að ég á við vandamál að stríða. Eðlilegu fólki væri slétt sama.

Ertu hræddur um að aðrir dæmi þig þegar þú greinir frá raunverulegri ástæðu þess að þú notar ekki strætó?
„En ég þarf að koma börnunum í skóla og leikskóla áður en ég fer í vinnuna og strætó er einfaldlega ekki möguleiki fyrir mig.“ Þetta er hin afsökunin sem ég heyri oft. Hún er reyndar betri, ég skal alveg gefa ykkur það. Börn eiga það til að drolla alveg óheyrilega og því er auðveldast að tjóðra þau bara niður í bílstól, skilja bílinn eftir í gangi á meðan þú hleypur inn með þau og keyra svo í vinnuna. En ég sé voðalega lítið af þessum bílum á meðan ég bíð eftir strætó. Þeir bruna flestir framhjá skýlinu með bílstjórann innanborðs og enga farþega. Eru þeir allir búnir að skutla börnunum? Fara kannski einhverja aðra leið á leikskólann og taka svo Nýbýlaveginn framhjá mér þegar þeir eru lausir við börnin. Eða getur verið að fjöldi þeirra sem raunverulega geta ekki tekið strætó sé stórlega ofmetinn. Að flestir séu bara latir, snobbaðir eða bæði?

Áður en þú spyrð þá ætla ég bara að koma hreint fram. Já, ég á bíl. Eldgamlan koltvíoxíðspúandi Skóda sem ber enga virðingu fyrir loftgæðum í Reykjavík. En ég reyni að nota hann sem sjaldnast. Það er kannski helst að ég skjótist á honum út í búð. Ég gæti auðvitað alveg notað vagninn í það líka en þá þyrfti ég að vera lúðinn með tvo úttroðna Bónuspoka í Strætó. Það gengur eiginlega ekki. Til þess er ég of snobbaður og latur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði