Ég vildi að ég væri lögfræðingur

Auglýsing

Ef höf­uðið mitt væri ekki fast við búk­inn myndi ég að öllum lík­indum týna því. Gleyma því niðri í þvotta­hús­inu á Stúd­enta­görð­un­um, eða í Eymunds­son á Aust­ur­stræti innan um skáld­sög­urnar og sjálfs­hjálp­ar­bæk­urn­ar. Bara fyrr í dag átt­aði ég mig á því að ég hafði rugl­ast á dag­setn­ingum upp­renn­andi ferða­lags og var búin að plana að fara út á flug­völl dag­inn eftir skipu­lagða brott­för. Það er ekki í fyrsta sinn sem slíkt ger­ist. Fyrir nokkrum árum hafði ég bókað flug til Írlands og þaðan til Wales, en bók­aði óvart flugið frá Írlandi til Wales mán­uði fyrir flugið frá Íslandi til Írlands. Það var því í algjöru kvíða­kasti og skömm sem ég sat með sím­ann minn í hend­inni sem pípti þar sem SMS eftir SMS flæddi inn: „Miss Gudna­dott­ir, your flight is about to boar­d.“ Voða lítið sem ég gat gert í því svona hinum megin við Atl­ants­haf­ið.

Ég fer út í búð til að kaupa tann­krem og kem heim með fjórtán hluti, eng­inn þeirra tann­krem. Ég skipu­legg mat­ar­boð og bíó­ferðir með mis­mun­andi vinum á nákvæm­lega sama tíma og enda svo bara heima hjá mér undir sæng þegar ég átta mig á því að ég á að vera á tveimur stöðum í einu. Samt á ég enda­laust af dag­bókum og list­um, með áminn­ingar í síma og gegnum tölvu­póst. Ég gleymi bara að kíkja á allar áminn­ing­arnar mín­ar, og þá gleymi ég að gera það sem ég á að gera.

Stundum vildi ég óska þess að ég gæti breytt per­sónu­leik­anum mín­um. Sent inn beiðni um end­ur­skoðun hjá kvört­un­ar­deild hönn­un­ar­sviðs mann­kyns­ins. „Já, hérna, fyr­ir­gef­ið, ég sé hér að ég er með gríð­ar­lega hvat­vísi en á sama tíma ofsa­lega hrædd við afleið­ing­ar... ég held að ein­hver mis­skil­ingur hafi átt sér stað þar sem þessi tvö ein­kenni fún­kera ekk­ert sér­stak­lega vel sam­an.“ Svo myndi umsókn minni verða hafnað skrif­lega í bréfi sem póst­lagt hefði verið til mín en kæmi þremur mán­uðum of seint því nafnið mitt væri staf­sett vit­laust.

Auglýsing

Hvað sem því líður þá held ég að maður hafi alltaf færi á að slípa van­kanta sína aðeins til, með vinnu og þol­in­mæði. Ég er léleg að muna nöfn, and­lit, staði, gjörð­ir, við­burði og aðrar upp­lýs­ing­ar. Ég veit að ég er léleg í því svo ég geri mitt besta til að leggja það á minn­ið. Ætti kannski bara að skrifa þetta allt saman nið­ur. Hlutir sem ég á að vita, bls.1: fullt nafn bestu vin­konu minn­ar, heima­nám morg­un­dags­ins, afmæl­is­dagar allra systk­ina minna (hey þau eru sex, það er ekk­ert auð­velt).

En svo eru aðrir hlutir sem maður getur ekki breytt. Lyk­ill­inn felst í því að sjá mun­inn þar á milli. Allir geta reynt að vera kurt­eis­ari í umferð­inni eða læra að meta hryll­ings­mynd­ir, bara smá æfing. En ef þú hatar fólk og vilt helst eyða föstu­dags­kvöldum með sjálfum þér og púslu­spilum ætt­irðu kannski ekki að ger­ast skemmt­ana­stjóri eða vinna á leik­skóla. En hver veit, kannski gæt­irðu farið á Dale Carneg­ie-­nám­skeið og orðið brjál­æð­is­lega félags­lynd­ur.

Ég er alltaf að reyna að breyta sjálfri mér í eitt­hvað ann­að. Eitt­hvað sem ég held að fólk myndi frekar kunna við. Ég geri þetta vegna þess að ég veit ekki hver ég er eða hvað ég á að gera, bæði svona dags­dag­lega og í líf­inu almennt.
Ég veit ekk­ert hvar þessi lína er. Ég er alltaf að reyna að breyta sjálfri mér í eitt­hvað ann­að. Eitt­hvað sem ég held að fólk myndi frekar kunna við. Ég geri þetta vegna þess að ég veit ekki hver ég er eða hvað ég á að gera, bæði svona dags­dag­lega og í líf­inu almennt. Nú er ég í meist­ara­námi í rit­list. Ég vona að það gangi vel og sé mér gagn­legt. Ég er alltaf jafn kjána­leg þegar fólk spyr mig hvað ég sé að gera í líf­inu, „Já, ég er í meist­ara­námi í HÍ,“ og svo bæti ég við, „í rit­list“. Eins og það sé ekki alvöru nám. Ein­hvers konar minni­mátt­ar­kennd gagn­vart hörðu vís­ind­unum blundar ennþá í mér. Ef ég hefði farið í verk­fræði eða lög­fræði væri ég þá stolt­ari af sjálfri mér?

Get ég gert bæði? Mig langar kannski ekk­ert í lög­fræði en akkúrat núna hljómar kynja­fræði rosa­lega spennó. Eða dýra­lækn­ing­ar. Ég virð­ist vera föst í þeirri hugsun að ég verði að finna út úr þessu núna, helst í gær. 23 ára ætti ég að vera komin með allt á hreint, 5 ára plan og stað­fastan áfanga­stað í huga. Svo er það líka þessi ýkn (mín til­laga að nafn­orði út frá lýs­ing­ar­orð­inu ýkt­ur. Af því ýkjur er eitt­hvað sem þú seg­ir, nokk­urs konar lyg­ar. Ýkn er meira til­hneig­ing eða hugs­ana­hátt­ur).

Alla­vega, ýkn mín felst í því hvað ég sann­fær­ist oft um að annað hvort fari maður inn um hurð A eða B. Það má ekki skipta um skoðun og það eru engar aðrar hurðir í boði. Annað hvort piprarðu og ferð­ast til fram­andi staða, alein og öllum óháð, safnar skot­glösum og not­uðum gler­augum og átt fimmtán kett­i... Eða þú gift­ist og flytur í úthverfi Kópa­vogs, færð þér áskrift að stöð tvö sport, átt jepp­ling, 2,5 börn og stundar kyn­líf á þriggja mán­aða fresti.

Það hlýtur að vera eitt­hvað annað í boði. Sam­bland af báðu. Fjórir kett­ir, íbúð í Hafn­ar­firði, eitt barn, eig­in­kona og sum­ar­frí í Finn­landi á næsta leyti. Þarf það sem ég er að gera núna að end­ur­spegla það sem ég mun gera þegar ég er fimm­tug? Eða bara eftir tvö ár? Hversu margt má breyt­ast á hversu skömmum tíma án þess að fólk haldi að þú sért geð­veik? Hversu oft má maður skipta um skoðun áður en fólk hættir að taka mark á manni? Mér finnst voða leið­in­legt að vera svona týnd. Ég væri alveg til í að vita alveg upp á hár hvað mér er ætlað að gera. Eitt­hvert verk­efni sem ég brenn fyrir á hverjum morgni er ég vakna; fara með hring­inn í Mor­dor, hefna dauða föður míns (ekki deyða pabba minn, hann er kúl gaur og það er gaman að chilla með hon­um). En þið fattið hvað ég meina. Veit ein­hver hvað hann er að gera? Hvað hann á að vera að gera? Eða erum við öll fálm­andi í myrkr­inu í leit að hinum eina sanna ljós­rofa sem er svo kannski ekki einu sinni til?

Góður vinur minn gaf mér eitt sinn það ráð þegar ég datt í þessa rullu enn eina ferð­ina að ég ætti bara að gera það sem veitir mér ham­ingju þangað til það hættir að þjóna þeim til­gangi. Og þá ætti ég að gera eitt­hvað ann­að. Ég held að það sé ágætis hug­mynda­fræði til að lifa eft­ir. Sum okkar feta beinu braut­ina, önnur ekki. Bæði er í boði. Bæði má. Annað má líka. Blanda af báðu. Hvor­ugt. Það skiptir í raun ekki máli hvað maður gerir eða hvenær maður gerir það eða hvernig maður komst þang­að. Bara að maður njóti þess, stefni að eigin mark­miðum og lifi fyrir sig sjálfan og engan ann­an. Það getur þýtt hvað sem er; gler­augna­söfn­un, kalkúna­rækt­un, Ólymp­íu­keppn­is­ferð­ir, lopa­peysu­prjón eða lög­fræði. You do you, eða á góðri íslensku; gjör þú þig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði