Auglýsing

Að hausti horfi ég yfir sum­arið og get tekið saman ýmsa skemmti­lega töl­fræði úr dans­tímum sem gæsir og steggir hafa ráðið mig í til að hrista hóp­inn sam­an. Eftir fyrsta lag, sem gengur út á að teygja úr sér, liðka kropp og fyrir mig til að sjá hvar lík­ams­vit­und hóps­ins liggur ger­ist yfir­leitt eft­ir­far­andi:

Í 72% gæs­ana stíga flestar eitt skref aftur á bak, segja eitt­hvað á borð við „tjah, ég verð nú seint talin ein­hver dans­ari“. Í 80% steggjap­artýa, þar sem mest af tím­anum í fyrsta lag­inu fer í það að steggur reynir að missa ekki pung­inn út úr Borat­skýl­unni, helm­ingur gesta er á snapptjatt­vakt meiri hluta lags­ins og áfeng­is­stig er yfir­leitt hærra en í túttupartý­unum heyr­ist eftir fyrsta lag­ið: „GEGGJ­AÐ. Við verðum með atriði í brúð­kaup­in­u!“ Og mikið ofboðs­lega vildi ég að hver ein­asta gæs sem stígur fæti inn í Kram­húsið hefði snefil af þessu sjálfs­trausti, því það er það sem skiptir máli þegar þú kemur í einn grínd­ans­tíma. Sporin skipta engu ef sjálfs­traustið er ekki til staðar – og ég get kennt þér öll spor heims­ins. Sjálfs­traust og að hafa húmor fyrir eigin kropp verður að koma innan frá. Fæstir skrifa undir samn­ing við íslenska dans­flokk­inn eftir einn tíma. Eitt lag úrskurðar ekki um hæfni fólks.

En mark­mikið með þessum pistli er ekki að tala um þennan mun gæsa- og steggjap­artýa (btw mæli með að ein­stak­lingar af öllum kynjum „kveðji“ vini sína áður en þau ganga í hjóna­band) – heldur eru ein við­brögð í þessum tímum sem ég tek meira og meira eftir og ég fæ sting í hjart­að. Eldra fólk, oft­ast kon­ur, ein­fald­lega því ég kenni fleiri konum en körlum, eiga það til að segja að þær séu of gamlar til að læra eitt­hvað nýtt. „Ég get ekki gert þetta, ég er of göm­ul.“ Í fyrsta lagi hefur við­kom­andi átt lík­ama sinn lengur en allir hinir í tím­anum svo eðli máls­ins sam­kvæmt finnst mér að við­kom­andi ætti að þekkja lík­ama sinn betur en þeir sem yngri eru. Og hér er ég að tala um fólk sem á ekki við meiðsli að stríða. Í öðru lagi þá er það ekki að sjá á meðan dans­inum stend­ur, þessir ein­stak­lingar eru alveg jafn mikið úti á túni og hinir – það er ein­fald­lega þannig að fólk horfir bara á sjálft sig í spegl­in­um, og sér ekki hvar það stendur miðað við hina.

Auglýsing

Einu sinni spurði ég konu sem sagði þetta hvað hún væri göm­ul. Svo spurði ég hana hvenær það væri sem man hætti að geta lært eitt­hvað nýtt, því ég myndi vilja nýta tím­ann þangað til. Sem betur fer hló hún og sagði: „Jii, þetta er rétt hjá þér. Hvað er eig­in­lega að mann­i?“

Ég hef ekki lifað nema í 33 ár en ég er svo þakk­lát fyrir þann örlitla þroska sem ég hef tekið út, inn­sæið sem ég hef lært og fólkið sem ég hef kynnst. Ég er þakk­lát fyrir hvernig hlut­verk manns breyt­ast með aldr­in­um, þol­in­mæð­ina sem kemur og að ég hef lært að segja nei takk við fólk án þess að vera dóna­leg. Ég finn lykt af óheil­brigðu sam­skipta­munstri löngu áður en það hefst, eftir að það hefur verið bakkað yfir mig nokkrum sinn­um. Takk.

Samt er það þannig að nú hefur algóryt­hmi inter­nets­ins ákveðið að ég sé komin á hrukku­krems­ald­ur­inn. Það er allt í góðu að næra húð­ina sína nú um haust – en að nota ein­hver strekk­inga­meðul er ekki eitt­hvað sem ég hef sér­stakan áhuga á. „Sjáið hvað þessi kona gerir og hún lúkkar fimm árum yngri!“ Ég er með solid hrukku­ráð: Fitn­aðu um 10 kíló og mör­inn, hið nátt­úru­lega bótöx fyllir í allar hrukk­ur.

Ég á frá­bæra ömmu sem ég er skírð eft­ir. Ætt­ar­höf­uðið sem veit alltaf best að eigin mati. Ég er ekki alltaf sam­mála henni, en ég lít upp til hennar í lífs­stíl. Amma Erla var um sjö­tugt þegar hún hóf að læra á píanó. Verður hún píanó­leik­ari? Nei. Nýtur hún þess í botn? Já. Tekur hún fram­förum á sama hraða og 12 ára barn? Nei, en það skiptir engu máli. Hún er bara að örva á sér hausinn, og finnur að sam­þætt­ing huga og handar hefur for­varn­ar­gildi. Hún er núna 85 ára og er í góðu stuði.

Einu sinni vorum við amma að spjalla saman um lífs­gæðin sem fel­ast í því að eld­ast. Hún hélt því lengi fram að lífið hæf­ist um fer­tugt, breytti því svo í fimm­tugt og svo sex­tugt. „Veistu, ég held að ef við fengjum að vita að þegar við erum 85 ára verði okkur gamla fólk­inu lóg­að, þá myndu miklu fleiri láta drauma sína rætast, ferð­ast og ekki deyja með lam­andi leynd­ar­mál.“ Þetta er í sjálfu sér mjög dystópísk hugs­un, að lóga fólki, en ég held að mögu­lega sé þetta rétt, að ef við fengjum síð­asta sölu­dag­inn upp­gef­inn, myndum við fylla lífið okkar þangað til.

Að eld­ast er lúxus sem er ekki öllum gef­inn. Ég ætla að reyna að njóta þess, þó ég finni að ég get ekki kennt jafn­marga dans­tíma á viku og þegar ég var 23 ára.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði