Auglýsing

Að hausti horfi ég yfir sumarið og get tekið saman ýmsa skemmtilega tölfræði úr danstímum sem gæsir og steggir hafa ráðið mig í til að hrista hópinn saman. Eftir fyrsta lag, sem gengur út á að teygja úr sér, liðka kropp og fyrir mig til að sjá hvar líkamsvitund hópsins liggur gerist yfirleitt eftirfarandi:

Í 72% gæsana stíga flestar eitt skref aftur á bak, segja eitthvað á borð við „tjah, ég verð nú seint talin einhver dansari“. Í 80% steggjapartýa, þar sem mest af tímanum í fyrsta laginu fer í það að steggur reynir að missa ekki punginn út úr Boratskýlunni, helmingur gesta er á snapptjattvakt meiri hluta lagsins og áfengisstig er yfirleitt hærra en í túttupartýunum heyrist eftir fyrsta lagið: „GEGGJAÐ. Við verðum með atriði í brúðkaupinu!“ Og mikið ofboðslega vildi ég að hver einasta gæs sem stígur fæti inn í Kramhúsið hefði snefil af þessu sjálfstrausti, því það er það sem skiptir máli þegar þú kemur í einn gríndanstíma. Sporin skipta engu ef sjálfstraustið er ekki til staðar – og ég get kennt þér öll spor heimsins. Sjálfstraust og að hafa húmor fyrir eigin kropp verður að koma innan frá. Fæstir skrifa undir samning við íslenska dansflokkinn eftir einn tíma. Eitt lag úrskurðar ekki um hæfni fólks.

En markmikið með þessum pistli er ekki að tala um þennan mun gæsa- og steggjapartýa (btw mæli með að einstaklingar af öllum kynjum „kveðji“ vini sína áður en þau ganga í hjónaband) – heldur eru ein viðbrögð í þessum tímum sem ég tek meira og meira eftir og ég fæ sting í hjartað. Eldra fólk, oftast konur, einfaldlega því ég kenni fleiri konum en körlum, eiga það til að segja að þær séu of gamlar til að læra eitthvað nýtt. „Ég get ekki gert þetta, ég er of gömul.“ Í fyrsta lagi hefur viðkomandi átt líkama sinn lengur en allir hinir í tímanum svo eðli málsins samkvæmt finnst mér að viðkomandi ætti að þekkja líkama sinn betur en þeir sem yngri eru. Og hér er ég að tala um fólk sem á ekki við meiðsli að stríða. Í öðru lagi þá er það ekki að sjá á meðan dansinum stendur, þessir einstaklingar eru alveg jafn mikið úti á túni og hinir – það er einfaldlega þannig að fólk horfir bara á sjálft sig í speglinum, og sér ekki hvar það stendur miðað við hina.

Auglýsing

Einu sinni spurði ég konu sem sagði þetta hvað hún væri gömul. Svo spurði ég hana hvenær það væri sem man hætti að geta lært eitthvað nýtt, því ég myndi vilja nýta tímann þangað til. Sem betur fer hló hún og sagði: „Jii, þetta er rétt hjá þér. Hvað er eiginlega að manni?“

Ég hef ekki lifað nema í 33 ár en ég er svo þakklát fyrir þann örlitla þroska sem ég hef tekið út, innsæið sem ég hef lært og fólkið sem ég hef kynnst. Ég er þakklát fyrir hvernig hlutverk manns breytast með aldrinum, þolinmæðina sem kemur og að ég hef lært að segja nei takk við fólk án þess að vera dónaleg. Ég finn lykt af óheilbrigðu samskiptamunstri löngu áður en það hefst, eftir að það hefur verið bakkað yfir mig nokkrum sinnum. Takk.

Samt er það þannig að nú hefur algórythmi internetsins ákveðið að ég sé komin á hrukkukremsaldurinn. Það er allt í góðu að næra húðina sína nú um haust – en að nota einhver strekkingameðul er ekki eitthvað sem ég hef sérstakan áhuga á. „Sjáið hvað þessi kona gerir og hún lúkkar fimm árum yngri!“ Ég er með solid hrukkuráð: Fitnaðu um 10 kíló og mörinn, hið náttúrulega bótöx fyllir í allar hrukkur.

Ég á frábæra ömmu sem ég er skírð eftir. Ættarhöfuðið sem veit alltaf best að eigin mati. Ég er ekki alltaf sammála henni, en ég lít upp til hennar í lífsstíl. Amma Erla var um sjötugt þegar hún hóf að læra á píanó. Verður hún píanóleikari? Nei. Nýtur hún þess í botn? Já. Tekur hún framförum á sama hraða og 12 ára barn? Nei, en það skiptir engu máli. Hún er bara að örva á sér hausinn, og finnur að samþætting huga og handar hefur forvarnargildi. Hún er núna 85 ára og er í góðu stuði.

Einu sinni vorum við amma að spjalla saman um lífsgæðin sem felast í því að eldast. Hún hélt því lengi fram að lífið hæfist um fertugt, breytti því svo í fimmtugt og svo sextugt. „Veistu, ég held að ef við fengjum að vita að þegar við erum 85 ára verði okkur gamla fólkinu lógað, þá myndu miklu fleiri láta drauma sína rætast, ferðast og ekki deyja með lamandi leyndarmál.“ Þetta er í sjálfu sér mjög dystópísk hugsun, að lóga fólki, en ég held að mögulega sé þetta rétt, að ef við fengjum síðasta söludaginn uppgefinn, myndum við fylla lífið okkar þangað til.

Að eldast er lúxus sem er ekki öllum gefinn. Ég ætla að reyna að njóta þess, þó ég finni að ég get ekki kennt jafnmarga danstíma á viku og þegar ég var 23 ára.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði