Félagsfærni fyrir byrjendur

Auglýsing

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki djamm-týp­an. Í raun er félags­færni mín ekk­ert hátt fyrir ofan frost­mark og ég á það til að segja annað hvort rangan hlut eða réttan hlut á rangan hátt. Nei, ég er ekki pían sem er smooth. Taktíkin mín er meira svona harkan sex og vona það besta. Eins og að grafa upp stein­gerv­ing með hamri. Vin­kona mín varð eitt sinn vitni að því þegar ég sull­aði niður bjórnum hjá strák á Lebowski, baðst afsök­un­ar, gaf honum sopa af vod­k­anum mínum og spurði hann svo hvort hann vildi fara í sleik. Mér finnst þetta bara góð og gild aðferð til að eiga sam­skipti við fólk. Bara segja það sem þú meinar og meina það sem þú seg­ir.

Kald­hæðni hefur heldur aldrei verið mín sterka hlið, ég er rosa góð að gera grín að sjálfri mér og skrifa íronískan texta en þegar fólk talar við mig á ég það til að taka öllu bók­staf­lega. Í fyrsta skipti sem ein­hver spurði mig hvort ég ætl­aði ekki að fá mér eðlu með snakk­inu mínu sagði ég: „Nei, takk. Ég er græn­metisæta,“ og hugs­aði með mér hvar í ósköp­unum við­kom­andi hefði fengið skrið­dýr til mateldis á Íslandi.

Í fyrsta skipti sem ein­hver spurði mig hvort ég ætl­aði ekki að fá mér eðlu með snakk­inu mínu sagði ég: „Nei, takk. Ég er græn­metisæta.“
Lífið á það nefni­lega til að verða eilítið erf­ið­ara ef maður áttar sig ekki á tví­ræðni og fylgir ekki óskrif­uðum reglum sam­fé­lags­ins. Sér­stak­lega þegar kemur að deit­menn­ingu. Maður á víst ekki að dou­ble-texta, ekki svara skila­boðum nema eftir að minnsta kosti þrjár klukku­stundir og alls ekki hringja dag­inn eftir hook-up ef þú vilt að það verði eitt­hvað. Hver samdi eig­in­lega þessar regl­ur? Af hverju er kúl að vera áhuga­laus? Ég held að þetta snú­ist um völd. Sá aðili í sam­bandi sem er hvað mest sama hefur völd­in. Ég fíla ekki svo­leið­is. Ef fólk hefur áhuga á það að sýna það, það er miklu meira hug­rekki og þor falið í því að vera opinn um hvað maður vill en að þykj­ast spila það svalt (ís­lenska útgáfan af play­ing it cool, hver segir svo að íslenskt slangur sé ekki tótalí osom).

Ef ég er í ein­hvers konar sam­bandi með þér, óháð því út á hvað það sam­band geng­ur, þá er mér aldrei sama. Mig langar að vita hver upp­á­halds lit­ur­inn þinn er, hver áhuga­mál þín eru og hvort þú fílar ketti fram yfir hunda (svarið er bæði, en ef þú fílar fiska eða fugla þá ertu ruglu­dall­ur. Nag­dýr eru wild card – ef þú átt kan­ínu ertu örugg­lega frekar kúl en fjór­tan hamstrar og þú átt lík­leg­ast við vanda­mál að stríða. Ef þú átt skrið­dýr þá geri ég ráð fyrir því að þú sért norn og vil að þú kennir mér að leggja álög á fólk). Ég mun samt örugg­lega ekki muna neitt af því sem þú segir því eins og hefur áður komið fram man ég ekki nöfn, stað­ar­heiti, and­lit, dag­setn­ingar og aðrar eðli­legar upp­lýs­ing­ar. Bara í fyrra­dag var ég á leið­inni í rækt­ina þegar ég rakst á frænku mína sem minnti mig á að það var fjöl­skyldu­af­mæli í gangi. Ég mætti bara. Í rækt­ar­gall­an­um. Ómál­uð. Hammó með ammó. Ég kom ekki með gjöf.

Félags­líf er bara svo flókið fyr­ir­bæri. Mér líður eins og í grunn­skóla hafi allir fengið hand­bók um mann­leg sam­skipti en ég hafi verið veik þann dag og misst af prógramm­inu. Eða inni á bóka­safni að lesa mér til um spen­dýr. Ég var örugg­lega í rönd­óttri peysu líka, girt ofan í buxur og með hárið í tagli. I‘m sexy and I know it. Það er alveg frekar pirr­andi að þetta look er að verða töff í dag – svona „þetta er svo lúða­legt að það er kúl“ look. Alla­vega sam­kvæmt því sem ég les á alnet­inu er það voða in núna. Svaka hip­ster.

Ég held ég sé níræð í anda. Það fer í taug­arnar á mér þegar fólk hendir ekki rusli í rusla­tunnur og ef það er partí langt fram eftir nóttu. Þegar allir voru að far­ast úr spenn­ingi yfir Októ­ber­fest skrif­aði ég hjá mér minnismiða: Muna að kaupa eyrnatappa. Októ­ber­fest var líka í sept­em­ber. Fannst engum öðrum en mér það vera pirr­andi? Má svona bara?

„Hæhæ! Ég ætla að bjóða öllum í sum­arpartí hjá mér ein­hvern tím­ann um miðjan júlí, kem­urðu ekki alveg örugg­lega?“

„Jú­jú, hvað er þemað?“

„Jól­in.“

Auglýsing

Þetta djamm sko. Við Íslend­ingar erum rosa­lega spes þegar kemur að djamm­inu. Það byrjar ekk­ert fyrr en eftir mið­nætti. Ég held við séum eina þjóð­in, eða alla­vega ein af þeim fáu, sem fokka reglu­lega sól­ar­hringnum okkar upp svona svaka­lega ein­ungis til gam­ans. Happy hour er bara ekki dæmi sem gengur upp hérna. Kok­teilar klukkan fimm? Nei það virkar ekki. Ekki nema þú ætlir að vera gjör­sam­lega á eyrna­sneplunum uppúr tíu.

En í alvöru tal­að, væri ekki skyn­sam­legra að fá sér nokkra drykki einmitt á happy hour, fara svo á ein­hvern skemmti­stað og dansa til svona níu, fá sér fala­fel á Mandi og upp í ból fyrir mið­nætti. Þá er morg­un­dag­ur­inn ekki ónýt­ur. En hvar ætti maður svosem að dansa? Ekki eins og bar­irnir séu vel undir það bún­ir. Allt saman lítil timb­ur­hús, ekk­ert fata­hengi, alltaf röð á kló­sett­ið, áfengið verð­lagt eins og sjald­gæfir málm­ar, ógeðs­lega heitt inni og ógeðs­lega kalt úti, angar allt af sígar­ett­ureyk og svita. Sjáið ekki hvað ég er jákvæð og bjart­sýn og ynd­is­leg?

Svarið við þessu öllu saman er nátt­úru­lega að sumir fíla eitt og aðrir ann­að. Það er alveg hægt að dansa á Íslandi – kíkið bara á dansogkult­ur.­is. Að sama skapi er hægt að fara á alla bari um leið og þeir opna og hafa það bara kósí með vinum sín­um. Það þarf kannski oggu poggu hug­rekki að stökkva inn á tómt dans­gólf en ef það er eng­inn á staðnum sér eng­inn að þú dansar eins og fífl hvort eð er. Svo eru prjóna­klúbbar út um allt, tungu­mála­skól­ar, mat­reiðslu­nám­skeið, áhuga­manna leik­fé­lög og fugla­skoð­un­ar­hóp­ar. Félags­líf á ekki bara að þýða áfengi og skemmti­stað­ir. Ég er loks­ins komin yfir þann hjalla að dæma sjálfa mig fyrir að vilja ekki djamma. Mig langar bara að gera eitt­hvað ann­að, koju­fyll­erí mínus áfengi plús Dis­ney myndir t.d.

En að sjálf­sögðu get­urðu líka bara tekið dag­inn eftir frá fyrir dekur og þynnku, lagt þig eftir vinnu og mætt eit­ur­hress uppúr eitt, djammað af þér hæla­skóna og tekið leigu­bíl heim þegar fólk er að vakna. Mér finnst svo­leiðis algjör­lega fárán­legt, en ef þú fílar það ætla ég ekki að stoppa þig. Fólkið á Októ­ber­fest skemmti sér örugg­lega kon­ung­lega, og ég svaf eins og steinn með tapp­ana í eyr­un­um. Öll dýrin í skóg­inum eiga nefni­lega að vera vin­ir, bæði teit­is­geit­urnar og ell­inöðr­urnar (Teit­is­geit er íslenska þýð­ingin af party animal, lögð til af snill­ingnum henni Rebekku Ötlu. (Ell­inöðrur er gam­alt fólk sem ferð­ast milli staða á skell­inöðrum því það getur ekki gengið leng­ur). Íslenska er bara svaða­leg­asta tungu­mál ver­ald­ar).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði