Auglýsing

Kærast­inn minn vinnur á tveimur stöð­um, sem báðir lúta að þjón­ustu fólks með fatl­an­ir. Vinnan er krefj­andi og mik­il­væg en ég öfunda hann stundum af því að geta skilið vinn­una eftir í vinn­unni. Við höfum ekki verið lengi sam­an, svo ég er enn að fá spurn­ingar um hann frá kunn­ingjum og fjar­skyld­ari ætt­ingjum sem vilja vita ýmis­legt um hann, sem eðli­legt er. Þá er að sjálf­sögðu spurt: „Já og hvað gerir hann?“

Þegar í ljós kemur að þessi ungi maður í blóma lífs­ins vinni á dag­vistun fyrir fólk með fatl­an­ir, er iðu­lega spurt hvort hann ætli ekki aftur í skóla, klára eitt­hvað nám - og fá „betri“ vinnu; hvort þetta sé ekki aga­lega illa borgað og hvort þetta sé ekki baaaara tíma­bund­ið. Ætlar hann í alvöru að vinna við þetta? Honum líkar þetta stór­vel, að öllu leyti nema þegar launa­umslagið læð­ist inn um lúg­una. Það virð­ist koma ein­hverjum í opna skjöldu að hann nýti þol­in­mæð­ina í „þetta starf“ en ekki í nám; að hann nýti félags­þrosk­ann í að gefa af sér en ekki spila ein­hvern graut­fúlan skrif­stofupóli­tík­ur­leik; að hann noti krafta sína í að lyfta fólki í alls kyns tæki og aðstoða við dags­ins amstur en ekki bara að p(r)umpa í World Class eftir kyrr­setu­vinnu.

Virð­ingu gagn­vart fólki í umönn­un­ar­störfum er ábóta­vant - ekki bara hvað varðar að fólki finnst allt of mikið í mann­inn minn spunnið til að vinna „svona vinn­u“, heldur í því sem við notum því miður of oft sem mælistiku: Pen­ing­um. Launin eru ákveðið grín, miðað við þá ábyrgð sem er hvílir á honum í vinn­unni. Hann er í 100% starfi og ber ábyrgð á fólki, en þarf að vera í auka­vinnu, kvöld- og helg­ar­vöktum í ann­ari vinnu. Þrátt fyrir að taka 14 tíma vinnu­daga tvisvar til þrisvar í viku er hann tekju­lægri ein­stak­ling­ur­inn í sam­band­inu. Sem betur fer er hann ekki jafn­krump­aður og fyrri menn sem hafa farið í mínus yfir því að ég sé tekju­hærri. Pen­ingar innan sam­bands­ins fara í sömu hlut­ina eins og leigu, mat, dund og dútl, svo þetta jafnar sig allt út á end­an­um.

Auglýsing

Aðrir halla þó undir flatt og segja „Æj­jjj hvað hann er góð­ur“. Vissu­lega er hann góð­ur, en ég efast um að konur í umönn­un­ar­störfum fái þessi við­brögð. Ekki verður góð­mennskan í ask­ana lát­in, og nú er svo komið að þeir alla tekju­lægstu er einmitt þetta „góða fólk“.Kærast­inn minn getur ekki skroppið frá í lengri hádeg­is­mat þó ein­hver eigi afmæli eða farið fyrr heim á föstu­degi. Að bifast í að sækja um nýtt vega­bréf á vinnu­tíma er púsl sem við erum að reyna að koma í gang. Að kíkja til tann­lækn­is? Já nei hahaha.

Önnur störf sem eru gef­andi en bind­andi, kvenna­störf og lág­launa­störf lúta að því að hlúa að, kenna, mennta og skemmta börn­um. Það er mann­ekla í leik­skólum og frí­stunda­heim­il­um, svo ekki kom­ast öll börn að. Mér líður stundum eins og þeir sem taki ákvarð­anir og hafi völd til að breyta hlut­unum þurfi ekki á þess­ari þjón­ustu að halda. Þeir kom­ast frá vinnu, geta farið snemma heim á föstu­degi eða komið bara eftir hádegi á morgun - „Það er eitt­hvað leik­skóla­ves­en“. Ein­hverjar deildir eru lok­aðar einn dag í viku og það eru ekki allir for­eldrar hent­ugri vinnu þegar mann­eklan lamar kisu­deild. Sér­stak­lega er það fólk sem vinnur á kisu­deildum ann­ars staðar sem ein­fald­lega kemst ekki frá.

En af hverju stafar þessi mann­ekla? Mennta­kröfur leik­skóla­kenn­ara voru hækk­að­ar, námið lengt án þess að það hefði í för með sér sann­gjarna launa­hækk­un. Sam­kvæmt Krist­ínu Dýr­fjörð sem hefur skrifað mikið um leik­skóla­mál eiga leik­skóla­kenn­arar í mik­illi hættu á að brenna út í starfi vegna álags­ins. Eitt af því sem hún til­greinir sem hluta af álagi er einmitt virð­ing­ar­leysi:

„Það vantar líka oft upp á skiln­ing mennta­mála­yf­ir­valda á því um hvað starfið okkar snýst og hvernig börn læra og þroskast. Mér finnst leik­skóla­kenn­arar stöðugt þurfa að vera í harðri varn­ar­stöðu fyrir frjálsan leik sem mik­il­væg­ustu náms­leið­ina.“

Kristín heldur áfram og talar um bind­ingu:

„Lít­ill sveigj­an­leiki vinnu­tíma, aukið álag vegna ónógrar afleys­ing­ar, löng við­ver­a.“

„Vinnu­dag­ur­inn of lang­ur.  Ein pása yfir dag­inn.“

„Vantar veik­inda­af­leys­ingu. Vantar und­ir­bún­ings­af­leys­ing­u.“

„Of mörg börn á deildum og í hóp­um. Vantar pásur til þess að ná að anda.“

(Tekið af laup­ur.is)

Ég starf­aði einu sinni á frí­stunda­heim­ili, tvisvar til þrisvar í viku því ég hafði heyrt að það væri fínt með háskóla­námi. Það var vissu­lega ótrú­lega gaman og gef­andi, ný verk­efni á hverjum degi og svo ótrú­lega skemmti­legt þegar vel gekk - en að sama skapi frá­bær getn­að­ar­vörn. En vinna með námi? Nei, alls ekki. Ég var svo búin á því eftir hálfan dag að ég gat ekki lært um kvöldið og er ég nú eng­inn aum­ingi. Fólk sem starfar við að hlúa að öðru fólki þarf að hvíla sig á milli vinnu­daga - en ekki vera neytt til að taka að sér auka­vinnu því launin eru svo ó.geðs.­leg.a lág.

Kunn­ingi minn er aðstoð­ar­maður (kannski) frá­far­andi ráð­herra. Hann breiddi eitt sinn úr sér við bar eftir að hafa einmitt spurt hvað þessi nýi kær­asti minn gerði og hnus­aði eitt­hvað um hvort það væri ein­hver fram­tíð í því.  Fyr­ir­gefðu vin­ur, mér finnst hans aðstoð­ar­manna­störf örlítið göf­ugri en þín. En það er bara ég, launa­umslagið er kannski ósam­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði