Auglýsing

Sum­arið 1986 var ég sex ára. Mamma og pabbi voru að byggja hús og ég var í pössun hjá ömmu stóran part sum­ars. Hún var dag­mamma þannig að húsið var alltaf fullt af krökk­um, að vísu tölu­vert yngri krökk­um, en þarna var alltaf líf og fjör. Ég lék mér ekki mikið við smá­börn­in. Var meira í því að glamra á píanóið hennar ömmu, leika mér einn í garð­inum og sprella í hund­in­um. Hún Trýna var hress blend­ingur sem mik­ill félags­skapur var af. Ég fór með hana út að ganga og gaf henni að éta. Ég var nokkuð þrosk­aður miðað við ald­ur, eða svo er mér sagt, lík­lega í síð­asta sinn á ævinni sem hægt var að lýsa mér þannig. En ég átti mér leynd­ar­mál. Ljótt og sóða­legt leynd­ar­mál sem hefur fylgt mér alla ævi og ég hef engum sagt nema nán­ustu vinum mín­um.

Ég borð­aði hunda­mat.

Já, það er eig­in­lega ekki hægt að orða þetta öðru­vísi. Það var ekki þannig að ég hefði prófað að smakka smá af putt­anum í eitt skipti og skyrpt því síðan út úr mér og síðan aldrei meir. Nei, ég borð­aði hunda­mat. Á hverjum degi. Mikið af hon­um. Af hverju í ósköp­un­um, spyrð þú eflaust. Aftur get ég voða lítið fegrað þetta. Mér fannst hann ein­fald­lega góð­ur.

Auglýsing

Þetta var minn helsti veik­leiki, þessi hlaup­kenndi, girni­legi kjöt­sí­valn­ingnur sem rann svona fal­lega hægt úr nið­ur­suðu­dósinni. Hvers konar kjöt þetta inni­hélt er ég ekki viss um, lík­lega ein­hvers konar blöndu af þriðja flokks afskurði sem telst óhæfur til mann­eld­is. Ein­hverjir halda því fram að í nið­ur­soðnum hunda­mat séu nag­dýr. Ég úti­loka það ekki, en finnst það hæp­ið. Það hlýtur að vera inni­halds­lýs­ing á hunda­mat rétt eins og öðrum mat og ég er viss um að það væri á allra vit­orði ef hund­arnir okkar ætu rottur og mýs. En hvert svo sem kjötið var, þá fannst mér það ákaf­lega gott. Ef ég ætti að líkja því við eitt­hvað þá væri það helst við sviða­sultu, sem mér þykir einmitt afskap­lega góður mat­ur. Reyndar er það eini þorra­mat­ur­inn sem ég kann að meta og það er ekki ósenni­legt að mér finn­ist hún ein­ungis góð vegna þess að hún minnir mig á hunda­mat.

Trýna var magur hund­­ur, enda fékk hún yfir­­­leitt ekki nema um helm­ing þess matar sem henni var ætl­­að­­ur. Rest­inni sporð­renndi ég.
Ömmu grun­aði aldrei neitt þegar ég bauðst til að gefa Trýnu að éta. Hún átti fullt í fangi með litlu börnin og var eflaust fegin því að þurfa ekki að hugsa um hund­inn ofan á allt ann­að. Trýna var magur hund­ur, enda fékk hún yfir­leitt ekki nema um helm­ing þess matar sem henni var ætl­að­ur. Rest­inni sporð­renndi ég. Í laumi inni í eld­húsi á meðan amma snýtti og skeindi. Stundum var líka til hundasúkkulaði. Það þótti mér ekki gott, en lét mig þó hafa það endrum og sinn­um.

Skömmu eftir þetta fór ég að verða var við ofnæmi. Á þessum tíma hafði ég þegar greinst með katta– og hesta­of­næmi, en hunda­of­næmi hafði ég aldrei glímt við. Það versn­aði hratt og að lokum gat ég ekki lengur leikið við Trýnu. Neyslu minni á hunda­mat var því sjálf­hætt. Sífellt bætt­ist í ofnæm­issarp­inn. Kan­ín­ur, hamstr­ar, kindur og naut. Ef það var með feld þá var ég með ofnæmi fyrir því — og er enn í dag. Það er engu lík­ara en almættið hafi gripið í taumana og gefið mér ofnæmið í von um að bjarga mann­orði mínu:

„Þessi drengur verður aldrei for­sæt­is­ráð­herra ef hann heldur áfram að borða hunda­mat. Gefið honum allt ofnæmi sem við eig­um.“

„Allt? Er það ekki svo­lítið langt geng­ið?“

„Nei, honum er ekki treystandi nálægt nokkru ein­asta dýri.“

Í dag er ég 37 ára fjöl­skyldu­maður í fastri vinnu. Ekki for­sæt­is­ráð­herra, en það hefur engu að síður ræst ágæt­lega úr mér. Ég á samt í nokkuð óheil­brigðu sam­bandi við mat. „Takk fyrir mig,“ segja allir og ég hefst handa við að ganga frá eftir mat­inn á meðan mamman und­ir­býr hátta­tíma barn­anna. Ég set diska og glös í upp­þvotta­vél­ina, þurrka af borðum og þvíum­líkt. Sjálfu mat­ar­fat­inu leyfi ég hins vegar að standa óhreyfðu á eld­hús­bekkn­um. Svo þegar eng­inn sér til þá grand­skoða ég fatið og athuga hvort þar leyn­ist við­brennd og veg­leg klessa sem ég get stungið upp í mig án þess að maki minn missi á mér allan áhuga. Um leið og ég geri þetta þá leitar hug­ur­inn aftur til hins sól­ríka sum­ars árið 1986, þegar ég var ungur og efni­leg­ur, átti fram­tíð­ina fyrir mér — og borð­aði hunda­mat.

Á hverjum degi.

Mikið af hon­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði