Hvenær er í lagi að brjóta reglur?

„...ekki halda samt að ég sé einhver goodie-goodie smástelpa sem geri aldrei neitt rangt. Ó nei. Ég er sko hella bad girl. Aha,“ skrifar Rut Guðnadóttir í kjaftæðispistli vikunnar.

Auglýsing

Þau ykkar sem þekkja mig vita að öllum lík­indum að ég á það til að vera bess­ervisser og bein lína. Ef ég ætti lógó þá væri það lík­leg­ast reglu­stika. Per­sónu­lega finnst mér ég nú hafa slakað aðeins á taumnum síð­ustu ár en forn­leifar þess­arar þrá­hyggju sitja enn með mér. Sem barn kom það reglu­lega fyrir að ég org­aði hástöfum ef ein­hver dirfð­ist til að labba yfir gang­braut­ina áður en græni kall­inn gaf leyfi. Séns­inn að litla ég hefði getað strokið að heiman, ég mátti ekki fara ein yfir göt­una án þess að vera leidd. Það er voða­lega sorg­legt að labba út afleggjar­ann að göt­unni þinni og svo aftur til baka með sund­poka á bak­inu sem í eru hreint par af sokkum og kex­pakki.

Ég hef nú samt áttað mig á því hægt og rólega að stundum er í lagi að brjóta regl­urn­ar. Það tók samt alveg ákveðna æfingu. Í fyrsta skipti sem ég vilj­andi skróp­aði var ég í mennta­skóla og beil­aði á tíma til að spila tölvu­leiki með vin mín­um. Svo sat ég á rúmbrík­inni hans, upp­spennt eins og teygður gorm­ur, umlandi fyrir munni mér: „Við ættum að vera í frönsku akkúrat nún­a.“ Ég spil­aði svo eig­in­lega ekki neina tölvu­leiki, ég reyndi að gera það, en þegar mót­leik­ari þinn vinnur þig á innan við mín­útu með lokuð augun þá er varla hægt að halda því fram að þú sért raun­veru­lega að spila. Tækni­lega séð var þetta líka í annað skiptið sem ég skróp­aði í tíma. Fyrsta skiptið átti sér einnig stað í mennta­skóla þegar ég sleppti því að fara í verk­legan tíma í list­fræði því ég þurfti að und­ir­búa mig betur fyrir próf dag­inn eft­ir. Djöss­ins rebel sem ég var, á bóka­safn­inu að fara yfir stærð­fræði í stað­inn fyrir að... læra?

Ég hef bara alltaf kunnað svo vel við regl­ur. Þær segja manni hvað er gott og hvað er slæmt. Það er allt svo svart og hvítt og fyrir kvíða­sjúk­ling er rosa­lega þægi­legt að eitt­hvað skipu­lag haldi bara utan um allt fyrir þig. Skipu­lag og regl­ur, það er ég. Með hverjum deg­inum lík­ist ég meira og meira Mon­icu. Bara um dag­inn þreif ég allt bað­her­bergið mitt frá toppi til táar í bleikum gúmmí­hönsk­um. Og svo þegar ég var búin – þá þreif ég gúmmí­hansk­ana.

Auglýsing

Hvað sem því líður þá er grunn­ur­inn að reglu­festu minni ein­fald­lega sá að ég er sam­mála þeim. Maður á ekki að skrópa í skóla, því það hefur slæm áhrif á náms­ár­ang­ur, maður á ekki að labba yfir göt­una áður en græni kall­inn gefur leyfi því þá get­urðu orðið fyrir bíl. Sum­sé, reglum fylgja rök. Hins­veg­ar, þegar reglum fylgja ekki rök, verð ég í fyrsta lagi afskap­lega ringluð og í öðru lagi, bara hrein­lega reið! Hvernig dirf­ist fólk að nýta sér hina heilögu aðferð hegð­un­ar­stjórn­unar til ills? Hvernig getur fólk vilj­andi gert eitt­hvað sem það veit að er sið­ferð­is­lega rangt? Í dag fékk ég útborgað fyrir vinnu sem ég hætti í fyrir meira en mán­uði síðan og ég bara varð að senda þeim tölvu­póst. En kannski er þessi vani minn kom­inn of langt. Stundum held ég nefni­lega að of mikil reglu­festa og of mikið skipu­lag geti verið svona eins og fólk sem er alltaf í góðu skapi. Það er í svo góðu skapi að það verður eig­in­lega bara pirr­andi. Og kannski er ég eins.

Mér finnst bara erfitt að brjóta regl­ur. Eða, tja... mér finnst erfitt að brjóta reglur sem ég er sam­mála. Mér finnst bara erfitt að brjóta reglur sem ég er ekki sam­mála ef það felur í sér mikla áhættu eða að ég þurfi að ljúga að fólki. Ég segi að það sé vegna þess að ég sé ekki góð í að ljúga, en miðað við eigið track-record þá er ég bara búin að plata alla því ég er algjör snill­ingur í því. Ég fæ bara svo hel­víti mikið sam­visku­bit eftir á. Ef ég væri ekki með svona óþægi­lega mikið magn af rétt­læt­is­kennd væri ég örugg­lega óstöðv­andi leigu­morð­ingi. Ég ætti fullt af pen­ing og gerði nákvæm­lega það sem mig lang­aði. En í stað­inn er ég týpan sem minnir kennar­ann á heima­námið og safnar ilm­kert­um. Pro-tip, bestu ilm­kertin eru spritt­kertin sem hægt er að fá í IKEA. Jólailm­ur­inn sér­stak­lega er dásam­leg­ur, rauð epli og kanill.

Ilm­kerta­safn­andi kenn­ara­sleikjan getur samt orðið frekar leið­in­leg á tím­um. Mér finnst ekki sann­gjarnt hvað ég fæ sam­visku­bit auð­veld­lega á meðan aðrir gera það ekki. Ég held að eitt­hvað hafi farið úrskeiðis þegar verið var að púsla saman per­sónu­leik­anum mín­um. Þegar komið var að ein­kennum eins og sið­ferði, rétt­læti og sam­visku hafi englarnir örugg­lega ætlað bara rétt að dusta yfir mig en svo kom flóð­bylgja, eins og salt­stautur með illa á skrúf­uðu loki.

En hvenær hef ég þá brotið regl­ur? Ég varð mér aldrei út um skil­ríki til að fara á djam­mið, sem er bæði vegna þess að mér fannst það sið­ferð­is­lega rangt en líka vegna þess að ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að fara að því og þorði ekki að spurja því þá myndi ég ekki looka kúl leng­ur. Spoiler alert, yngri útgáfa af mér – þú varst ekk­ert sér­stak­lega kúl fyr­ir. Ég held það hafi bara aldrei verið í tísku að girða rönd­óttar rúllu­kraga­peysur ofan í galla­buxur en ég reyndi þó alla­vega. Ég hef heldur aldrei stolið úr búð. Eða jú kannski. En það ent­ist ekki lengi því þegar ég fann fyrir hlutnum í úlpu­vas­anum sem ég hafði gleymt að borga fyrir hljóp ég aftur inn í búð móð og másandi og lag­færði mis­tökin sam­stund­is.

En ekki halda samt að ég sé ein­hver goodi­e-­goodie smá­stelpa sem geri aldrei neitt rangt. Ó nei. Ég er sko hella bad girl. Aha. Ég á leð­ur­jakka. Úr pleðri. Ég á hæla­skó með gödd­um. Ég keypti þá á net­inu þegar ég var full og ég get ekki gengið í þeim án þess að detta um koll. Og síð­ast en ekki síst – bara um síð­ustu helgi fór ég með fjöl­skyld­unni minni í IKEA.. og ég braut skor­stein­inn af pip­ar­köku­húsi og át hann.

Kemur í ljós að IKEA notar ekki síróp til að bræða saman pip­ar­köku­vegg­ina á sýn­ing­ar­ein­tök­unum sín­um, heldur lím. Að auki sá litli bróðir minn til mín og sagði mömmu minni frá því. Svo, hvað höfum við lært hingað til krakk­ar? Nör­da­skapur og reglu­semi borgar sig alltaf, því með þeim kem­urðu fólki til að hlæja, og án þeirra endarðu á því að borða lím.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði