Auglýsing

Það er þetta með þjóð­menn­ing­una. Rík­is­stjórnin boð­aði í fyrra að nú skyldi hlúa að henni og hafa hana í háveg­um, þjóð­menn­ing­una. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafði á lands­fundi tveimur árum áður – og svo sem löngu fyrr og síðar – fært okkur heim sanninnum það hver þjóð­menn­ingin væri: Þjóð­­menn­ing er glímu­sýn­ing uppi á sviði fyrir fullum bíó­sal af gömlu fólki, þjóð­menn­ing er Egill Ólafs­son að belja ætt­jarð­ar­ljóð, þjóð­menn­ing er allt sem Jóni Sig­urðs­syni gæti hafa fund­ist um nútím­ann og þjóð­menn­ing er Guðni Ágústs­son að borða lengsta hrossa­bjúga í heimi og tala um gult fólk í sömu andrá og hann sver af sér xen­ófó­b­íu.

Hafi ein­hver haldið að þjóð­menn­ing væri líka húsið sem til stóð að reisa utan um öll hand­ritin okk­ar, tungu­mál­ið, sagna­arf­inn og stúd­í­una sem teng­ist hon­um, þá er það mis­­skiln­ing­ur. Því verk­efni var hrundið af stokk­unum af land­ráða­stjórn­inni sem vildi selja Íslend­inga í ánauð á meg­in­land­inu og þess vegna er miklu betra að hafa við Suð­ur­göt­una stóra, þjóð­menn­ing­ar­lega holu botn­fulla af alís­lensku vatni sem bíður þess eins að gufa upp, falla aftur til jarðar yfir hálend­inu og knýja þar nýróm­an­tískar lýð­ræðis­virkj­an­ir.

Nei, Kon­ungs­bók Eddu­kvæða er ekki þjóð­menn­ingin sem þarf að hlúa að – öllum þeim íslensku hand­ritum og verð­mætum sem þarfn­ast varð­veislu hefur for­sæt­is­ráð­herra sjálfur komið fyrir hag­an­lega og áráttu­kennt í fúkk­anum í gólfum og veggjum útvarps­húss­ins við Efsta­leiti. Þar eru ger­semar á borð við rík­is­reikn­ing árs­ins 1998, Gallup-kann­anir frá 1994 sem sýna fram á að þá hlakk­aði fólk til jól­anna, skýrslur um reynslu bænda af verkun heys í rúllu­bagga og upp­lýs­inga- og tækni­menntun í grunn­skólum árið 1997, snýti­bréf og tékk­listar fyrir sminkur, allt meira og minna sund­ur­nagað og úta­tað í músa­skít.

Auglýsing

Þetta er þjóð­menn­ingin sem Sig­mundur Davíð forð­aði frá glötun „eins og Árni [Magn­ús­son] forð­u­m“, svo vitnað sé í hann sjálf­an. Það er ekki galin sam­lík­ing. Þarna vant­aði bara ein­tak af Stuttum Frakka á VHS og þá hefði þetta verið svo til full­komið þjóð­menn­ing­ar­legt yfir­lit yfir Ísland tíunda ára­tug­ar­ins.

Árni, Hrói og hinn hár­prúði



Þjóð­menn­ing er reyndar að byggja helst engin ný hús – einu húsin sem máli skipta eru sagga­blautt útvarps­hús­ið, svo fram­ar­lega sem ein­hverjir aðrir en komm­ún­ískir loft­skeyta­menn ráða þar ríkj­um, og Lauga­vegur 4-6. Fleiri hús þarf ekki, ekki undir íslensk fræði, ekki lista­há­skóla, ekki Lands­bank­ann, ekki frekju­dós­irnar sem vilja búa í Vatns­mýri, og alls ekki mosku. Þjóð­menn­ing er holur og víð­átta og ber­ang­ur. Mín­ar­ettur eru ekki þjóð­menn­ing. Þjóð­menn­ing er að bera ótta í brjósti – mál­efna­legan, vel að merkja – um að lenda í nauð­ung­ar­hjóna­bandi. Það er kannski ekki þjóð­menn­ing að hóta því að drepa Sal­mann Tamimi, en það er að minnsta kosti þörf umræða og gott hjá Fram­sókn­ar­flokknum að opna á hana. Það útheimti djörf­ung sem fæst bara með íslensku sam­sölu­mjólk­inni.

Síðan höfum við tekið upp á því, að sér­ís­lenskum og þjóð­menn­ing­ar­legum sið, að gera bræður sak­sóttra manna að dóm­urum af því að okkur er farið að leið­ast svo að senda banka­menn í fang­elsi. Núna er Siggi hakk­ari okkar ofsóttasta þjóð­hetja. Ef Sig­mundur Davíð er Árni Magn­ús­son okkar tíma, sem er rök­rétt að álykta, þá er Siggi hakk­ari hinn nýi Hrói Höttur (nei, ekki pítsu­stað­ur­inn). Alveg eins og Hrói hélt þurfaling­unum uppi með því að ræna vondu léns­herrana hefur Siggi stolið fyrir tug­millj­ónir af sál­ar- og sið­lausum skyndi­bita-, bíla­leigu- og úlpu­keðjum og leyft svöngum sautján ára ung­lings­strákum að njóta afrakst­urs­ins á milli þess sem hann bregður sér á leyni­leg stefnu­mót með FBI í Banda­ríkj­unum og býður sjálfum sér á þing­nefnd­ar­fundi í fylgd líf­varða. Og ef Sig­mundur er Árni og Siggi er Hrói þá er Jón Ásgeir Jóhann­es­son hinn fag­ur­hærði písl­ar­vottur sem umburð­ar­lausir valds­menn hafa einelt í á annan ára­tug og leitt fram fyrir lýð­inn til kross­fest­ing­ar. Barra­bas hét hann – sá sem slapp. Mun­aði litlu að það yrði hinn, þessi með þyrni­kór­ón­una.

Fram­sókn er ekki nútíma-­neitt



En Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, nútíma-hvað er hann? Stutta svarið er að hann er ekki nútíma-­neitt, þótt hann hafi lagst í sama leið­angur og útgerð­ar­menn­irnir og reynt að telja okkur trú um að hann sé hinn nýi gyð­ingur og allir aðrir hinar nýju SS-sveit­ir; Slát­ur­fé­lag Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Um þessa hel­för vorra daga eru meira að segja haldin sem­inör í útlöndum þar sem Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem ein­hvern veg­inn hafði tek­ist að skapa sér ímynd skyn­sama fram­sókn­ar­manns­ins – aðal­lega með því að segja sem minnst – tók að sér það óeig­in­gjarna hlut­skipti að messa yfir hausa­mót­unum á kven­rétt­inda­fröm­uðum Norð­ur­land­anna um það hví­líku mis­rétti og hatri for­ystu­flokkur íslensku rík­is­stjórn­ar­innar þyrfti að sæta heima við.

Full­trúar hans fá ekki einu sinni vel launuð sæti í stjórn Faxa­flóa­hafna lengur eins og hefð­ar­rétt­ur­inn gerir ráð fyr­ir. Þar eru þeir jað­ar­­­settir og útskúf­aðir eins og ann­ars stað­ar. Gott ef ráð­stefnu­gestir í Malmö sendu ekki frá sér ályktun í lok fundar um að bar­áttan fyrir jöfnum rétti kynj­anna í þessum heimi yrði sett á ís til að hægt væri að verja kröft­unum í að tryggja óskor­aðan rétt stjórn­mála­flokka til að hafa heimsku­legar skoð­anir án þess að þurfa að bera ábyrgð á þeim eða sæta gagn­rýni.

Samt situr Sig­mundur Davíð núna, ekur sér í hásæt­inu með úrklippu­bók­ina eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í fang­inu og veltir fyrir sér hvar í Stjórn­ar­ráðs­hús­inu sé best að fela sög­una. Eða hvort Morg­un­blaðið verði enn til þegar stjórn­mála­ferl­inum lýkur svo að hann geti að minnsta kosti end­ur­skrifað hana.

Áður en Ingvar Gísla­son hendir í ban­eitr­aða sleggju­grein um hat­urs­orð­ræðu og ófræg­ingu er rétt að taka fram að ég hata ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn. Ég vildi bara að hann væri ekki eins og hann er.

(Þessi pist­ill var skrif­aður áður er for­sæt­is­ráð­herra flutti þjóð­há­tíð­ar­á­varp sitt á Aust­ur­velli – ann­ars hefði höf­undur lík­lega fengið heila­blóð­fall.)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None