Auglýsing

Það er þetta með þjóð­menn­ing­una. Rík­is­stjórnin boð­aði í fyrra að nú skyldi hlúa að henni og hafa hana í háveg­um, þjóð­menn­ing­una. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafði á lands­fundi tveimur árum áður – og svo sem löngu fyrr og síðar – fært okkur heim sanninnum það hver þjóð­menn­ingin væri: Þjóð­­menn­ing er glímu­sýn­ing uppi á sviði fyrir fullum bíó­sal af gömlu fólki, þjóð­menn­ing er Egill Ólafs­son að belja ætt­jarð­ar­ljóð, þjóð­menn­ing er allt sem Jóni Sig­urðs­syni gæti hafa fund­ist um nútím­ann og þjóð­menn­ing er Guðni Ágústs­son að borða lengsta hrossa­bjúga í heimi og tala um gult fólk í sömu andrá og hann sver af sér xen­ófó­b­íu.

Hafi ein­hver haldið að þjóð­menn­ing væri líka húsið sem til stóð að reisa utan um öll hand­ritin okk­ar, tungu­mál­ið, sagna­arf­inn og stúd­í­una sem teng­ist hon­um, þá er það mis­­skiln­ing­ur. Því verk­efni var hrundið af stokk­unum af land­ráða­stjórn­inni sem vildi selja Íslend­inga í ánauð á meg­in­land­inu og þess vegna er miklu betra að hafa við Suð­ur­göt­una stóra, þjóð­menn­ing­ar­lega holu botn­fulla af alís­lensku vatni sem bíður þess eins að gufa upp, falla aftur til jarðar yfir hálend­inu og knýja þar nýróm­an­tískar lýð­ræðis­virkj­an­ir.

Nei, Kon­ungs­bók Eddu­kvæða er ekki þjóð­menn­ingin sem þarf að hlúa að – öllum þeim íslensku hand­ritum og verð­mætum sem þarfn­ast varð­veislu hefur for­sæt­is­ráð­herra sjálfur komið fyrir hag­an­lega og áráttu­kennt í fúkk­anum í gólfum og veggjum útvarps­húss­ins við Efsta­leiti. Þar eru ger­semar á borð við rík­is­reikn­ing árs­ins 1998, Gallup-kann­anir frá 1994 sem sýna fram á að þá hlakk­aði fólk til jól­anna, skýrslur um reynslu bænda af verkun heys í rúllu­bagga og upp­lýs­inga- og tækni­menntun í grunn­skólum árið 1997, snýti­bréf og tékk­listar fyrir sminkur, allt meira og minna sund­ur­nagað og úta­tað í músa­skít.

Auglýsing

Þetta er þjóð­menn­ingin sem Sig­mundur Davíð forð­aði frá glötun „eins og Árni [Magn­ús­son] forð­u­m“, svo vitnað sé í hann sjálf­an. Það er ekki galin sam­lík­ing. Þarna vant­aði bara ein­tak af Stuttum Frakka á VHS og þá hefði þetta verið svo til full­komið þjóð­menn­ing­ar­legt yfir­lit yfir Ísland tíunda ára­tug­ar­ins.

Árni, Hrói og hinn hár­prúðiÞjóð­menn­ing er reyndar að byggja helst engin ný hús – einu húsin sem máli skipta eru sagga­blautt útvarps­hús­ið, svo fram­ar­lega sem ein­hverjir aðrir en komm­ún­ískir loft­skeyta­menn ráða þar ríkj­um, og Lauga­vegur 4-6. Fleiri hús þarf ekki, ekki undir íslensk fræði, ekki lista­há­skóla, ekki Lands­bank­ann, ekki frekju­dós­irnar sem vilja búa í Vatns­mýri, og alls ekki mosku. Þjóð­menn­ing er holur og víð­átta og ber­ang­ur. Mín­ar­ettur eru ekki þjóð­menn­ing. Þjóð­menn­ing er að bera ótta í brjósti – mál­efna­legan, vel að merkja – um að lenda í nauð­ung­ar­hjóna­bandi. Það er kannski ekki þjóð­menn­ing að hóta því að drepa Sal­mann Tamimi, en það er að minnsta kosti þörf umræða og gott hjá Fram­sókn­ar­flokknum að opna á hana. Það útheimti djörf­ung sem fæst bara með íslensku sam­sölu­mjólk­inni.

Síðan höfum við tekið upp á því, að sér­ís­lenskum og þjóð­menn­ing­ar­legum sið, að gera bræður sak­sóttra manna að dóm­urum af því að okkur er farið að leið­ast svo að senda banka­menn í fang­elsi. Núna er Siggi hakk­ari okkar ofsóttasta þjóð­hetja. Ef Sig­mundur Davíð er Árni Magn­ús­son okkar tíma, sem er rök­rétt að álykta, þá er Siggi hakk­ari hinn nýi Hrói Höttur (nei, ekki pítsu­stað­ur­inn). Alveg eins og Hrói hélt þurfaling­unum uppi með því að ræna vondu léns­herrana hefur Siggi stolið fyrir tug­millj­ónir af sál­ar- og sið­lausum skyndi­bita-, bíla­leigu- og úlpu­keðjum og leyft svöngum sautján ára ung­lings­strákum að njóta afrakst­urs­ins á milli þess sem hann bregður sér á leyni­leg stefnu­mót með FBI í Banda­ríkj­unum og býður sjálfum sér á þing­nefnd­ar­fundi í fylgd líf­varða. Og ef Sig­mundur er Árni og Siggi er Hrói þá er Jón Ásgeir Jóhann­es­son hinn fag­ur­hærði písl­ar­vottur sem umburð­ar­lausir valds­menn hafa einelt í á annan ára­tug og leitt fram fyrir lýð­inn til kross­fest­ing­ar. Barra­bas hét hann – sá sem slapp. Mun­aði litlu að það yrði hinn, þessi með þyrni­kór­ón­una.

Fram­sókn er ekki nútíma-­neittEn Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, nútíma-hvað er hann? Stutta svarið er að hann er ekki nútíma-­neitt, þótt hann hafi lagst í sama leið­angur og útgerð­ar­menn­irnir og reynt að telja okkur trú um að hann sé hinn nýi gyð­ingur og allir aðrir hinar nýju SS-sveit­ir; Slát­ur­fé­lag Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Um þessa hel­för vorra daga eru meira að segja haldin sem­inör í útlöndum þar sem Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem ein­hvern veg­inn hafði tek­ist að skapa sér ímynd skyn­sama fram­sókn­ar­manns­ins – aðal­lega með því að segja sem minnst – tók að sér það óeig­in­gjarna hlut­skipti að messa yfir hausa­mót­unum á kven­rétt­inda­fröm­uðum Norð­ur­land­anna um það hví­líku mis­rétti og hatri for­ystu­flokkur íslensku rík­is­stjórn­ar­innar þyrfti að sæta heima við.

Full­trúar hans fá ekki einu sinni vel launuð sæti í stjórn Faxa­flóa­hafna lengur eins og hefð­ar­rétt­ur­inn gerir ráð fyr­ir. Þar eru þeir jað­ar­­­settir og útskúf­aðir eins og ann­ars stað­ar. Gott ef ráð­stefnu­gestir í Malmö sendu ekki frá sér ályktun í lok fundar um að bar­áttan fyrir jöfnum rétti kynj­anna í þessum heimi yrði sett á ís til að hægt væri að verja kröft­unum í að tryggja óskor­aðan rétt stjórn­mála­flokka til að hafa heimsku­legar skoð­anir án þess að þurfa að bera ábyrgð á þeim eða sæta gagn­rýni.

Samt situr Sig­mundur Davíð núna, ekur sér í hásæt­inu með úrklippu­bók­ina eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í fang­inu og veltir fyrir sér hvar í Stjórn­ar­ráðs­hús­inu sé best að fela sög­una. Eða hvort Morg­un­blaðið verði enn til þegar stjórn­mála­ferl­inum lýkur svo að hann geti að minnsta kosti end­ur­skrifað hana.

Áður en Ingvar Gísla­son hendir í ban­eitr­aða sleggju­grein um hat­urs­orð­ræðu og ófræg­ingu er rétt að taka fram að ég hata ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn. Ég vildi bara að hann væri ekki eins og hann er.

(Þessi pist­ill var skrif­aður áður er for­sæt­is­ráð­herra flutti þjóð­há­tíð­ar­á­varp sitt á Aust­ur­velli – ann­ars hefði höf­undur lík­lega fengið heila­blóð­fall.)

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None